Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 55
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971
GREJNAR OG VIÐTÖL
53
Sölumenska
Sölumannadeild V.R.
Núverandi stjórn Sölumannadeildar V.R talið frá vinstri:
Björn Bjarnason, Klemenz Hermannsson, Haraldur Sch. Haralds-
son, Gunnlaugur B. Daníelsson, form., EIís Adolphsson, Guðmar
Marelsson og Orn Johnson.
Sölumannadeild VR var stofnuð fyrir 5 árum. Hugmyndin var
þó ekki ný, því að áður hafði verið stofnuð deild fyrir um 15 árum,
en hún lognaðist út af eftir fyrstu árshátíðina. Fyrir 5 árum
komu svo nokkrir sölumenn saman. að tilstuðlan Elísar Adolphs-
sonar og Klemenzar Guðmundssonar og var þá formlega stofnuð
Sölumannadeild VR, með um 40 stofnfélögum. Sterkur grund-
völlur var þá fyrir stofnun deildarinnar, því að sölumenn höfðu
léleg laun og atvinnrekandinn viðurkenndi sjaldnast mikilvægi
þeirra og menntun þeirra í sölustarfi var nær engin. Fyrsti for-
maður deildarinnar var Elís Adolphsson og gengdi hann for-
mennsku í tvö ár. Birgir Rafn Jónsson var næsti formaður og á
eftir honum Gunnlaugur B. Daníelsson núverandi formaður.
Fyrstu árin fóru í að treysta grundvöll deildarinnar með fundar-
höldum og innbyrðis kynningu meðal félaganna. Fyrir IV2 ári
fór svo deildin að hafa afskipti af launamálum og þá um leið að
sinna brýnustu verkefnunum, sem voru menntunarmál sölu-
manna. Hefur deildin nú á einu ári gengist fyrir þremur nám-
skeiðuiín fyrir sölumenn, þar sem fjallað hefur verið um sölu-
mennsku og sölutækni á breiðum grundvelli. Það er markmið
deildarinnar að tryggja betri laun og viðurkenningu með auk-
inni menntun félaga deildarinnar.
Hádegisverðarfundur með Aroni Guðbrandssyni forstjóra.
„Hér hefur
orðið mikil
breyfing á”
— segis' Gunlaugur B.
Daníelsson form,
Sölumannadeildar V.R.
FV: Hvernig hefur árangur-
inn af starfi deildarinnar ver-
ið?
GBD: Það hefur verið fram-
ar öllum vonum, hvað tekizt
hefur að gera, sem byggzt hef-
ur mest á því, að ungu menn-
irnir, sem skipa deildina, eru
félagslega hugsandi og sam-
huga í því að gera deildina að
afli, sem vinnur í þeirra þágu.
Áhugi fyrir deildinni hefur
einnig verið mikill, sem sézt
á því að frá stofnun hefur fél-
agatalan fjórfaldazt og eru
skráðir félagar nú 163, auk
þess sem nú eru að bætast við
um 60 starfsmenn ferðaskrif-
stofa og söludeilda flugfélag-
anna. þannig að félagatalan er
að komast á þriðja hundraðið.
FV: Hver eru framtíðarverk-
efni deildarinnar?
GBD: Þau eru að vinna af
alefli að því að koma udd vel-
menntaðri stétt sölumanna til
að starfa innanlands og utan.
Sölumenn hafa löngum þótt æði
sundurleitur hónur. en á því
hefur orðið mikil breyting og
viðhorf þeirra er allt annað.
Þeir taka starf sitt föstum tök-
um og halda s'fellt áfram að
mennta sig. Sölumannsstarfið
er ekki lengur eitthvað til að
hlauDa í og úr.
Að fá viðurkennda sérstöðu
sölufólks innan fyrirtækjanna
og bá um leið sérsamninga. Hér
hefur að vísu orðið mikilvæg
breyting á og atvinnuveitendur
gera sér nú betur grein fyrir,
hve mikið byggist á sölumönn-
um og sölumennska er þar af
leiðandi orðin snarari þáttur í
rekstri fyrirtækja. Launakjör
okkar hafa verið laus í reipun-
um, því að allt fram að síðustu
samningum var engin vissa fyr-
ir í hvaða flokka ætti að setja
okkur. Það var fyrst þá, að
okkur var raðað í flokka, allt
upp í hæstu flokka. Samning-
ar, sem nú eru í undirbúningi
eru sérsamningar, því að við