Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 33
Á hinum Norðurlöndunum, þar
sem ég þekki bezt til, t. d. í
Svíþjóð, hafa verið blaðaskrif
um verð á bílaviðgerðum.
Kartell-nefndin, sem er nokk-
urs konar eftirlitsnefnd með
verðlagi af hendi hins opin-
bera, hefur safnað gögnum og
rannsakað þau (ekki pólitískt),
og komizt að þeirri niðurstöðu,
að verkstæðin þurfi þetta verð
til að geta þróazt og byggzt
upp. Verð á bílaviðgerðum þar
eru um þreföld laun sveinsins,
eða um 700 kr. ísl., en hér ekki
tvöföld, en þá á ég við, að það,
sem er fram yfir laun sveins-
ins og viðskiptavinurinn greið-
ir, er alls konar kostnaður,
sem okkur er lagður á herðar,
hvort sem það heitir atvinnu-
leysistryggingargjöld, launa-
skattur, helgidagar, orlof, hús-
næði, ljós, hiti, yfirstjórn o. fl.
Allt þetta kostar peninga, sem
við vitum betur, að mínu áliti,
heldur en einhverjir menn úti
í bæ.
Getur það verið réttlát verð-
lagning t. d. á saumavélum,
að sem dæmi má nefna að Hus-
quarna class 2000 kostar í Sví-
þjóð, Danmörku og Noregi um
s. kr. 1650, en á íslandi, með
tollum, flutningsgjaldi og sölu-
skatti um s. kr. 1100? Það borg-
ar sig fyrir Skandinava að
fljúga til íslands, taka með sér
heim tvær Husqvarna sauma-
vélar. Hann fær ferðina greidda
á mismuninum á verðinu.
Sárast finnst mér, að þjón-
usta úti á landi fer minnkandi
á vissum vörum, t. d. heimilis-
tækjum, sjónvarpstækjum o.
fl., þar sem álagningin er það
lág fyrir hvorn aðilann, inn-
flytjandann og smásalann, að
það er á takmörkunum, að það
borgi sig að koma nálægt slíkri
verzlun, þar sem álagningin,
sem leyfð er, er aðeins fyrir
annan aðilann, en ætlast er til,
að þeir skipti henni á milli
sín. Þetta er öfug þróun, sem
á eftir að hefna sín. Fleiri
merki koma á markaðinn, þjón-
ustan verður lélegri, menn
vilja reyna að flytja inn beint
sjálfir, til þess að fá fulla
álagningu, ef þeir þá hafa fjár-
magn til þess, en eins og ég
segi, úti á landsbyggðinni hlýt-
ur þetta að verða vandræða
ástand innan tíðar. Mér er
sagt, að sum fyrirtæki, sem eru
með þekkt merki, komi ekki
nálægt því að selja vörur til
smásala úti á landi, því að þeir
telji sig ekki geta gefið þann
afslátt, sem þarf, til að smá-
salinn fái eitthvað fyrir sinn
snúð.
— Við getum ekki lokið
þessu viðtali, Gunnar, án þess
að minnast á þátt þinn í ýmsu
félags- og tómstundastarfi. Þar
hefur þú komið víða við?
— Jú. Stundum hefur sólar-
hringurinn reynzt of stuttur.
Ég hef verið í stjórn Verzlun-
arráðs íslands meira og minna
síðan 1946, og er víst elzti
stjórnarmeðlimur þar að starfs-
aldri til. Ég hef starfað mikið
í Lionsklúbbnum Ægi síðustu
15 ár, verið í Oddfellow-hreyf-
ingunni í 29 ár. Ég var í stjórn
Verzlunarskóla íslands í fjölda
ára og síðustu 5 árin var ég
formaður þar, en þessu starfi
hætti ég fyrir rúmu ári.
Sumarbústað á ég austur við
Þingvallavatn og þar höfum
við hjónin plantað um 10 þús-
und trjáplöntum. Nú hafa þrjú
af börnunum fengið land í ná-
grenni okkar og eru annað
hvort að byggja eða í hugleið-
ingum. Þeirra hugur iiggur til
Þingvalla, eins og allra annarra
fjölskyldumeðiima. Ég hef ver-
ið mikið fyrir tómstundaiðk-
anir, bæði úti og inni, vil
gjarnan fara á vélsleðanum
mínum, skautum eða á skíði,
eða ef ég hef tíma að fikta við
kvikmyndirnar mínar, sem
hefur verið mér mikið áhuga-
mál um áratuga skeið. Ég á
allmikið safn mynda á 16 mm
filmum í lit, sem margar hverj-
ar eru sögulegar heimildir frá
fyrri tímum, ennfremur hef ég
alla tíð haft verkstæði, og á
fyrri árum notaði ég það mik-
ið, en það má segja, að börn-
in öll sex séu meira og minna
alin upp á verkstæði, auk
ýmiss annars tómstundagam-
ans, sem þau hafa eflaust
lært af mér. Börnin hafa
öll áhuga á hljómlist eins
og við hjónin, og spilar
öll fjölskyldan á eitthvert
hljóðfæri. Áð setjast niður með
gítarinn, hvort sem ég er einn
eða í vinahópi, finnst mér allt-
af dásamlegt, og raula ég þá
oft einhverjar vísur með, sem
ég hef lært um dagana.
í öllum áhugamálum mínum
hefur fjölskyldan öll verið
virkur þátttakandi og sérstak-
lega konan mín, en hún hefur
fylgzt með og fylgist með því,
sem daglega er að gerast í fyr-
irtækinu, og er inni í miklu af
því, sem þar fer fram. í utan-
landsferðum mínum, jafnt við-
skiptaferðum, sem og öðrum,
hefur hún verið með mér, og
hefur það verið mér ómetan-
legt, því að fátt get ég hugsað
mér leiðinlegra en að þvæl-
ast kannske einn á bar á
kvöldin. Meiri ánægja er
að hafa konuna með, fara
á tónleika, í leikhús eða eitt-
hvað annað, og þó ekki sé nema
að ræða við hana, þegar ég
kem heim eftir viðtöl í fyrir-
tækjunum, og rabba um það,
sem á daginn hefur drifið. Éins
og ég segi, fjölskyldan öll tek-
ur þátt í lífi mínu og er það
mjög mikið atriði.
FV 1 1972
29