Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 25
vetur, og ennfremur, hvaða
leiðir séu færar til að hin
frjálsa verzlun geti tryggt
neytendunum sömu góðu þjón-
ustuna og áður að því er opn-
unartíma varðar.
GG: — Vinnutímastytting
hefur alls staðar orðið á hin-
um síðari árum. Ég vil hins
vegar ekkert um það segja,
hvort íslendingar hafi efni á
þessari styttingu, sem nýverið
var lögbundin. í fljótu bragði
vii'ðist mér að helztu áhrif
hennar verði hærri framleiðslu-
kostnaður vegna dýrari vinnu-
stunda umfram hinar 40 stund-
ir. Það skulum við líka hafa
hugfast, að þjóðin hefur orðið
að vinna mikið og lengi til að
komast á það lífskjarastig, sem
við njótum, og ég geri ekki
ráð fyrir að það viðhorf breyt-
ist í bráð.
Hvað opnunartíma sölubúða
snertir hef ég alltaf haft þá
skoðun, að hér þurfi að koma
á skiptiverzlun, — þjónustu,
sem neytendur óska eftir og
væru tilbúnir að greiða fyrir.
Þetta fyrirkomulag er á lyfja-
verzluninni. En þarna er iíka
vikið að heildarskipulagi smá-
söluverzlunarinnar, því að eftir
því sem verzlanir eru stærri
er auðveldara að koma skipti-
verzlun við en í smærri búð-
um er hún óhagkvæm nema
eigendurnir komi með í mynd-
ina að verulegu leyti.
FV: — Hverjum augum lit-
ur forustumaður í launþega-
hreyfingunni innan verzlunar-
innar á hækkun álagningar í
smásöluverzlun?
GG: — Ég játa, að ég er
ekki nógu kunnugur einstökum
atriðum í rekstri fyrirtækj-
anna en margt bendir til þess
að smásöluverzlunin hafi búið
við mjög þröngan kost undan-
farið. Verzlunin verður hik-
laust að hafa réttan starfs-
grundvöll eins og aðrar at-
vinnugreinar. Það er hjákát-
legt, pegar svokallaðir vinstri
menn býsnast yfir því að á-
lagningargrundvöllur verzlun-
arinnar hækki um 6—10% og
finnst það óhæfa á sama tíma
og þeir rétta upp höndina með
glöðu geði til að samþykkja
skattahækkanir, sem nema
kannski tugum þúsunda á
hvern skattborgara.
Sem dæmi um hvað felst í
hækkun álagningarprósentu
mætti nefna, að 10% hækkun
gerir 1% hækkun á álagningu,
t.d. úr 10% í 11% en það
jafngildir eins stigs hækkun
kaupgjaldsvísitölu. Hugsanleg
skýring á hvað kjör afgreiðslu-
fólks hafa verið léleg er ein-
mitt sú, hvað starfsgrundvöll-
ur smásöluverzlunarinnar er
slæmur.
„KVARTANIR TIL FÉLAGS-
INS HAFA STÓRAUKIZT *.
FV: — Ber mikið á kvörtun-
um félagsmanna í VR vegna
þess að þeir telji sig hlunn-
farna í viðskiptum við vinnu-
veitendur?
GG: — Kvartanir af því tagi
hafa stóraukizt undanfarið.
Þær stafa fyrst og fremst af
meintum vanefndum, að fólk
telji sig ekki vera í réttum
launaflokkum. Þá eru nokkur
brögð að því, að menn fá ekki
greidda yfirvinnu.
Mörg þessara mála eru leyst
í fullri vinsemd deiluaðila
enda er lögð áherzla á það af
hálfu starfsmanna V.R. að slík-
um ágreiningi sé eytt. Ef það
tekzt hins vegar ekki, er mál-
ið falið sérstökum lögfræðingi
V.R., sem rekur það fyrir dóm-
stólum. Fjölgun kvartana tel
ég að eigi fyrst og fremst
rætur að rekja til þess, að
félagsmenn, sem nú eru hátt
á fimmta þúsund, leita í mun
ríkari mæli en áður til félags-
ins, þ.e.a.s. að ekki er vist að
um versnandi sambúð vinnu-
veitenda og starfsfólks sé nauð-
synlega að ræða heldur sé oít-
ar vakin athygli á því nú en
áður var.
