Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 10

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 10
Islancfl Greiðslufrestur verður takmarkaður IMýjar reglur 1. apríl Viðskiptaráðuneytið, Seðla- banki íslands og gjaldeyris- bankarnir eru þessa dagana að ganga frá nýjum reglum, sem miða að því að takmarka notk- un greiðslufrests. Um ýmsar vörutegundir hafa gilt þær reglur, að innflytj- andi gæti samið um 90 daga greiðslufrest við erlenda við- skiptaaðila, og í sumum tilvik- um upp í eitt ár samkvæmt sérstökum leyfum íslenzkra yf- irvalda. Nú er fyrirhugað að takmarka þessar heimildir enn meir, og með því móti reyna að hamla gegn notkun gjald- eyris. Engar breytingar munu þó vera fyrirhugaðar á innflutn- ingsfrílistanum. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Frjálsri Verzlun hef- ur tekizt að afla sér, munu hin- ar nýju reglur ganga í gildi 1. apríl næstkomandi, og fela þær það í sér, að greiðslufrestur verður ekki heimilaður á ýms- um tilbúnum vörum, eins og byggingavörum, búsáhöldum, pappírsvörum og skófatnaði. Framvegis verður greiðslu- frestur almennt heimilaður vegna kaupa á hráefni og rekstrarvörum. Góður árangur af póstverðlista Islenzks markaðar Rekstur fyrirtækisins ís- lenzks markaðar á Keflavík- urflugvelli hefur gengið vel að undanförnu, og í ljós hefur komið, að í verzluninni syðra hefur skapazt kynningarvett- vangur fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur, sem leitt hefur til umtalsverðra viðskipta, að sögn Einars Elíassonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins. Á síðastliðnu ári gaf íslenzk- ur markaður út póstverðlista, sem dreift var meðal farþega, er leið áttu um Keflavíkurflug- völl, og var hann prentaður í 100.000 eintökum. Komið hef- ur í ljós, að þessi fyrsta til- raun, sem gerð er af hálfu ís- lenzkra aðila með póstverðlista, hefur náð tilætluðum árangri, og er mikil hreyfing á við- skiptum, sem rekja má til hans. Á þessu ári er fyrirhugað að gefa verðlistann út að nýju, og verður þá haft samráð við Loft- leiðir um að dreifa honum á endastöðvum félagsins í New York og Luxembourg. Með þessum verðlista hefur Mikilvœgur kynningarvett- vangur fyrir íslenzkar iðnaðar- vörur. tekizt að opna viðskipti við fyrirtæki erlendis, sem gera stærri innkaup en venjulegir flugfarþegar, og hefur af þessu hlotizt mikilsverður stuðningur við íslenzkar iðngreinar, eins og t. d. fataiðnaðinn. Þá hefur íslenzkur markað- ur gert tilraun með kynningu á íslenzkum matvælum, og þykir árangur, sem náðst hef- ur í sölu þeirra mun betri en gert var ráð fyrir upphaflega. Að sögn Einars Elíassonar hefur fyrirtækið nú í hyggju að taka í notkun betri umbúð- ir um matvæli, svo að við- skiptavinirnir geti örugglega treyst á, að varan komizt ó- skemmd á ákvörðunarstað, hvort sem hann er í S-Ameríku eða Asíu. Eigendur íslenzks markaðar, sem eru ýmis íslenzk iðnfyrir- tæki, hafa líka á prjónunum að koma upp umfangsmiklum markaðskynningum fyrir ís- lenzkar vörur í framtíðinni. Áætluð velta íslenzks mark- aðar á yfirstandandi fjárhags- ári er 96 milljónir króna. 6 FV 1 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.