Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 19
Greinar og viötöl
Guðmundur H. Garðarsson um verðbólguna:
„Afieiðingarnar geta
stórfellt atvinnuleysi
á næsta ári”
Óðaverðbólga, sem nú er í algleymingi, hefur verulega
rýrt þær kjarabætur, sem launþegar fengu með samning-
unum í desember í fyrra. Fyrir verzlunarmenn voru þess-
ir samningar mjög mikilvægir en hvernig er viðhorf
þeirra til kjaramálanna'í dag, rúmu hálfu ári seinna?
Frjáls verzlun ræðir við Guðmund H. Garðarsson, for-
mann Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, um málefni
launþegastéttanna og félagsmál V.R. sérstaklega.
FV: — Hvert er þitt mat á
stöðu launþegans í dag? Hefur
kaupmáttur launa almennt
aldrei verið hærri en nú, eins
og menn sögðu á þingi Verka-
mannasambands íslands á dög-
unum?
GG: — Staða launþegans
hefur stórversnað undanfarna
mánuði vegna gífurlegrar verð-
bólguskriðu, sem skollið hefur
yfir. Þrátt fyrir aukna krónu-
tölu, sem hver og einn fær í
sinn hlut, er það mín skoðun,
að verðbólgan sé á undan að
éta kauphækkunina upp. Þetta
er vitaskuld mjög alvarlegur
hlutur og einnig ber að líta á
þá hættu, sem er á því, að
staða fyrirtækjanna, er sjá
fólkinu fyrir atvinnu, veikist
mjög alvarlega. Afleiðingarnar
geta orðið stórfellt atvinnu-
leysi þegar á næsta ári.
Ég furða mig mjög á yfir-
lýsingu Verkamannasambands-
ins og hún minnir helzt á
hugsunarhátt þeirra manna,
sem ,lifa á veltunni“ eins og
kallað er, tapa stórfé og stofna
sér í skuldir en hirða peninga,
sem fást með aukinni sölu,
til eigin neyzlu. Fulltrúar
Verkamannasambandsins virð-
ast alls ekki hafa gert sér grein
fyrir raunverulegri stöðu þess-
ara mála, því að ég ætla ekki
að væna þá um vísvitandi
blekkingar.
FV: — Það hefur komið
fram hörð gagnrýni á ríkis-
stjórnina fyrir að hafa fyrir-
fram gefið loforð um 20%
kaupmáttaraukningu á tveim-
ur árum án hess að kanna
ástand efnahagsmálanna. til
neinnar hlítar. Ert þú þeirrar
skoðunar, að einhverja aðra
leið hcfði átt a.ð fara við
samningagerðina í fyrra en
þá, sem varð ofan á?
GG: — Ég er þeirrar skoð-
unar, að jafnar, hóflegar, ár-
legar kauphækkanir í sam-
ræmi við nettóaukningu þjóð-
arframleiðslunnar, sé hin eina
skynsamlega stefna í launapóli-
tík. Allar meiriháttar stökk-
breytingar eru ætíð hættuleg-
ar, — bæði kynda þær undir
óðaverðbólgu og skapa nsa
aukna hættu á atvinnuleysi,
þegar greiðsluþol atvinnufyrir-
tækjanna brestur.
Hinu eru ekki að leyna, að
fyrir þeim, sem vilja hefta
atvinnulífið í viðjum sósíalisma
er það aðeins áfangi að settu
marki, að leggja svo miklar
byrðar á atvinnuvegina á óða-
verðbólgutímum að grundvöll-
ur fyrir einkarekstri bresti.
Það má vel vera, að þetta sé
einmitt markmið sumra stuðn-
ingsmanna þeirrar ríkisstjórn-
ar, er nú fer með völd á ís-
landi. Gleggsta dæmi þessu til
sönnunar er afgreiðsla álagn-
orðið
þegar
ingarmála verzlunarinnar. Á
sama tíma, sem smásöluverzl-
unin fær að hækka álagningu
um 1% samþykkir ríkisstjórn-
in að álögur á launþega hækki
í hinum ýmsu myndum um
tugi prósenta.
„STAKFSFÓLKIÐ FJAR-
LÆGIST FYRIRTÆKIN '.
FV: — Nú eru verzluna.r-
inenn annars vegar og kaup-
inenn eða. þjónustufyrirtæki
hins vegar tveir andstæðir
hagsmunahópar, launþegar og
a.tvinnurekendur. Við höfuni
fyrir okkur ótal dæmi um erj-
ur milli slíkra hagsmunaheilda
á vinnumarkaðinum. Lifir og
starfa.r verzlunarfólk í anda
hinnar frjálsu verzlunar og
telur sig því eiga samleið með
atvinnurekendum mcir en ger-
ist í öðrum greinum eða hefur
verzlunarfólk ka.nnski fjar-
lægzt hugsjónina?
GG: — Þetta er ekki hægt
að alhæfa. Ég held að starfs-
fólkið hafi ákveðna tilhneig-
ingu til að fjarlægjast fyrir-
tækið sem slíkt, hvort sem það
er einkafyrirtæki, samvinnu-
fyrirtæki eða ríkisstofnun. Til
skamms tíma hefur verið á-
berandi samstaða milli laun-
þega og vinnuveitenda innan
verzlunarinnar um að einka-
reksturinn ætti að vera hið
ríkjandi eignarform. Dæmi um
samstarf í þessari atvinnu-
grein má taka af Flugfélagi ís-
FV 6-7 1972
19