Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 35

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 35
Loftleiðir: 120 milljónir til kynningar- starfs 1971 FRJÁLS VERZLUN fór þess á leit við Sigurð Magnússon, blaðafulltrúa Loftleiða, að hann gerði lesendum blaðsins grein fyrir meginþáttum í umfangsmikilli kynningar- starfsemi félagsins. Fer grein hans hér á eftir. Um nauðsyn kynningarstarf- semi er óþarfi að fjölyrða við lesendur þessa rits, og þeim er einnig Ijóst, að hún er alltaf tvíþætt. Annars vegar er um að ræða ákveðna fleti, sem keyptir eru til auglýsinga í tímaritum og dagblöðum, aug- lýsingakvikmyndir, veggmynd- ir, sýningarými, í stuttu máli allt það, sem við nefnum bein- ar auglýsingar. í öðru lagi er útgáfa upplýsingarita, frétta- miðlun, fræðslumyndir og ann- að það, sem nefna má fræðslu- eða kynningarstarfsemi. Stundum er unnt að draga ■ öruggar markalínur milli þess- ara tveggja þátta, en oft eru þær óljósar. Fræðslukvikmynd um ísland, þar sem brugðið er upp myndum frá Loftleiða- hótelinu, ferð með viðdvalar- farþega eða framreiðslu í far- þegasal, er ekki auglýsinga- kvikmynd, ef einungis er á fá- um sekúndum vakin á því at- hygli í 28 mínútna kvikmynd, að farþegar geti komizt loft- leiðis til íslands og átt þar við- dvöl við sæmilegan aðbúnað, unz haldið verði til næsta áfangastaðar. En ef meginefni kvikmyndar er það eitt að vekja athygli á einhverri einni tegund þjónustu eða einni vörutegund, þá er hún vitan- lega eingöngu auglýsingakvik- mynd. MIKIÐ RANNSÓKNAREFNI Bæklingur, sem hefur að geyma almennan fróðleik um ísland, er kynningarrit, enda þótt lítil auglýsing leynist þar frá Loftleiðum á hálfri bak- síðu. Aftur á móti verða mörk- in óljósari, þegar allar upplýs- ingar ritsins stefna til þess eins að fá fólk til þess að ferð- ast með einhverju einu félagi til eins áfangastaðar, t. d. ef reynt er að freista fólks með myndskreyttum bæklingum til þess að fljúga með Loftleiðum til íslands í því skyni að geta þar átt þess kost að sækja skíðanámskeið í Kerlingarfjöll- um. Enn örðugra verður að draga markalínur í öðrum tilvikum. Hvar á t. d. að staðsetja á kynningarsviðinu einhvern af þeim mörgu sölumönnum Loft- leiða, austan hafs og vestan, sem verja öllum sínum starfs- tíma til þess að flakka milli ferðaskrifstofa með áætlanir og önnur kynningarrit, eða eru önnum kafnir við að spjalla við starfsfólk ferðaskrifstofa í síma eða koma í póst til þess bæklingum og upplýsingarit- um? Og hver er svo sölumað- ur? Eru það ekki í raun réttri allir, sem á einn eða annan Það þarf geysilegt átak í sölu- og kynningarstarfsemi til að tryggja nœgilega sœtanýtingu í Douglas DC 8, stœrstu flugvél íslenzka flugflotans. FV 1 1972 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.