Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 61

Frjáls verslun - 01.01.1972, Page 61
hefur samband við áskrifendur. Hún vinnur auk þess að niður- röðun efnis í blaðið og útliti þess í samráði við ritstjóra. Auður Sigurjónsdóttir sér um ýmis konar útréttingar fyrir blaðið úti í bæ. Hún vinnur við innheimtu og greiðslu reikn- inga og er í ferðum milli prent- smiðju og skrifstofu blaðsins. Þetta er engan veginn tæm- andi kynning á því starfi sem fram fer hjá Frjálsri verzlun á Laugavegi 178. Það er mun umfangsmeira en svo að því verði lýst í stuttri grein. Ef les- endur blaðsins hafa áhuga á að kynnast því betur eru þeir allt- af hjartanlega velkomnir. Starfslið Frjálsrar verzlunar í morgunheimsókn á skrifstofu framkvœmdastj órans. Athygli útgerðarmanna er vakin á því, að Samábyrgðin tekur nú að sér Ábyrgðartryggingar útgerðarmanna. Slysatryggingar sjónianna. Farangurstryggingar skipsliafna. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti trygg- ingarbeiðnum. Vélbátafélagið Grótta, Reykjavík, Vélbátaábyrgðarfélag Akurnesinga, Akranesi, Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi, Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði, Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri, Skipatrygging Austfjarða, Neskaupstað, Vélbátaábyx-gðarfélagið Hekla, Stokkseyri, Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík. FV 1 1972 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.