Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 33
Á hinum Norðurlöndunum, þar sem ég þekki bezt til, t. d. í Svíþjóð, hafa verið blaðaskrif um verð á bílaviðgerðum. Kartell-nefndin, sem er nokk- urs konar eftirlitsnefnd með verðlagi af hendi hins opin- bera, hefur safnað gögnum og rannsakað þau (ekki pólitískt), og komizt að þeirri niðurstöðu, að verkstæðin þurfi þetta verð til að geta þróazt og byggzt upp. Verð á bílaviðgerðum þar eru um þreföld laun sveinsins, eða um 700 kr. ísl., en hér ekki tvöföld, en þá á ég við, að það, sem er fram yfir laun sveins- ins og viðskiptavinurinn greið- ir, er alls konar kostnaður, sem okkur er lagður á herðar, hvort sem það heitir atvinnu- leysistryggingargjöld, launa- skattur, helgidagar, orlof, hús- næði, ljós, hiti, yfirstjórn o. fl. Allt þetta kostar peninga, sem við vitum betur, að mínu áliti, heldur en einhverjir menn úti í bæ. Getur það verið réttlát verð- lagning t. d. á saumavélum, að sem dæmi má nefna að Hus- quarna class 2000 kostar í Sví- þjóð, Danmörku og Noregi um s. kr. 1650, en á íslandi, með tollum, flutningsgjaldi og sölu- skatti um s. kr. 1100? Það borg- ar sig fyrir Skandinava að fljúga til íslands, taka með sér heim tvær Husqvarna sauma- vélar. Hann fær ferðina greidda á mismuninum á verðinu. Sárast finnst mér, að þjón- usta úti á landi fer minnkandi á vissum vörum, t. d. heimilis- tækjum, sjónvarpstækjum o. fl., þar sem álagningin er það lág fyrir hvorn aðilann, inn- flytjandann og smásalann, að það er á takmörkunum, að það borgi sig að koma nálægt slíkri verzlun, þar sem álagningin, sem leyfð er, er aðeins fyrir annan aðilann, en ætlast er til, að þeir skipti henni á milli sín. Þetta er öfug þróun, sem á eftir að hefna sín. Fleiri merki koma á markaðinn, þjón- ustan verður lélegri, menn vilja reyna að flytja inn beint sjálfir, til þess að fá fulla álagningu, ef þeir þá hafa fjár- magn til þess, en eins og ég segi, úti á landsbyggðinni hlýt- ur þetta að verða vandræða ástand innan tíðar. Mér er sagt, að sum fyrirtæki, sem eru með þekkt merki, komi ekki nálægt því að selja vörur til smásala úti á landi, því að þeir telji sig ekki geta gefið þann afslátt, sem þarf, til að smá- salinn fái eitthvað fyrir sinn snúð. — Við getum ekki lokið þessu viðtali, Gunnar, án þess að minnast á þátt þinn í ýmsu félags- og tómstundastarfi. Þar hefur þú komið víða við? — Jú. Stundum hefur sólar- hringurinn reynzt of stuttur. Ég hef verið í stjórn Verzlun- arráðs íslands meira og minna síðan 1946, og er víst elzti stjórnarmeðlimur þar að starfs- aldri til. Ég hef starfað mikið í Lionsklúbbnum Ægi síðustu 15 ár, verið í Oddfellow-hreyf- ingunni í 29 ár. Ég var í stjórn Verzlunarskóla íslands í fjölda ára og síðustu 5 árin var ég formaður þar, en þessu starfi hætti ég fyrir rúmu ári. Sumarbústað á ég austur við Þingvallavatn og þar höfum við hjónin plantað um 10 þús- und trjáplöntum. Nú hafa þrjú af börnunum fengið land í ná- grenni okkar og eru annað hvort að byggja eða í hugleið- ingum. Þeirra hugur iiggur til Þingvalla, eins og allra annarra fjölskyldumeðiima. Ég hef ver- ið mikið fyrir tómstundaiðk- anir, bæði úti og inni, vil gjarnan fara á vélsleðanum mínum, skautum eða á skíði, eða ef ég hef tíma að fikta við kvikmyndirnar mínar, sem hefur verið mér mikið áhuga- mál um áratuga skeið. Ég á allmikið safn mynda á 16 mm filmum í lit, sem margar hverj- ar eru sögulegar heimildir frá fyrri tímum, ennfremur hef ég alla tíð haft verkstæði, og á fyrri árum notaði ég það mik- ið, en það má segja, að börn- in öll sex séu meira og minna alin upp á verkstæði, auk ýmiss annars tómstundagam- ans, sem þau hafa eflaust lært af mér. Börnin hafa öll áhuga á hljómlist eins og við hjónin, og spilar öll fjölskyldan á eitthvert hljóðfæri. Áð setjast niður með gítarinn, hvort sem ég er einn eða í vinahópi, finnst mér allt- af dásamlegt, og raula ég þá oft einhverjar vísur með, sem ég hef lært um dagana. í öllum áhugamálum mínum hefur fjölskyldan öll verið virkur þátttakandi og sérstak- lega konan mín, en hún hefur fylgzt með og fylgist með því, sem daglega er að gerast í fyr- irtækinu, og er inni í miklu af því, sem þar fer fram. í utan- landsferðum mínum, jafnt við- skiptaferðum, sem og öðrum, hefur hún verið með mér, og hefur það verið mér ómetan- legt, því að fátt get ég hugsað mér leiðinlegra en að þvæl- ast kannske einn á bar á kvöldin. Meiri ánægja er að hafa konuna með, fara á tónleika, í leikhús eða eitt- hvað annað, og þó ekki sé nema að ræða við hana, þegar ég kem heim eftir viðtöl í fyrir- tækjunum, og rabba um það, sem á daginn hefur drifið. Éins og ég segi, fjölskyldan öll tek- ur þátt í lífi mínu og er það mjög mikið atriði. FV 1 1972 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.