Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 19

Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 19
sem ítalskar skipasmíða- stöðvar afhentu síðastliðinn nóvember, hefur Kloster fjárfest 700 milljónir norskra króna í skemmti- siglingum, og Norwegian Caribbean Lines er nú stærsti aðilinn í skemmti- ferðasiglingum á Karabía- hafi. í samvinnu við British Overseas Airways Corpora- tion hyggst fyrirtækið auka þátttöku túrista frá Evrópu í þessum ferðum upp í 30 eða 40% fyrir 1975. í Miami eru einnig höfuð- stöðvar Royal Caribbean Cruise Line A/S, sem var stofnað í Osló af skipafé- lögunum Anders Wilhelm- sen & Co. og I. M. Skaugen & Co. ásamt skipafélaginu Gotaas-Larsen Inc. í New York. 3 systurskip, 18.500 tonna, sem geta flutt allt að 900 farþega hvert, hafa verið pöntuð í Finn- landi fyrir félagið, og tvö1 þeirra eru nú þegar kom- in í gagnið, en hið þriðja verður afhent í ár. Ruth Brandt, hin norsk- fædda eiginkona Willy Brandts, skírði í desember síðastliðnum hið síðara af tveimur 20 þúsund tonna skipum, sem byggð voru fyrir Norwegian Cruiseships A/S. Systurskip þess, sem einnig var smíðað í Þýzka- landi, var skírt síðast liðið sumar, og það gerði norska krónprinsessan Sonja. Bæði verða skipin með aðalbæki- stöð í New York og munu sigla til Vestur-Indía. Að Norwegian Cruiseships standa tveir kunnir skipa- eigendur í Osló, Öivind Lor- entzen og Fearnley Eger. 100 Ara gömul skipa- FÉLÖG PANTA LÚXUS- SKEMMTIFERÐASKIP Tvö virðuleg og rótgróin skipafélög, sem hafa starfað við farþegaflutninga í meira en öld, hafa bundizt sam- tökum við þriðja norska skipafélagið og stofnað Roy- al Viking Line A/S, sem hefur aðalstöðvar í Osló. Skipafélögin þrjú hafa hvert um sig pantað eitt 21.500 tonna skip, og verða öll þrjú skipin smíðuð í Finnlandi. Þau verða þann- ig úr garði gerð, að þau uppfylli mestu kröfur um lúxus. Hið fyrsta, Royal Viking Star, fer fyrstu ferð sína til Nord Kap í júlí í sumar. Hin tvö á að afhenda næsta ár. Þau verða í sigl- ingum víða um heim og hafa aðalstöðvar í San Fran- cisco. Að Royal Viking Line standa Det Bergenske Dampskibsselskab í Bergen, Det Nordenfjeldske Damp- skibsselskab í Þrándheimi og A. F. Klaveness & Co. A/S í Osló. Eins og Bergenske og Nordenfjeldske hefur Fred. Olsen & Co. í Osló lengi starfað að farþegaflutning- um. Þetta fyrirtæki rekur reglubundnar skemmtiferð- ir milli London og Kanarí- eyja á veturna. A sumrin eru sömu skip í siglingum milli Bretlands og Noregs. Dýrasta skemmtiferða- skipið, sem verið er að smíða fyrir norska aðila, er nýja flaggskipið, sem Nor- wegian America Line hef- ur pantað. Það er nú í smíð- um í Bretlandi og mun kosta meira en 200 milljón norskar krónur. Vegna samdráttar í far- þegaflutningum yfir At- lantshaf rekur Norwegian America Line um þessar mundir einungis eitt skip, Sagafjord. Nýja skipið verð- ur rekið nær eingöngu sem skemmtiferðaskip. Smíði á að vera lokið árið 1973. FERÐAMENN VELJA SIGLINGAKUNNÁTTU NORÐMANNA Að sögn Warren S. Titus, forstjóra söluskrifstofu Roy- al Viking Line í San Fran- cisco, sýna skoðanakannan- ir í Bandaríkjunum og Bret- landi, að fólk, sem ferðast með skemmtiferðaskipum, kýs helzt skip frá Norður- löndum og einkum Noregi. Noregur hefur getið sér mestrar frægðar erlendis fyrir siglingar. Siglinga- kunnátta Norðmanna stend- ur á rótum meira en þús- und ára sögu, og nú er norski kaupskipaflotinn sá fjórði í heiminum með um þrjú þúsund skip, sem eru samtals um 21 milljón brúttólestir. BÆTT NYTT SÍMA- NÚMER 26611 Ferða- skrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17 Reykjavík FV 5 1972 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.