Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 45

Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 45
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 43 Erlend starfsemi á Islandi 34 starfa hér á vegum Banda- ríkjastjórnar, þar af eru 18 Islendingar Bandaríkjastjórn rekur hér á landi sendiráð, svo og upp- lýsingaþjónustu í tengslum við það og loks menntastofnun í samvinnu við ríkisstjórn ís- lands. 34 starfa hér á vegum Bandaríkjastjórnar, þar af eru 18 íslendingar. Eignir Banda- rikjanna í Reykjavík, þ. e. a. s. fasteignir eru sendiráðshúsið við Laufásveg, númer 21-23, aðsetur sendiráðsins og heim- ili sendiherra, og bak við það hús. sem snýr að Þinghölts- stræti, en það er bústaður lít- illar varðsveitar. Starfsemi upplýsingaþjónustunnar, XJSIS, er hins vegar í leiguhúsnæði í Bændahöllinni, SENDIRÁÐIÐ. Bandaríkjastjórn hefur rek- ið sendiráð hér síðan 1941, og voru fljótlega keypt tvö hús við Laufásveg, númer 21 og 23, fyrir starfsemi þess og sem bú- staður sendiherrans. Byggt var á milli þessara húsa, og gert úr þeim eitt. í sendiráðinu starfa alls 26 manns. Af þessum hópi eru 11 íslendingar. þó þar af tveir Englendingar kvæntir íslenzk- um konum. Æðsti maður sendi- ráðsins er sendiherran, sem nú er Luther I. Replogle, og er hann eins og aðrir sendiherrar Bandaríkjanna. persónulegur fulltrúi Bandaríkjaforseta á ís- landi. Næstir honum koma fimm fulltrúar. Af þeim ber fyrstan að telja „Deputy Chief of Mission“, sem telst hinn raun- verulegi stjórnandi sendiráðs- ins eða framkvæmdastjóri. Því starfi gegnir nú Theodore A. Tremblay. Þá eru fjórir sendi- ráðsritarar. — Um efnahags- mál fjallar Paul L. Aylward, um stjórnmál fjallar Otho E. Eskin, skrifstofustjóri er Frank- lin E. Jackson og konsúll er James K. Connell, sem m. a. annast útgáfu vegabréfa. Bandaríska starfsfólkið, sem ó- talið er, skiptist í skrifstofu- fólk og ritara, og einnig er í Núverandi sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi, Luther I. Replogle. sendiráðinu flokkur úr land- gönguliði flotans. Það er gömul venja við bandarísk sendiráð að hafa þar landgönguliðssveit til vörzlu, en þó mest til skrauts við hátíðleg tækifæri. Við sendiráðið hér gegna þeir aðal- lega starfi næturvarða, því að ekki mun talin mikil hætta á því, að sendiráðið þurfi ^ á vopnaðri vörzlu að halda. fs- lenzka starfsfólkið gegnir margvíslegum aðstoðarstörfum. Aftan við sendiráðshúsið á Bandaríkjastjórn hús, sem snýr að Þingholtsstræti og búa verðirnir þar. Aðrar byggingar en hana og sendiráðið sjálft eiga Bandaríkin ekki hérlend- is. USIS. í tengslum við sendiráðið, en þó sem sjálfstæð stofnun, er Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna rekin. Hún er til húsa á fyrstu og annarri hæð í Bænda- höllinni. Upplýsingaþjónustan var stofnuð upp úr 1950, en starfsemi hennar lagðist niður í nokkur ár eða til ársins 1957 að starfræksla hennar var aft- ur hafin. Hámahki náði starf- semi Upplýsingaþjónustunnar á árunum fyrir 1960 en þá unnu alls 14 manns við hana, þar af 4 Bandaríkjamenn. Upp frá þessu fór starfsfólkinu aftur að fækka og nú starfa 8 manns við stofnunina, þar af einn Bandaríkjamaður, Robert W. Garrity, er veitir Upplýsinga- þjónustunni forstöðu. Tilgangur USIS (en svo er heiti Upplýsingaþjónustunnar skammstafað á ensku) er sá, að veita allar þær upplýsingar um Bandaríkin, sem óskað er eftir. Það getur verið um utan- ríkisstefnu, fjármálastefnu, menningarmál og annað slíkt. USIS rekur kvikmyndasafn með fræðslumyndum, bóka- safn, sem hefur um 7 þúsund bækur og stöðugt er verið að endurnýja, plötusafn, safn af segulböndum með tónlist, og einnig liggja frammi talsvert á annað hundrað tímarit, sem ná yfir allt skoðanasvið í Bandaríkjunum. Starfsmenn Upplýsingaþjónustunnar verða að svara margskonar spurn- ingum. t. d. fengu þeir nýlega fyrirspurn um nöfn á fram- leiðendum gosbrunna vestan hafs. Þá vinnur Upplýsinga- þjónustan að því um þessar mundir að útvega búninga og fleira til nota í Hárinu — söngleiknum, sem Leikfélag Kópavogs er að setja upp, svo aðeins séu nefnd tvö dæmi. Ástæðaii fyrir því, að Upp- lýsingaþjónustan hefur dregið úr starfsemi sinni með árunum er fjármálalegs eðlis og eins breytt starfsemi og aðstæður. Á árunum 1960, þegar starf- semin var í 'hámarki, veittu bandarísk stjórnvöld mun meira fjármagn til menningar- legra samskipta en nú er, og kom þá hingað töluverður hóp- ur bandarískra listamanna og

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.