Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 49

Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 49
Nýtt fyrirtæki tekur við Olivettiumboðinu Skrifstofutækni h.f., ný- stofnað fyrirtæki, hefur ný- lega tekið við söluumboði á Oiivetti-skrifstofuvélum hér á landi, af G. Helgason & Mel- sted, sem haft hefur umboðið frá árinu 1939. Tildrög að þessum eigenda- skiptum voru þau, að fyrir nokkru fékk G. Helgason & Melsted til sín erlenda hag- ræðinga til þess að sjá um hag- ræðingaatriði miðað við fram- tíðarrekstur. Sérfræðingarnir bentu sérstaklega á, að vöru- tegundir fyrirtækisins væru of óskildar til þess að það gæti beitt sér nægilega á ákveðnu sviði. Þeir mæltu því með því, að einhver hluti af rekstrinum yrði seldur, en fyrirtækið hafði rekið umfangsmikla starfsemi með hjólbarða, tízkufatnað, Pan Am-umboðið, vínumboð, ritvélar o. fl. Að vel yfirveg- uðu máli ákváðu forráðamenn G. Helgason & Melsted að selja Olivetti-umboðið, og keypti Skrifstofutækni h.f. umboðið, sem fyrr segir. Stofnendur þessa nýja fyrir- tækis eru fjórir fyrrverandi starfsmenn G. Helgason & Mel- sted, og Penninn h.f. Olivetti verksmiðjurnar framleiða yfir 200 tegundir véla, allt frá litl- um ferðaritvélum til fullkom- inna rafmagnsritvéla, og hand- snúnar samlagningarvélar til flóknustu reiknivéla og raf- reikna. Allir starfsmenn Skrifstofu- tækni h.f. hafa lært til verka sinna erlendis, og hefur um- boðið sérstaka tæknideild, þar sem viðgerðarþjónusta fyrir allar gerðir Olivetti-véla fer fram. Framkvæmdastjóri Skrif- stofutækni er Gunnar Dungal, sem jafnframt rekur Pennann, og er fyrirtækið til húsa að Laugavegi 178. Skrifstoíutœkni h.f. opnaði fyrir skömmu verzlun og viðgerðaþjónustu að Laugavegi 178. FV 5 1972 40

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.