Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 43

Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 43
Fyrirtæki vörur þjónusta Bylting í bókhaldi: Hagskil bjóða upp á tölvubókhald Hjörtur Pétursson, framkvœmdastjóri Hagskila h.f., og Birgir Rafn Jónsson, umboðsmaður ADDO á Islandi. Hagskil nefnist ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík, sem stofnað var fyrir rúmu ári, og hefur nú nýlega fengið umboð fyrir sænska Ekonom- iska Data Behandling bók- haldskerfið, sem nú er að ná mikilli útbreiðslu á Norður- löndum, einkum í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum Hjartar Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Hagskila, en hann innleiddi vélahókhald hér á landi fyrstur manna ár- ið 1946, ætti þetta kerfi að henta vel íslenzkum fyrirtækj- um, því að samanburður með'- alstórra fyrirtækja hér og á hinum Norðurlöndunum, þar sem kerfið er notað, leiðir í Ijós, að rekstrar- og stærðar- hlutfallið er mjög svipað. Nú eru starfandi tvær nefnd- ir hér, sem vinna að stöðlun bókhalds, önnur á vegum bankanna og hin á vegum fjár- málaráðuneytisins. Bendir starfsemi þeirra til þess, að sá staðall, sem settur verður fyr- ir bókhald íslenzkra fyrir- tækja, verði í grundvallaratrið- um sá sami og á hinum Norð- urlöndunum, en það auðveldar notkun EDAB-kerfisins. Iijörtur sagði, að á síðustu fimm til tíu árum, hefðu augu manna opnazt fyrir gildi bók- halds sem stjórnunartækis. Nú væri ekki aðeins litið á bók- hald sem einhverjar nauðsyn- legar upplýsingar fyrir skatt- inn, heldur miklu fremur sem lífsnauðsynlegar upplýsingar fyrir fyrirtækið sjálft varð- andi stöðu þess og rekstur, því FV 5 1972 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.