Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 12
Flugmál: Lrlendum flugfélögum fieimilaðar 18 ferðir i leiguflugi með Islendinga Samgönguráðuneytið veitti Sterling Airways heimild til að flytja IT-farþega þrátt fyrir synjun flugráðs Blaðaskrif og magnaðar ill- deilur tveggja ferðaskrifstofu- forstjóra hafa undanfarið beint athygli manna að leiguflugi er- lendra fiugfélaga með farþega frá íslandi til ákvörðunarstaða erlendis. Það var fyrst í fyrrasumar sem verulega kvað að þessum flutningum. Var það danska flugfélagið Sterling Airways, sem þá flutti mörg hundruð íslendinga til Kaupmannahafn- ar á vegum ýmissa félagasam- taka, með milligöngu ferða- skrifstofunnar Sunnu. fslenzku flugfélögin hafa lit- ið þessa flutninga hornauga og var þess sérstaklega getið í ársskýrslu forstjóra Flugfélags íslands að flug Sterling Air- ways gæti reynzt afdrifaríkt fyrir framtíð millilandaflugs Flugfélags íslands. SAMA ÞRÓUN. Leiguflugið hefur á síðustu árum orðið æ snarari þáttur í samgöngum um allan heim. Hefur það tvímælalaust gert mörgum kleift að komast til fjarlægra staða, sem ella hefðu ekki haft efni á því. Þannig hefur það líka verið á íslandi. í hópferðum með Sterling Air- ways hefur íslenzku ferðafólki verið gefinn kostur á að kom- ast til Kaupmannahafnar fram og til baka fyrir 7500 krónur, þegar venjulegt fargjald í áætl- unarflugi á þessari leið er kr. 21.000. Vissulega kemur þetta illa við rekstur íslenzku flug- félaganna, sem byggja afkomu sína að mjög verulegu leyti á sumarferðalögum íslendinga til útlanda. Hins vegar hefur þess gætt að undanförnu í umræð- um manna á meðal, að tog- streita íslenzku flugfélaganna tveggja hefur veikt aðstöðu þeirra til að finna réttan hljómgrunn hjá almenningi, sem þau þurfa vissulega á að halda í þessu máli. HÖRÐ SAMKEPPNI ÁFRAM. Ekki virðast neinar sýnileg- ar breytingar á þessu fram- undan, því að eftir því sem FV hefur komizt næst ætla bæði félögin að halda uppi sömu ferðatíðni til Norðurland- anna næsta vetur og þau gerðu í fyrra, það er að segja að fljúga bæði sömu daga á þess- um leiðum með lítinn flutn- ing í alltof mörgum tilfellum. Meðan ástandið er með þess- um hætti er það ekki nema eðlilegt að stjórnvöld og al- menningur telji sig hafa á takteinum góð ráð fyrir flug- félögin til að bæta rekstrar- lega stöðu sína, og þá allt önn- ur en þau að stemma stigu við leiguflugi, sem augljós- lega kemur hinum almenna ferðamanni til góða. * REGLUR BROTNAR. Strangar alþjóðlegar reglur hafa verið settar um leiguflug. Samkvæmt þeim verða menn að hafa verið fullgildir með- limir í þeim félagsskap, sem fyrir hópferð stendur, a.m.k. 6 mánuði. Ástæða hefur þótt til þess nú nýlega, að herða mjög eftirlit með því hérlendis að þessu ákvæði væri fylgt. Var farið að bera á óeðlilegri fjölg- un félagsmanna í nokkrum samtökum, sem að hópferðum hafa staðið. Nýkjörinn gjald- keri í einni deild Norræna fél- agsins úti á landi sagði ný- lega, að inn á skrifstofu hans lægi stríður straumur fólks, sem vildi fá félagsskírteini til utanlandsferðar. 18 FERÐIR HEIMILAÐAR. Á þessu sumri hefur Sterl- ing Airways fengið heimild íslenzkra flugmálayfirvalda til 12 ferða með íslenzka farþega til Norðurlanda. Þegar umsókn félagsins kom fyrir flugráð var fallizt á að veita leyfið til flutnings farþega í hópferðum en ekki í svokölluðum IT-ferð- um, sem ennfremur var farið fram á. Þótti það óeðlilegt með tilliti til þess að IT-ferðir ein- staklinga hafa tryggt íslenzku flugfélögunum mikil viðskipti. Eftir að flugráð synjaði þess- ari beiðni var málið afgreitt í samgönguráðuneytinu með því að IT-leyfið var veitt! Vissulega blandast milliríkja- pólitík í slík mál og var flug- málastjóri Dana búinn að lýsa yfir furðu sinni á tregðu ís- lenzkra yfirvalda til fyrir- greiðslu við Sterling Airways á sama tíma sem dönsk yfir- völd sýndu Flugfélagi íslands ákveðna velvild með því að heimila því flug með ferðafólk til Grænlands eins og hann orðaði það. 2400 SÆTI í LEIGUFLUGINU. Spænsk yfirvöld telja sig líka eiga talsverðra hagsmuna að gæta í sambandi við Spán- arflug. Þetta kom fram í synj- un á beiðni Flugfélags íslands um lendingarleyfi á Mallorka fyrir skömmu. Það var flug- málastjórinn Agnar Kofoed- Hansen sem leysti það mál af kunnri lagni og hæfileikum til að ná fram hagstæðum samn- ingum fyrir íslenzk flugmál við erlend yfirvöld. Eins og málin liggja nú fyr- ir hefur Sterling Airways heimild til að fara 12 ferðir til Norðurlanda með 108 sæti í hverri ferð, en Air Spain hef- ur fengið samþykki íslenzkra yfirvalda fyrir 6 ferðum með 189 sæti í hverri ferð. Ekki er vitað, hvort farið verður fram á fleiri ferðir af hálfu hins spánska félags né heldur hvernig við slíkri ósk yrði brugðizt. Allavega hlýtur ferðatíðnin, sem þegar er ákveðin í leigu- flugi erlendu flugfélaganna milli íslands og útlanda, að koma illa við íslenzku flugfé- lögin, sem reyna að halda uppi greiðum samgöngum við um- heiminn alla mánuði ársins — og töpuðu á því bæði um 20 milljónum króna í fyrra. 12 FV 6-7 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.