Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 41
FV 6-7 1972
BLAÐAUKI VII
Fer&amál:
Sívaxandi flutningar
farþega og bíla með
Fagranesinu
— Það er greinilegt, að
ferðamenn kunna mjög vel að
meta jþá þjónustu, sem við
veitum með ferðum Fagraness-
ins inn í Djúp. Farþegafjöld-
inn hefur farið vaxandi á
síðustu árum og það er eft-
irtektarvert, hvað margir hafa
látið flytja bíla sína á milli
ísafjarðar og Ögurs, þar sem
komið er að nýju í akvega-
samband suður um land. í
fyrra fluttum við 1100 bíla og
milli 5—6000 farþega, sagði
Hinrik Matthíasson, forstjóri
Djúpbátsins á ísafirði í viðtali
við FV.
Fagranesið hóf ferðir árið
1963 og hefur síðan haldið
uppi samgöngum við ýmsa
staði í Djúpinu og verið Hka
í mjólkurflutningum milli ísa-
fjarðar og Önundarfjarðar á
vetrum.
Það er aðeins í 'LVi mánuð
á árinu, sem verulegir flutn-
ingar eru með bátnum að sögn
Hinriks, eða frá byrjun júlí til
miðs sept. Þá taka við flutning-
ar á sláturfé um nokkurt skeið
og síðan hefjast vetrarferðirn-
ar, sem fremur er dauft yfir.
í sumaráætlun Djúpbátsins
eru ferðir alla daga til Ögurs,
nema sunnudaga, en sigling-
in þangað frá Isafirði tekur
hálfa aðra klukkustund. Einn-
ig er farið einu sinni í viku
að Bæjum. Full ástæða er
til þess fyrir ferðafólk að
panta pláss fyrir sig og bílinn
með nokkrum fyrirvara, því
að oft hefur orðið að vísa fólki
frá, ef það hefur ekki haft
fyrir því að tilkynna um komu
sína með nokkrum fyrirvara.
Fargjaldið í Ögur er kr. 180
en fyrir bílinn er tekið eftir-
farandi flutningsgjald, sem
ákveðst af stærð. Fyrir 4ra
manna bíl: kr. 530, fyrir 5-
manna bíl kr. 640 og fyrir 6
manna bíl kr. 720. Á bátnum
er hægt að fá keyptan mat og
aðrar veitingar.
Séu farnar svokallaðar
mjólkurferðir með bátnum
um Djúpið, sem taka 11—12
tíma kosta þær 390 kr. fyrir
manninn.
— Við leggjum áherzlu á, að
fólk láti okkur vita af komu
sinni og er til dæmis hægt að
gera það í Bjarkarlundi á
leiðinni vestur, sagði Hinrik.
Einnig vil ég vekja athygli á
því, að ekki er síður skemmti-
legt að aka fyrst að Ögri og
taka bátinn til ísafjarðar en að
fara hina leiðina. Við höfum
oftast mjög gott rúm fyrir
bíla og fólk, þegar við snúum
aftur frá Ögri til ísafjarðar.
Gistirýmið er ekki mikið
Zrir ferðafólk á Vestfjörðum.
gæt aðstaða er þó í Bjarkar-
lundi og í Flókalundi í Vatns-
firði. Hægt er að fá inni á
einkaheimilum á Patreksfirði
og á Þingeyri er gistihús _ og
sömuleiðis á Rafnseyri. Á ísa-
firði eru tveir gististaðir en
báðir litlir. Fyrir þá sem ferð-
ast með tjald með sér hefur
verið opnað tjaldstæði í Tungu-
dal, um 3 kílómetra fyrir inn-
an ísafjarðarkaupstað. Er þar
vörður á tjaldstæðinu.
Inni í Reykjanesi í Djúpi er
nú rekinn gististaður í skólan-
um og er þar um að ræða
svefnpokagistingu einkanlega
en það er líka hægt að fá upp-
búin rúm þar. í Reykjanesi er
líka seldur matur og þar er
upphituð sundlaug, sagði Hin-
rik Matthíasson, að sérstök á-
stæða væri til að benda fólki
á þessa ágætu aðstöðu.
KAIIPUM FISK
ALHLIDA ÚTGERÐARÞJÓNUSTA
Hraðf rystihús
Fiskverkun
Fiskimjölsverksmiðja
HJÁLMUR HF. Flateyri. Símar 94-7700, 94-7702.