Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 9

Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 9
og spurzt fyrir um vinnu. Skrifstofan hefði svarað erind- inu með því að benda á að ástandið á vinnumarkaðinum væri eðlilegt núna, því að skólafólk hefur farið inn í ým- is störf í sumarleyfi. Áður en atvinnuleyfi er veitt útlendingi þurfa yfirvöld að leita umsagnar stéttarfélags í viðkomandi grein. Á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík fékk FV þær upp- lýsingar, að á félagssvæðinu myndu nú vera innan við 25 útlendingar í starfi, þ.e.a.s. við verksmiðjustörf. Væri þess jafnan gætt áður en atvinnu- leyfi er veitt, að islenzkt verkafólk í greininni væri ekki skráð atvinnulaust. Hins vegar er atvinnuleyfi til handa út- lendingi bindandi þannig, að hann verður ekki látinn víkja fyrir íslendingi, sem missa kann vinnuna eftir að leyfi er gefið út. Útlendingar í verk- smiðjuvinnu greiða félagsgjald til Iðju, 1% af dagvinnutaxta, og jafnhliða borga þeir í líf- eyrissjóð. Það framlag fá þeir endurgreitt, þegar þeir hverfa aftur af landi brott. Fulltrúi skrifstofu Iðju sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að neins konar vandamál hefðu risið út af veru þessara verka- manna hér. VERÐA AÐ EIGA FYRIR FARINU HEIM. Ef vikið er aftur að þætti útlendingaeftirlitsins, þá er það svo, að í allmörgum til- vikum er útlendingum í at- vinnuleit hleypt í landið án þess að þeir hafi tryggingu fyrir vinnu. Þó er jafnan geng- io úr skugga um að þeir hafi meðferðis peninga til að fleyta sér áfram um sinn og einnig að þeir hafi með höndum far- seðil til baka stimplaðan þann- ig af flugfélagi að ekki sé hægt að fá hann endurgreidd- an. TÝNDIR MÁNUÐUM SAMAN. Mjög erfitt er fyrir útlend- ingaeftirlitið að fylgjast með dvalarstað þessara manna, þeg- ar þeir eru einu sinni komnir inn í landið og stundum hafa yfirvöld ekki vitað um sama- stað sumra einstaklinga úr hópi þeirra mánuðum saman. Það vakti mikið umtal í blöðum fyrir nokkru, að Líb- anonbúi og Marokkómaður voru settir berklaveikir á hæli. Af háifu yfirvalda er ekki fylgzt með því, hvernig heilsu- fari innflytjenda er háttað, er þeir koma til íslands nema í þeim tilvikum að bólusótt stingi sér niður einhvers stsð- ar í nálægum löndum, þá er haft eftirlit með því, að út- lendingar sem inn í landið koma hafi meðferðis bólusetn- ingarvottorð. Sé svo ekki bólu- setur læknir þá á flugvellin- um. Frainleiftsla: Síanna perlusteinsframleiðslu austantjalds Sovézkir sérfræðingar athuga möguleika tiE tátanframleiðslu á Islandi Þrír íslendingar munu kynna sér á næstunni vinnslu á perlusteini í Austurríki, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Armeníu í Sovétríkjunum. Eru það fulltrúar Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins, Rann- sóknarstofnunar byggingariðn- aðarins og Orkustofnuna.r. Perlusteinn er til hér á fslandi í miklu magni, einkan- lega í Loðmundarfirði og Prestahnjúk á Kaldadal. í Prestahnjúk munu t.d. vera hundruð milljóna tonna. Rann- sóknir á perlusteininum hafa staðið yfir alllengi og sýndi fyrirtækið Johns Manville í Bandaríkjunum meðal annars áhuga á málinu og gerði hér könnun en niðurstaða hennar liggur enn ekki fyrir. Að sögn Péturs Sigurjónsson- ar, forstjóra Rannsóknarstofn- unar iðnaðarins, er margvísleg nýting perlusteinsins hugsan- leg. Við upphitun þenst steinninn út og er þá notaður í einangrunarefni, unnar eru úr honum einangrunarplötur eða heil skilrúm í hús. Mest er perlusteinsframleiðsla á grísku eyjunum og í Ameríku en í Austur-Evrópu er hún líka mikil og þangað munu þrír fuiitrúar íslenzkra stofn- ana leita nýrra hugmynda, sem gætu komið að gagni hér, þegar endanlegar ákvarðanir um perlusteinsvinnslu verða teknar. SOVÉTMENN KANNA MÖGULEIKA TIL TÍTAN- FRAMLEIÐSLU. Fyrir skömmu voru staddii' hérlendis tveir Sovétmenn, sem unnu að athugunum varð- andi títanframleiðslu á íslandi. Eru þeir nú að semja skýrslur um niðurstöður. Það er títan- díoxið, sem til greina kæmi að framleiða á íslandi, en það er notað m.a. við pappírsfram- leiðslu. Markaður fyrir það er vaxandi og mjög opinn, þannig að íslendingar ættu algjörlega að geta staðið einir að fram- leiðslunni og aflað henni mark- aðar upp á eigin spýtur. Ár- lega seija Kandamenn um 300 þúsund tonn af títandíoxíði til Evrópu. Reiknað hefur verið með, að hér yrði reist í fyrsta áfanga verksmiðja með afkastagetu upp á 50 þús. tonn á ári. FV 6-7 1972 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.