Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 59

Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 59
Sigurður Dagbjartsson: Bókaútgáfa. Sigurbjörg Guðjónsdóttir: Ritarastörf. Bergný Guðmundsdóttir: Afgreiðsla. rúmsloftið í húsakynnum þess á Laugavegi 178 einkennist af áhuga, atorku og ábyrgð, sem hver einstaklingur býr yfir í ríkum mæli. Sjálfstætt starf hvers og eins er raunar horn- steinn tímaritsins Frjálsrar verzlunar. Mjög góð samvinna hefur líka verið við forstöðumenn og annað starfslið Félagsprent- smiðjunnar, sem prentar Frjálsa verzlun og Félagsbók- bandið. sem brýtur blaðið, sker og heftir. Hið sama má segja um alla samvinnu við Alþýðu- prentsmiðjuna, er annast prent- un á öðrum útgáfuritum hjá Frjálsu framtaki h.f. KYNNING STARFSKRAFTA. Við þau tímamót, sem nú hafa orðið í útgáfu Frjálsrar verzlunar, þykir rétt að kynna nokkuð frekar bá starfskrafta, sem fyrir blaðið vinna og eiga eftir að hafa samband við aug- lýsendur, áskrifendur, heimild- armenn blaðsins og ýmsa aðra velunnara þess á komandi tím- um. Jóhann Briem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Frjálst framtak h.f. Hann ann- ast skipulagningu og fjái'mál Frjálsrar verzlunar auk ann- arra rita, sem fyrirtækið gefur út. Markús Örn Antonsson hefur með höndum ritstjórn blaðsins, annast skrif greina og öflun frétta og hefur samband við ýmsa aðila, sem leggja til efni í blaðið. Sigurður Dagbjartsson hefur umsjón með bókaútgáfu. Um þessar mundir er hann að leggja síðustu hönd á nýja út- gáfu viðskiptaskrárinnar ís- lenzk fyrirtæki. Geirþrúður Kristjánsdóttir tekur niður pantanir fyrir aug- lýsingar. Athyglisvert er, að nú þegai' er búið að bóka nokkurt auglýsingarými í blaðinu fyrir allt þetta ár. Þó verður engum vísað frá! Þuríður Ingólfsdóttir er gjald- keri fyrirtækisins. Hún færir dagbækur en bókhald annast Heiðar Magnússon og er það gert upp mánaðarlega enda notað sem stjórnunartæki. Sigurbjörg Guðjónsdóttir er ritari framkvæmdastjóra og rit- stjóra. Hún hefur starfað hjá Frjálsri verzlun síðan ritinu var breytt 1967. Bergný Guðmundsdóttir starfar í afgreiðslu blaðsins og Þuríður Ingólfsdóttir: Bókhald. Geirþrúður Kristjánsdóttir: Auglýsingar. Auður Sigurjónsdóttir: Otréttingar. FV 1 1972 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.