Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.01.1972, Qupperneq 14
Ferðamál Rannsókn á ísl. ferðamálum senn hafin Vonir standa til, að rannsókn sú á ferðamálum á íslandi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að fjármagna, geti hafizt í júní næstkomandi. Hérlendis var staddur um 15 daga skeið í janúar sérfræðingur á vegum samgöngumálanefndar Samein- uðu þjóðanna til að vinna að álitsgerð um málið. Þessi sérfræðingur, Jacques Seletti að nafni, er franskur viðskiptafræðingur og hefur starfað um 15 ára skeið hjá ráðgjafarfyrirtæki á sviði ferða- mála. Hann hefur unnið fyrir Sam- einuðu þjóðirnar í eitt ár og ferðazt víða um heim í því Ríkisútvarpið skyni að kanna möguleika til aukinnar ferðamennsku. Á næstunni verður undirbúið útboð fyrir þessa könnun af hálfu S.Þ. og allmörgum ráð- gjafarfyrirtækjum erlendum gefinn kostur á að annast hana. Síðan verða tilboð frá þremur fyrirtækjanna lögð fyrir íslenzk yfirvöld til að velja úr. Er gert ráð fyrir að eftir tvo mánuði verði endanlega ákveðið hvaða tilboði verði tekið. Athugun þessi, sem S.Þ. hafa heitið a.m.k. 12 milljónum króna til, mun einkum beinast að fjórum atriðiim i þróun ferðamennsku á íslandi þ.e.a.s. skíðaferðum, heilsurækt með tilliti til jarðvarma, ráðstefnu- haldi og lax- og silungsveiði. í lokaskýrslum eiga að koma fram niðurstöður um mat á aðstæðum hérlendis fyrir ferða- mennsku, markaðsrannsókn fyr- ir íslenzk ferðamál, þróunar- áætlun og áætlanir um fjár- mögnun. Er þá reiknað með þeim möguleika, að Alþjóða- bankinn leggi fram fjármagn til nauðsynlegra framkvæmda. Jacques Selet-ti. sérfræðingur- inn frá S.Þ. telur ísland hafa mjög mikil tækifæri til að verða eftirsótt ferðamannaland, en hér skorti allar áætlanir um hvert stefna skuli. Græddi 1,7 rnillj. á verkfallinu Hagnaður sjónvarps 4—6 millj. 1972 Auknar tekjur Ríkisútvarps- ins í auglýsingagjöldum, sem rekja má beint til prentara- verkfallsins í desember, námu 1,7 milljónum króna að því er Gunnar Vagnsson, fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar útvarpsins, tjáði FV. Heildartekjur hljóðvarps af auglýsingum á árinu 1971 námu 10,3 milljónum, en voru 6,3 milljónir árið áður. Þess er að gæta í samanburði milli ára, að 15—17% hækkun varð á hinum mismunandi auglýsinga- töxtum í febrúar 1971 og magn- aukning á árinu varð um 20%. Tekjurnar hefðu því að hvoru tveggja meðtöldu átt að verða 8,6 milljónir við eðlilegar að- stæður, en 1,7 milljón til viðbót- ar má beinlínis rekja til stöðv- unar blaðaútgáfu í prentara- verkfallinu. Auglýsingatekjur af sjón- varpi námu 6,2 milljónum í desember en þar gætir áhrifa prentaraverkfallsins mjög ó- verulega, því að sjónvarpsaug- lýsingar eru undirbúnar með löngum fyrirvara og auglýsinga- tímar sjónvarpsins voru bókað- ir alllöngu fyrirfram. Það kom fram í viðtali við Gunnar Vagnsson, að álitlegur hagnaður varð af rekstri sjón- varpsins á nýliðnu ári, eða 4-6 RUGLvsmGnsimi SJÚnURRPS milljónir. Sama vexður ekki sagt um hljóðvarpið, því að það hafði ekki fyllilega fyrir öllum afskriftum. Ef litið er á Rikis- útvarpið í heild, hefur stoín- unin verið rekin hallalaust á árinu 1971. í fjárhagsáætlun Ríkisút- varpsins fyrir þetta ár hafa for- stöðumenn þess gert ráð fyrir hækkun afnotagjalda, sem yfir- völd hafa nú til athugunar. Er þá reiknað með, að afnotagjald sjónvarps verði 3600 krónur yf- ir árið í stað 2800 króna nú, en afnotagjald útvarps 1650 krón- ur í stað 1180 króna nú. Miðað er við óbreytt auglýsingagjöld, en vera má, að auglýsingagjöld hljóðvarps hækki um 15—20% á móti minni hækkun afnota- gjalds, eða úr 1180 krónum í 1500. Þessar hækkanir á gjald- skrám Ríkisútvarpsins má rekja til launahækkana vegna samn- inga við opinbera starfsmenn og niðurfeiiingar afnotagjalds af útvarpi í bílum. Verða þau á þessu ári % af venjulegu af- notagjaldi, y3 á næsta ári og síðan falla þau niður. Árið 1972 mun rýrnun þessa tekjustofns leiða til dreifingar 4—6 millj- ona á aðra tekjustofna Ríkisút- varpsins. 10 FV 1 1972
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.