Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 38
IV BLAÐAUKI
FV 6-7 1972
veiðar. Á sumrin hafa hand-
færabátar líka selt hráefni til
frystihússins. Mjög miklar
sveiflur eru í mannafla hjá
Hjálmi h.f., en á síðasta ári
voru greiddar 19 milljónir
króna í laun. Hvað framleiðslu-
magn snertir er Hjálmur h.f.
fimmti í röðinni af frystihús-
um innan SH á Vestfjörðum.
Þau eru 12 samtals. Línuveið-
ar Flateyrarbáta hafa tryggt
Hjálmi h.f. gott hráefni og
hefur mjög hátt hlutfall farið
í neytendaumbúðir.
GRÁLÚÐA í SUMAR.
Yfir sumarmánuðina er það
aðallega grálúða, sem unnin er
í frystihúsinu. Veiði hennar
hófst ekki fyrir alvöru fyrr en
1970 en Þjóðverjar og fleiri
höfðu þá veitt hana lengi. Fer
grálúðan einkanlega á mark-
að í Sovétríkjunum og Þýzka-
landi.
Vestfjarðarbátar hafa að
undanförnu orðið fyrir gífur-
legu veiðarfæratjóni vegna á-
gangs togaranna og hafa þeir
stundum hreinsað allt, sem
bátarnir hafa verið með á
Grænlandskantinum.
Varðandi nýja nytjafiska
hefur hörpudiskur verið veidd-
ur í nokkra mánuði í Arnar-
firði og verkaður hjá kaup-
félaginu á Flateyri en þrátt
fyrir hagstæða verðlagsþróun
hefur orðið tap á vinnslunni.
12—13 MILLJÓNA
FJÁRFESTING í ÁR.
Samkvæmt upplýsingum Ein-
ars Odds ætlar Hjálmur h. f.
að fjárfesta 12—13 milljónir á
þessu ári í fasteignum og vél-
um. Verða gerðar nýjar fisk-
þrær í móttöku og byggðir upp
nýir frystiklefar fyrir lyftara
og palla. Þá er og unnið að
endurbótum á beinamjölsverk-
smiðjunni.
Hjá sveitarfélaginu er áform-
að að hraða því að steypa á
hafnarsvæðinu fyrir framan
frystihúsið og halda svo á-
fram undirbúningi að varan-
legri gatnagerð í þorpinu. Þá
ætlar sveitarfélagið að byggja
litlar íbúðarblokkir með leigu-
íbúðum, því tilfinnanlegur hús-
næðisskortur er á Flateyri.
Af öðrum opinberum fram-
kvæmdum á staðnum má nefna
stækkun á stálþili sem byrjað
var á í höfninni 1967. Verður
varið 3 milljónum króna til
þessarar frarnkvæmda í ár.
íbúar á Flateyri eru nú um
460 talsins.
Suðureyri:
IMýtt frystihús í byggingu
■ eitt hið fullkomasta á landinu
1 fiskmóttökunni er fiskurinn settur í stíur.
Á Suðureyri við Súganda-
fjörð er nú í byggingu nýtt
frystihús, sem verður eitt hið
fullkomnasta á íslandi enda
gert í samræmi við þær
ströngu kröfur um hreinlæti og
hollustuhætti, sem Bandaríkja-
menn gera til matvælavinnslu-
stöðva er framleiða fyrir mark-
aðinn vestan hafs. Verður hús-
ið væntanlega fullbúið í ágúst-
lok og er reiknað með að heild-
arkostnaður við byggingu þess
nemi um 100 milljónum króna.
Það var í maí í fyrra, sem
frystihúsið á Suðureyri
skemmdist mikið af eldi og
stóðu eigendur hússins þá
frammi fyrir þeirri ákvörðun,
hvort hefja ætti lagfæringar á
gamla húsinu eða byggja nýtt.
Endurbæturnar myndu hafa
kostað um 30 milljónir en að
yfirveguðu ráði var hafizt
handa við nýbyggingu.
Mælt var út fyrir grunni
frystihússins nýja hinn 30. júní
og hafa framkvæmdir gengið
mjög vel. Húsið er tæpir 2000
fermetrar að stærð, ein hæð en
tvær að hluta, og eru verbúðir
þar á efri hæðinni.
FYLLSTA HREINLÆTIS
GÆTT.
Frystihúsið er reist úr stál-
grindum og hlaðið úr vikur-
steini. Allar teikningar hafa
verið bornar undir sérfræðinga
rannsóknarstofnunar fiskiðnað-
arins og verða í húsinu ýmis
nýmæli, sem ekki hafa al-
mennt þekkzt hér áður.
Á gólf og veggi er notað
terrasó-plast, sem er varanlegra