Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 52

Frjáls verslun - 01.03.1971, Síða 52
50 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 BOKHALDSVE LAR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI Magnús Kjaran Hafnarstrœti 5 Simi 24140 CUDO GLER minni en nauðsynlegt var. Egyptum hefur þó tekist að gera stórátak í að stemma stigu við fólksfjölguninni. Árið 1966 fjölgaði þjóðinni um 44 fyrir hverja 1000 íbúa, en á sl. ári var sú tala komin niður í 36 á 1000 íbúa og að sögn egypzkra ráðamanna hefur engin önnur þjóð í heiminum náð svo mikl- um árangri á svo skömmum tíma. Því fer þó fjarri að þeir, sem að þessum málum vinna, séu ánægðir, því að þeir telja starf sitt varla hálfnað og stöð- ugt er verið að finna upp ný ráð til að fá þjóðina til að skilja vandamálin, sem offjölgun hef- ur í för með sér. Mikil áform. Árið 1971 er annað árið af þriðju fimmáraáætluninni, sem Egyptar hafa gert. Skv. þess- ari áætlun á að auka iðnaðai; framleiðslu um 5% á árinu. í áætluninni er einnig gert ráð fyrir byggingu olíuefnaverk- smiðju, með 120 þúsund lesta ársframleiðslugetu, 100 þúsund lesta álveri, mikilli aukningu í járniðnaði, stáliðnaði, öðrum málmiðnaði og rafmagnsiðnaði. Þegar er byrjað að vinna að stórbrotnu áveitukerfi. sem gera á 100 þúsund (hektara svæði ræktanlegt allt árið, en árið 1976 er gert ráð fyrir að 1.250.000 milljónir hektara verði ræktanlegir allt árið sem er um helmingsaukning frá í ár. Þetta mun auka landbúm aðarframleiðslu um 30%. í árslok 1972 á að vera lokið framkvæmdum við lagninu hinnar 207 km löngu Súez- Alexandríuolíuleiðslu, en sú leiðsla mun tengja Rauðahafið við Miðjarðarhaf. Leiðsla þessi á að afkasta um 50 milljónum lesta árlega. Leiðslan á að koma í staðinn fyrir Súezskurð og mun spara olíuinnflytjend- um tíma og fé, sem hin langa sigling fyrir Góðravonarhöfða kostar nú. Áföli herða þjóðina. Lát Nassers forseta, hefur ekki síður en stríðið 1967 orðið til að stappa stáli í egypzku þjóðina, eftir að hún jafnaði sjg eftir áfallið og sorgina. Ýmsir verða til þess í dag að viðurkenna að þjóðin hafi treyst of mikið á Nasser, og ætlazt til að hann axlaði allar byrðarnar, ekki eingöngu fyr- ir Egypta heldur allar hinar Ai-abaþjóðirnar. Við dauða

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.