Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 23
Bandaríkin
Hver fær að glíma við Nixon?
Hörð barátta Humphreys og IVIuskies framundan?
Þegar sérfræðingar demó-
krataflokksins bandaríska eru
spurðir um horfur á, að fram-
bjóðanda þeirra takist að sigra
Nixon forseta í kosningunum í
nóvember, má ráða það af
svipnum að þeir eru síður en
svo bjartsýnir. Ástæðurnar eru
augljósar. í kosningunum 1968
sigraði Nixon með 43,16% at-
kvæða, en frambjóðandi demó-
krata, Hubert Humphrey, hlaut
42,73% atkvæða.
Um miðjan nóvember síðast-
liðinn leiddi skoðanakönnun
Harris-stofnunarinnar i ljós, að
Nixon naut stuðnings 43%
þeirra, sem spurðir voru, en Ed-
mund Muskie, öldungadeildar-
þingmaður frá Maine hafði 39
% fylgi. í skoðanakönnun eftir
áramót reyndust þeir þó mjög
jafnir að fylgi. Þegar staða for-
setans gagnvart tveimur öðrum
hugsanlegum frambjóðendum
demókrata, þeim Edward Kenn-
edy og Hubert Humphrey, var
könnuð, reyndist hún vera mun
betri eða 45% á móti 37% eða
36%.
Nokkurn veginn sömu álykt-
un má draga af könnun á vin-
sældum Nixons sem forseta.
Þær eru furðu stöðugar að mati
Gallup-stofnunarinnar, en þó
ekki mjög verulegar.
Gallup-kannanir í október og
desember sýndu nákvæmlega
sömu útkomu, 49% voru fylgj-
andi Nixon, 37% á móti og 14
% óráðnir.
FORSETINN
í SVIÐSLJÓSINU
Forsetinn hefur líka betri
vígstöðu en mótframbjóðandi
að mörgu leyti. Samkvæmt
reynslu í Bandaríkjunum er
forsetinn yfirleitt endurkjörinn
til síðara kjörtímabils síns Hann
er áberandi í fréttum og hann
getur „stolið“ og framkvæmt
ýmis af „góðu málum“ andstæð-
inga sinna. Kosningabaráttan
kostar aðeins lítinn hluta af
því fé. sem til boða stendur.
Flokksmenn í repúblikana-
flokknum eru ekki í neinum
vafa um, hver frambjóðandi
þeirra verður, en demókratar
Muskie á möguleikct. Hctnn
virðist sem stendur líklegasta
frambjóðandaefni demókrata í
haust.
Stuðningsfólk Muskies er á öll-
um aldri.
munu ekki velja sinn fram-
bjóðanda fyrr en í júlí.
Nixon forseti kom fram fyrir
allri bandarísku þjóðinni í
klukkutíma viðtalsþætti fyrir
skömmu á sama tíma sem Mus-
kie varð að kaupa upp 10 mín-
útur í sjónvarpi til að tilkynna,
að hann myndi sækjast eftir
útnefningu demókrata.
Edmund Muskie hefur verið
að búa sig undir baráttuna í
ár allar götur frá því 1969. Með
yfirlýsingu hans á dögunum var
lokaþátturinn í undirbúningi
fyrir flokksþing demókrata í
Miami hafinn. Muskie hefur
ekki enn viljað gefa neitt til
kynna um, hvernig hann tæki
á helztu vandamálum sem for-
seti og er talið, að það sé með
ráðum gert. Muskie er sem
stendur sterkasta frambjóð-
endaefnið í sundruðum flokki
og hans hlutverk sem stendur
er ekki að sigra í rökræðum
heldur finna hinn gullna með-
alveg innan flokksheildarinnar.
Annað frambjóðandaefni bíð-
ur í hliðarsöluunm, ef Muskie
skyldi ekki takast að sameina
flokkinn. Það er Hubert Hum-
phrey, öldungadeildarþingmað-
ur. sem var forsetaefni demó-
krata 1968. Hann beindi athygli
bandarísku þjóðarinnar að
Muskie þá með því að útnefna
hann varaforsetaefni sitt. Hum-
phrey hefur nú ákveðið að gefa
kost á sér enn á ný.
HÖRÐ BARÁTTA
FRAMUNDAN?
Barátta þeirra Muskies og
Humphreys kann að verða hat-
römm að mati stjórnmálafrétta-
ritara, því að þeir munu leita
stuðnings og fjármagns í sömu
hópa.
Stuðningsmenn þeirra beggja
eru í stórborgunum, verkalýðs-
félögum og meðal starfandi
flokksmanna í samtökum demó-
krata í hinum ýmsu ríkjum og
borgum.
Sundrungunni, sem ríkti í
röðum demókrata 1968, lyktaði
með því að flokkurinn samein-
aðist um þá Humphrey og
FV 1 1972
19