Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.01.1972, Qupperneq 15
Ltflutningur Stjórnmál Konur latari að kjósa en Þrátt fyrir tilraunir stjórn- málaflokkanna til að höfða í ríkara mæli til kvenfólks í röð- um kjósenda meðal annars með því að bjóða fram konur til setu í sveitastjórnum og á Alþingi, sýnir reynslan frá alþingiskosn- ingunum í sumar, að kosninga- þátttaka kvenna var þá hlut- fallslega minni en 1967 og 1963. Af kvenkjósendum greiddu 88,6% atkvæði í alþingiskosn- ingunum í sumar, 89,8% 1967 og 89,2% 1963. Af karlkjósend- um greiddu 92,2% atkvæði í síðustu þingkosningum. Kosningaþátttaka var mest í Suðurlandskjördæmi og Vestur- landskjördæmi, 92,1%, en minnst í Reykjavík, 89,6%. Þátttaka karla var mest í Suð- urlandskjördæmi, 94,0% en kvenna í Vesturlandskjördæmi, 90,2%. Kosningaþátttaka karla var minnst í Reykjavík, 91,2% en kvenna í Norðurlandskjör- dæmi vestra, 87,3%. Þátttaka kvenna var í öllum kjördæm- um minni en þátttaka karla, þar sem hún var minnst. Af sveitarfélögum voru 57,7 % með þátttöku meiri en 90% og í einu þeirra, Selvogshreppi í Árnessýslu var kosningaþátt- takan 100%. Minnst var kosn- ingaþátttaka hins vegar í Múla- hreppi í A-Barðastrandarsýslu, 73,1%. Enginn var á kjörskrá í Flateyjarhreppi í S-Þingeyjar- karlar sýslu. þar eð íbúar voru fluttir burt og í Loðmundarfjarðar- hreppi var aðeins einn á kjör- skrá og greiddi hann atkvæði í Borgarfjarðarhreppi. Af öllum kjósendum á land- inu 1971 kom að meðaltali 1971 kjósandi á hvern þingmanna en 1785 við kosningarnar 1967. Tala kjósenda á hvern kjör- dæmiskosinn þingmann er hæst í Reykjavík, 4181, og 4020 í Reykjaneskjördæmi, en lægst í Vestfjarðarkjördæmi, 1117. Þegar litið er á þingmanna- tölu flokkanna og atkvæða- magn á hvern þingmanna kem- ur í ljós, að flest atkvæði eru á hvern þingmann Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, eða 1879, en fæst á hvern þing- mann Framsóknarflokksins, 1567,6/17. Athyglisvert er, að í síðustu kosningum hefur þeim þingmönnum farið fækkandi, sem búsetu hafa utan þess kjör- dæmis, er þeir buðu sig fram í. Af 60 þingmönnum eiga nú 9 heima utan héraðs. Eftir kosningarnar 1967 áttu 11 þing- menn heima utan héraðs en 15 þingmenn eftir kosningarnar 1963. Hinir nýkjörnu alþingismenn skiptast þannig í aldursflokka, að 8 eru á aldrinum 30-39 ára, 21 40-49 ára, 17 50-59 ára og 14 60-69 ára. Enginn er sjötugur eða eldri. íslenzk kápa kynnt fyrir 3,5 millj. Bandaríkja- mönnum Fyrir skömmu gerði fyrirtæk- ið Icelandic Imports í New York, sem er sölufyrirtæki Ála- foss h.f. og fleiri íslenzkra út- flutningsfyrirtækja, samning við American Express um sölu á um það bil 40 þúsund íslenzk- um prjónakápum. American Express rekur sem kunnugt er umfangsmikla ferðaskrifstofu en annast auk þess peningaviðskipti og eru nú um 3,5 millj. handhafar hinna svonefndu „credit-cards“ frá American Express. Árlega sendir American Ex- press út vörulista til þessara viðskiptamanna sinna í sam- bandi við pöntunarkerfi, sem fyrirtækið rekur. í þessu kynn- ingarriti kennir ýmissa grasa en á næsta hausti verður í fyrsta skipti gerð tilraun með sölu á fatnaði, þegar íslenzka prjónakápan verður kynnt í vörulistanum. Gert er ráð fyrir, að kápan kosti 80—90 dali í smásölu vestan hafs. Samkomulagið við American Express er aðeins í tilrauna- skyni og ekki vitað, hvort fram- hald verður á sölu íslenzks fatnaðar á vegum þess fyrirtæk- is. En til þess að framleiða upp í þennan samning verða átta prjónastofur víða um land í fullum gangi við að orjóna káp- una, sem send verður utan í þremur stærðum. Kápan er end- urbætt útgáfa af kápu, sem prjónastofan Dyngja á Egils- stöðum hefur framleitt. Samningurinn við American Express hefur þegar valdið nokkurri óvissu um framleiðslu á íslenzkum prjónavörum fyrir annan markað erlendis. FV 1 1972 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.