Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 29
bindingum, sem tengdar eru
öflun fasteigna eða annarra
fjármuna, sem ætla má að
hækki í verði með almenn-
um verðlagsbreytingum.
3. Sé miðað við greiðslu í einu
lagi eftir á, skal fjárskuld-
bindingin ekki gerð til
skemmri tíma en þriggja
ára, en lán með jöfnum af-
borgunum ekki til skemmri
tíma en fimm ára.
4. Eigi má reka peningavið-
skipti með þeim hætti að
endurlána með verðtrygg-
ingu fé fengið með öðrum
kjörum.
5. Verðtryggðar kröfur og
skuldbindingar skulu ætíð
skráðar á nafn. (Verðtryggð
spariskírteini ríkissjóðs eru
undanþegin framtals-
skyldu).
Sérstaklega er ástæða til að
benda á, að yfirleitt er bann-
að að iána gegn verðtryggingu
í einu eða öðru formi, t. d. með
vísitöluákvæðum, gengistrygg-
ingu o. s. frv. Má þar minna
á dómsúrskurði í sambandi við
lán eins tryggingarfélags og
sölu á alfræðibókum.
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍR-
TEINI OG SKULDABRÉF
Árið 1959 voru gefin út
skuldabréf Rafveitna ríkisins
vegna Sogsvirkjunar, að upp-
hæð 30 millj. kr. til fimm ára
með vísitölu rafmagnsverðs í
Reykjavík sem verðtryggingu.
Stærsti útgáfuaðilinn hefur
þó verið Húsnæðismálastjórn í
gegnum veðdeild Landsbank-
ans. I nóvember 1955 voru
fyrst veitt vísitölubundin lán
og miðuðust þau við fulla
framfærsluvísitölu, en jafn-
framt voru venjuleg lán veitt
áfram. Árið 1964 var ákveðið,
að í staðinn skyldi miðað við
fulla kaupgjaldsvísitölu, en ár-
ið 1968 var því breytt í hálfa
kaupgjaldsvísitölu. Á nýaf-
stöðnu þingi var síðan ákveð-
ið að fella vísitöluákvæðið
niður og miða við nafnvexti,
sem aldrei yrðu hærri en
7%% að meðtöldum kostnaði.
Vísitölubinding lánanna
varð talsvert hitamál. Ekki er
hægt að segja, að lántakendur
hafi skaðazt á lánunum, en
sýna má fram á, að þau voru
óhagstæðari en venjuleg líf-
eyrissjóðslán. Var því í raun
um mismunun að ræða, sem
þó er loðið hugtak á ófull-
komnum lánamarkaði, þegar
ýmsir aðrir hefðu viljað borga
vísitöluálagið, og jafnvel meira
en það, til að fá lánin.
Sparimerkin voru látin
fylgja vísitölukjörum Húsnæð-
ismálastjórnarlána og mun
stofninn nú nema um 700
millj. kr. auk vísitöluálags,
sem var 72 milljónir um s.l.
áramót og 120 millj. í spari-
merkjum, sem eru í umferð.
Húsnæðismálastjórn hefur
heimild til að varðveita fé með
vísitölukjörum, en betta hef-
ur ekki komið til fram-
kvæmda.
Síðan 1964 hafa spariskír-
teini og skuldabréf ríkissjóðs
verið seld með verðtryggingu
með milligöngu Seðlabanka ís-
lands. Voru þau upphaflega
með 6% vöxtum fyrstu 4-5 ár-
in. en 7,2% meðalvöxtum og
fullri byggingarvísitölu á höf-
uðstól, vexti og vaxtavexti.
Verða þetta að teljast hagstæð
kjör, sem e. t. v. var nauðsyn-
legt til að brjóta ísinn. Alls
hafa verið gefin út bréf fyrir
um 1 milljarð frá 1964, þar af
um200 millj. kr. á þessu ári, og
von á meiru. Samansafnaðar
verðbætur munu nema rösk-
lega 1/2 milljarði.
95 millj. voru seldar með
vísitölutryggingu í happdrætt-
isláninu vegna hringvegs á
s.l. ári.
Þá hefur nýlega komið til
tals, að Byggingasjóður ríkis-
ins seldi lífeyrissjóðunum vísi-
tölubréf fyrir 150-300 millj. kr.
GENGISTRYGGÐ LÁN
Aðeins fáeinir sjóðir munu
veita gengistryggð lán, fyrst
og fremst Iðnþróunarsjóður og
Fiskveiðasjóður að 3/5 hlut-
um. Útistandandi lán af þessu
tagi munu nema um 400 millj.
kr. hjá Iðnþróunarsjóði, en er-
lendar skuldir Fiskveiðasjóðs
munu vera meiri en þetta.
Þá tóku Atvinnumálanefnd-
irnar erlend lán og endurlán-
uðu með gengistryggingu og
./tvinnujöfnunarsjóður mun
lána með sama hætti, svo og
Lánasjóður íslenzkra sveitar-
félaga. Ferðamálasjóður lánar
erlend lán gegn gengistrygg-
ingu og innlend gegn verð-
tryggingu. Þá fær Fram-
kvæmdasjóður nú einnig til
ráðstöfunar innlent vísitölufé,
sem væntanlega verður endur-
lánað öðrum sjóðum með verð-
tryggingu í einu eða öðru
formi, en hann er sem kunn-
ugt er „sjóður sjóðanna“ og
hefur endurlánað erlent fé.
SKATTALÖGIN
í skattalögunum er nú
ákvæði um, að atvinnufyrir-
tæki megi á árunum 1971-1972
endurmeta fyrnanlegar eignir,
samkvæmt nánari reglum. í
lögum um tekjustofna sveitar-
félaga er heimildarákvæði um
að breyta megi fasteignamati
til samræmis við ríkjandi
verðlag hverju sinni. Þá
er svo kveðið á um í lögum
um almannatryggingar, að ráð-
Víðtœkari verðtrygging á sparifé, lánum, lífeyri og afskriftum
myndi beina fjármagninu í ceskilegri farveg.
FV 6-7 1972
29