FV: — Hvað er helzt á
döfinni í innanfélagsmálum
V.R. öðrum en þeim, sem nefnd
hafa verið?
GG: — Það stendur til að
stórefla sambandið við ein-
staka félagsmenn og í því
augnamiði er ráðgert að hefja
útgáfu á félagsblaði í nýju
formi og láta það koma reglu-
lega út, t.d. á tveggja mánaða
fresti. Jafnframt verður
fræðslustarfsemi aukin fyrir
milligöngu blaðsins og með
fundum og námskeiðum.
Félagið leggur líka ríka á-
herzlu á að skapa félagsmönn-
um tækifæri til afþreyingar í
orlofi sínu og á nú fjögur sum-
arhús, tvö i Ölfusborgum og
tvö að Illugastöðum í Fnjóska-
dal. Drög hafa verið lögð að
því að fá þrjú til viðbótar,
eitt í Fnjóskadal, annað í sum-
arbústaðahverfi í Vatnsfirði og
hið þriðja á Austurlandi. Að-
sókn að sumarbústöðunum hef-
ur verið gífurleg og við hvergi
nærri getað annað eftirspurn.
Endurskipulagning félagsins
er líka ofarlega á baugi. Við-
horfin hafa mikið breytzt. Inn-
an jafnstórs félags eru afar-
mismunandi starfshópar. Hugs-
anlega verður því lagt út í
aukna deildaskiptingu með við-
eigandi breytingum á stjórn og
trúnaðarmannakerfi félagsins.
FV: — Er það hollt fyrir
launþegahreyfinguna, að for-
ustumenn henna.r á borð við
þig heyi baráttu á hinum póli-
tíska vettvangi jafnframt störf-
um sínum í þágu umbjóðend-
anna? Getur hið pólitíska
starf hugsanlega haft neikvæð
áhrif á árangur kjarabarátt-
unnar, þegar við pólitíska and-
stæðinga. er að eiga í ríkis-
stjórn eða á öðrum vettvangi,
og þarna á ég ekki aðeins við
þig heldur ennfremur menn á
borð við Björn Jónsson og Eð-
varð Sigurðsson?
GG: — Það er óumflýjanlegt,
að þeir menn, sem veita stærri
launþegafélögunum forystu og
einnig leiðtogar samtaka vinnu-
veitenda, séu þátttakendur í
stjórnmálastarfinu ásamt öðr-
um, sem ekki eru stéttbundnir.
í lýðræðislegu þjóðfélagi er
stöðugt verið að reyna að koma
á jafnvægi, raunverulega sátt-
um milli stríðandi afla til að
viðhalda og vernda frelsi
einstaklingsins. Þá verða þeir,
sem valdir eru til forystu og
ábyrgðarstarfa í fjöldahreyfing-
um að geta skýrt og túlkað
afstöðu umbjóðendanna jafn-
framt sem þeir berjast fyrir
ákvarðanatöku félagsmönnum í
hag.
Ég er líka á móti alræði
einnar stéttar eða fárra stétta
og líka andmæltui' því að
verkalýðshreyfingin sem slík
eigi að fylgja ákveðnum flokki
að málum. Það sem aðallega
skilur á milli Sjálfstæðis-
manna, forystu launþegasam-
takanna og vinstri manna, er
einmitt grundvallarágreiningur
um eignaraðild að fyrirtækjun-
um. Við Sjálfstæðismenn erum
þeirrar skoðunar, að möguleik-
ar fólksins til betri lífskjara
séu bezt tryggðir, ef atvinnu-
rekstur er sem mest í höndum
einkaaðila en ekki ríkisstofn-
ana, Þetta er margsannað mál.
Við berjumst mjög eindregið
gegn þjóðnýtingu fyrirtækja,
því að reynslan hefur verið sú,
að þar sem fyrirtækjarekstur-
inn er á valdi ríkisins eru lífs-
kjör lakari og ósjálfstæði fólks-
ins meira. ©
25
FV 6-7 1972