Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 47
Brauðneyzla hefur farið tais-
vert vaxandi að undanförnu og
rakti Gunnar það m. a. til þess,
að það færist nú í vöxt, að fólk
fái sér ekki fulla máltíð í há-
deginu, heldur borði snarl svo
sem brauðsneiðar o. fl. í brauði
er m. a. hveiti, rúgmjöl, egg,
smjör og sykur sem eru nátt-
úrleg hráefni. Fjölbreytni i
bakstri eykst lítið. Fransk-
brauð og rúgbrauð eru vinsæl-
ustu brauðin, og snúðar og vin-
arbrauð eru vinsælustu kökurn-
ar. Lítið er bakað af smákök-
um, og rjómatertur eru nær al-
veg að hverfa.
VERÐLAG Á BRAUÐI
OF LÁGT
Varðandi verðlag á brauöi,
sagði Gunnar að það væri of
lágt til þess að hægt væri að
baka verulega góð brauð. —
Verðlagseftirlitið ákveður há-
marksverð á brauðum, sem ég
álít að sé of lágt, sagði hann,
og til þess að tapa ekki á brauð-
bakstrinum verða bakarar að
gera þau á ódýrari máta en
skyldi.
Mikil tækniþróun hefur orðið
innan bakaraiðninnar síðustu
ár. Stórvirk tæki eru nú orðin
til flestra hluta, og vinna þau
vandaða vinnu. Sem dæmi um
sparnað vélvæðingarinnar
nefndi Gunnar, að tilbúningur
ákveðins magns af tvíbökum,
sem áður tók þrjá til fjóra
tíma, tæki nú 15 til 20 mínútur.
Hreinlæti hefur einnig stór-
batnað með tilkomu þessara
véla auk þess sem strangt eítir-
lit er nú með öllum bakstri.
O. Johnson & Kaaber:
íslendingar drekka mikið kaffi
og sterkt
-—- íslendingar eru með hæstu
kaffineyzluþjcðum í heimi
miðað við fólksfjölda, og
drekka sterkt kaffi, sagði Ólaf-
ur Jcnsson, forstjóri O. Johns-
son og Kaaber.
Þrjár tegundir kaffibauna
eru til í heiminum, en fjöldi
afbrigða er til af hverri baun.
Þær heita Arabica og Robusta,
sem eru vinsælastar, og Liber-
ica sem er mjög lítið notuð.
Arabica er arabísk eins og
nafnið bendir til. Hún vex í
500 metra hæð og ofar, ei
bragðmikil og dýrasta baunin.
BEZTA FÁANLEGA BAUNIN
NOTUÐ IIÉR
Þessa baun notar O. Johns-
son og Kaabsr í Ríó kaffið, og
er hún keypt frá Brasilíu, sem
er mesta kaffiframleiðsluland í
heimi. Sama baunin getur haft
margs konar bragð og fer það
m. a. eftir því hvar hún er
ræktuð. Baunir, sem hér eru
notaðar í Ríó-kaffi koma frá
héruðum nálægt Ríó, og eru
sterkar. Santos-kaffið er úr
baunum annarsstaðar frá og er
öðruvísi á bragðið o. s. frv.
íslenzkir eru vanir sterku
kaffi, enda fer það vel víð
vatnið hér og fólk er búið að
venja sig við það. Á síðari ár-
um hefur fjölbreytnin svo auk-
izt verulega og er hún fólgin í
blöndun tegunda og er þá fjór-
um til sex tegundum blandað
saman. Sú framleiðsla getur
oft og tíðum verið nokkuð erf-
ið, þar sem baunirnar í hana
koma víðsvegar að úr heimin-
um. Uppskera i kaffiræktar-
löndunum getur verið mjög
misjöfn, og er því oft erfitt að
fá nóg af hverri tegund fyrir
sig.
Neyzla á þessum kaffiblönd-
um fer vaxandi, en Ólafur
sagði, að það tæki iangan tíma
að koma fólki upp á þessar nýj-
ungar, af því að smekkurinn
væri mjög ákveðinn hér og
margir legðu hreint og beint
ekki út í að reyna nýjar teg-
undir.
í kaffibauninni eru tvö aðal-
efni, caffeal, sem gefur kaffi-
bragðið, og coffein, sem fram-
kallar hressandi áhrif. Mörg
fleiri efni eru í henni, en þau
eru hverfandi lítil hvert fyrir
sig.
NEYZLAN HÆTT AÐ
AUKAST
Neyzla kaffis hérlendis hefur
staðið nokkuð í stað á undan-
förnum árum miðað við fólks-
fjölgun, en nokkrar sveiflur eru
í kaffineyzlunni eftir velmeg-
un. Þegar kaupgeta fólks
minnkar, dregst kaffisalan sam-
an, en sala á kaffibæti eykst
að sama skapi, svo að líklega
helzt kaffidrykkja nokkuð ó-
breytt þrátt fyrir efnahags-
sveiflur.
Ólafur sagði að verð á kaffi
hér væri lágt miðað við víðast
annars staðar í heiminum, ef
hliðsjón væri höfð af gæðum,
því kaffið hér kæmi beint úr
beztu héruðum Brasilíu. —
FV 6-7 1972
39