Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Síða 19

Frjáls verslun - 01.05.1972, Síða 19
sem ítalskar skipasmíða- stöðvar afhentu síðastliðinn nóvember, hefur Kloster fjárfest 700 milljónir norskra króna í skemmti- siglingum, og Norwegian Caribbean Lines er nú stærsti aðilinn í skemmti- ferðasiglingum á Karabía- hafi. í samvinnu við British Overseas Airways Corpora- tion hyggst fyrirtækið auka þátttöku túrista frá Evrópu í þessum ferðum upp í 30 eða 40% fyrir 1975. í Miami eru einnig höfuð- stöðvar Royal Caribbean Cruise Line A/S, sem var stofnað í Osló af skipafé- lögunum Anders Wilhelm- sen & Co. og I. M. Skaugen & Co. ásamt skipafélaginu Gotaas-Larsen Inc. í New York. 3 systurskip, 18.500 tonna, sem geta flutt allt að 900 farþega hvert, hafa verið pöntuð í Finn- landi fyrir félagið, og tvö1 þeirra eru nú þegar kom- in í gagnið, en hið þriðja verður afhent í ár. Ruth Brandt, hin norsk- fædda eiginkona Willy Brandts, skírði í desember síðastliðnum hið síðara af tveimur 20 þúsund tonna skipum, sem byggð voru fyrir Norwegian Cruiseships A/S. Systurskip þess, sem einnig var smíðað í Þýzka- landi, var skírt síðast liðið sumar, og það gerði norska krónprinsessan Sonja. Bæði verða skipin með aðalbæki- stöð í New York og munu sigla til Vestur-Indía. Að Norwegian Cruiseships standa tveir kunnir skipa- eigendur í Osló, Öivind Lor- entzen og Fearnley Eger. 100 Ara gömul skipa- FÉLÖG PANTA LÚXUS- SKEMMTIFERÐASKIP Tvö virðuleg og rótgróin skipafélög, sem hafa starfað við farþegaflutninga í meira en öld, hafa bundizt sam- tökum við þriðja norska skipafélagið og stofnað Roy- al Viking Line A/S, sem hefur aðalstöðvar í Osló. Skipafélögin þrjú hafa hvert um sig pantað eitt 21.500 tonna skip, og verða öll þrjú skipin smíðuð í Finnlandi. Þau verða þann- ig úr garði gerð, að þau uppfylli mestu kröfur um lúxus. Hið fyrsta, Royal Viking Star, fer fyrstu ferð sína til Nord Kap í júlí í sumar. Hin tvö á að afhenda næsta ár. Þau verða í sigl- ingum víða um heim og hafa aðalstöðvar í San Fran- cisco. Að Royal Viking Line standa Det Bergenske Dampskibsselskab í Bergen, Det Nordenfjeldske Damp- skibsselskab í Þrándheimi og A. F. Klaveness & Co. A/S í Osló. Eins og Bergenske og Nordenfjeldske hefur Fred. Olsen & Co. í Osló lengi starfað að farþegaflutning- um. Þetta fyrirtæki rekur reglubundnar skemmtiferð- ir milli London og Kanarí- eyja á veturna. A sumrin eru sömu skip í siglingum milli Bretlands og Noregs. Dýrasta skemmtiferða- skipið, sem verið er að smíða fyrir norska aðila, er nýja flaggskipið, sem Nor- wegian America Line hef- ur pantað. Það er nú í smíð- um í Bretlandi og mun kosta meira en 200 milljón norskar krónur. Vegna samdráttar í far- þegaflutningum yfir At- lantshaf rekur Norwegian America Line um þessar mundir einungis eitt skip, Sagafjord. Nýja skipið verð- ur rekið nær eingöngu sem skemmtiferðaskip. Smíði á að vera lokið árið 1973. FERÐAMENN VELJA SIGLINGAKUNNÁTTU NORÐMANNA Að sögn Warren S. Titus, forstjóra söluskrifstofu Roy- al Viking Line í San Fran- cisco, sýna skoðanakannan- ir í Bandaríkjunum og Bret- landi, að fólk, sem ferðast með skemmtiferðaskipum, kýs helzt skip frá Norður- löndum og einkum Noregi. Noregur hefur getið sér mestrar frægðar erlendis fyrir siglingar. Siglinga- kunnátta Norðmanna stend- ur á rótum meira en þús- und ára sögu, og nú er norski kaupskipaflotinn sá fjórði í heiminum með um þrjú þúsund skip, sem eru samtals um 21 milljón brúttólestir. BÆTT NYTT SÍMA- NÚMER 26611 Ferða- skrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17 Reykjavík FV 5 1972 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.