Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 27
Um verðtryggingu — eftir dr. Guömund IX/lagnússon, prófessor Þær raddir verða sífellt fleiri og hærri en áður, sem vilja verðíryggja lífeyri, spari- fé, tryggingar og ýmsar fjár- skuldbindingar. Sumir tala um, að skiptingin í arðræningja og öreiga sé orðin úrelt og nær væri að skipa þjóðfélagsþegn- um í tvo hópa, annars vegár þá, sem geta tryggt sig gegn verðbólgunni og hins vegar þá, sem geta það ekki. Hér mun sneitt hjá að ræða orsakir verðbólgunnar, þrá- kelkni hennar og áhrif á tekju- og eignaskiptingu, en fjallað lítillega um verðrýrnun og verðtryggingu. VERÐRÝRNUN Ef vextir af sparifé í banka eru 7 % á ári og almennt verð- lag hækkar að jafnaði um 11% á ári, rýrnar spariféð í raun um 4% á ári, eða um þriðjung á 10 árum og helming á 18 ár- um. Álíka mynd blasir við, ef lit- ið er á greiðslugetu lífeyris- sjcða, sem greiða óverðtryggð- ar krónur. Ef kaupgjald hækk- ar um 12% á ári að nafni til, verður greiðslugeta óverð- tryggðs sjóðs helmingi minni en verðtryggðs sjóðs á 4. greiðsluári. Greiðslan yrði fjórðungur af verðtryggðri upphæð á 10. ári, að öðru jöfnu. Líftryggingariðgjöld eru ein tegund sparnaðar. Verðbólgu- þróunin hefur gert tryggingar- sparnað óraunhæfan. Oft vill það einnig verða, að trygging- artakar bera skarðan hlut frá borði vegna verðbólguþróunar, því að tjónauppgjör dragast iðulega á langinn. Skerðing eða tap vegna verðbólgunnar kemur fram á fleiri sviðum en hér hefur ver- ið lýst og í ýmsum myndum. Ýmsir sjóðir verða vanmegn- ugir, eins og minningarsjóðir, verðlaunasjóðir o. fl. Það hef- ur jafnvel gengið svo langt, að menn nenna ekki orðið að sækja um styrk úr sumum sjóðum. Varasjóðir fyrirtækja þverra. Þau verða fyrir eigna- skerðingu við skattlagningu, að öðru jöfnu, þegar afskriftir fást ekki miðaðar við ríkjandi verðlag. Einna alvarlegast er þó, að mínum dómi, að verð- bólgan beinir atferli einstakl- inga, fyrirtækja og ríkisvalds inn á vissar brautir, sem geta verið óæskileggar, þegar til lengdar lætur. Þegar fjármagnsskömmtun ríkir nánast í þjóðfélaginu, og menn hafa mismunandi að- stöðu til að fá lán — fyrir utan mismunandi hæfileika til að nota þau — og helzt er unnt að halda í fullu tré við verð- bólguna með því að kaupa fast- eignir, frímerki eða skulda- bréf með afföllum, sitja lang- tímahagsmunir á hakanum. Hætt er við, að peningalegur sparnaður verði minni en ella og fjármagn leiti minna í heil- brigðan atvinnurekstur en æskilegt er, í formi lána, kaupa á hlutabréfum, vélum og tækjum o. s. frv. Jafnframt verður minna rekstrarfé og eigið fé fyrirtækja. Að vissu leyti verða sumir reyfir yfir sýndargróða, sem ef til vill er út á veltu og hækkandi verð- lag fremur en dugnað. Þegar lánakerfið getur ekki aukið langtímalán í hlutfalli við hlaupandi verðlag, verður æ erfiðara fyrir þá, sem ekki hafa eignazt þak yfir höfuðið, að ráðast í íbúðarkaup eða nýbyggingu. HVAÐ HEFUR VERIÐ GERT í VERÐTRYGGINGAR- MÁLUM? Nú er síður en svo, að vísi- tölubinding í einu eða öðru formi sé óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Langmikilvægastar eru verð- lagsbætur á laun. Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkis og borgar, svo og nokkrir bæjarsjóðir, eru verðtryggðir. Um 50% af heildareignum líf- eyrissjóða munu vera verð- tryggðar. Þar sem heildareign- ir eru 4-5 milljarðar, mundi full verðtrygging þeirra allra kosta ærið fé. Sem kunnugt er, hafa verið fluttar ýmsar þingsályktunartillögur, sem hníga í þá átt, að raunvirði lífeyris verði varðveitt. Hlýt- ur þetta mál að verða ofarlega á baugi á næstunni. Félagar í öðrum sjóðum öðl- ast verðtryggingu að nokkru leyti óbeint með því að fá lán, sem þeir setja í fasteignir. Til er sjóður t. d., sem lánar allt út til sjóðsfélaga. Hægt er að fá keyptar líf- tryggingar, sem fylgja frarn- íærsluvísitölu, en þær hafa ekki náð verulegri útbreiðslu. Margir sölusamningar á nýju húsnæði í smíðum eru gerðir á grundvelli hálfrar bygging- arvísitölu. Sumir leigusamn- ingar eru gerðir á grundvelli húsnæðisvísitölu eða bygging- arvísitölu (sbr. þó gildandi ákvæði um verðstöðvun). Gildandi lög um verðtrygg- ingu í viðskiptum, öðrum en kaupgjaldsmálum, eru frá 1966. í lögunum segir m. a.: 1. Verðtrygging skal yfirleitt miðuð við vísitölu fram- færslukcstnaðar, en þó skal Seðlabankanum heimilt að leyfa viðmiðun við aðra vísitölu eða við breytingar tiltekins vöruverðs, enda sé sú viðmiðun betri mæli- kvarði á greiðslugetu þess aðila, er tekst á hendur verðtryggða skuldbindingu. 2. Verðtrygging skal fyrst og fremur heimiluð í fjárskuld- FV 6-7 1972 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.