Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 69
hald. Öll þessi forrit býður
Skýrsluvinnsla IBM til af-
nota, og fleiri eru í undir-
búningi.
Vaxandi fjöldi fyrirtækja
notar nú þessa þjónustu,
sem bæði sparar vinnuafl,
flýtir úrvinnslu og gefur ör-
uggari niðurstöður.
Vegna víðtækrar notkunar
hefur tekizt að halda bæði
stofn- og rekstrarkostnaði
þessara bókhaldskerfa mjög
í lágmarki.
AÐ BJARGA FENEYJUM.
Feneyjaborg er stærsta
samfelld byggð miðalda-
bygginga, sem til eru í
heiminum.
Hún er líka einstök að
þvi leyti, að þar sést ekki
bíll, og umferð er því enn
með sama hætti og var á
fyrri öldum: Annars vegar
fótgangandi, hins vegar á
bátum. Og það er einmitt
vatnið, hinir mörgu skurðir
með gondólum og syngjandi
ræðurum, sem manni kem-
ur fyrst í hug þegar þessi
borg er nefnd.
En þetta sama vatn ógn-
ar nú tilveru borgarinnar.
Hún stendur á eyju eða eyj-
um úti í allstóru, grunnu
og tiltölulega lokuðu lóni,
fyrir botni Adríahafsins, og
vatnsborðið hækkar (eða
borgin sígur) um nálægt V2
cm. á ári. Skaðvænleg flóð
verða æ tíðari og menn
hafa áhyggjur af því hvern-
ig megi bjarga þessum dýr-
grip frá því að sökkva í
sæ.
Ráðizt hefur verið í það í
samvinnu milli italska ríkis-
ins og IBM á Ítalíu að búa
til með hjálp tölvu stærð-
fræðilegt líkan af Feneyjar-
lóninu og prófa á þessu lík-
ani þau ráð, sem tiltæk
finnast til að lækka vatns-
borðið og draga úr flóða-
hættunni.
Unnt er með þessu að
koma í veg fyrir afdrifarík
mistök sem átt gætu sér
stað ef ráðizt væri að ó-
reynau í björgunarfram-
kvæmdir sem kynnu í
versta falli að hafa öfug
áhrif.
TÖLVUR í KENNSLU.
Undanfarin 15 ár hefur
mikið verið unnið að því að
athuga á hvern hátt tölv-
urnar geti aðstoðað beint
við kennslu. Hafa ýmis
TÖLVUR OG SJÚKRAHÚS.
erlendis nú þegar.
Kerfi þessi byggjast á því
að nemandinn situr við
endastöð sem gæti verið
rafmagnsritvél eða sjón-
varpsskermur með ritvéla-
borði. Endastöðin er tengd
með símalínu beint í tölv-
una en hraðvirk tölva getur
þjónað mörgum stöðvum-
samtímis.
kp.rfi verið tekin í notkun
Sjúkrahús eru mjög flók-
nar stofnanir að uppbygg-
ingu. Þó að þeim sé skipt í
deildir, er starfsemi deild-
anna mjög samtvinnuð. Sí-
felldur straumur upplýsinga
rennur á milli þeirra í
margvíslegu formi. Má
nefna beiðnir um rannsókn-
ir, tilkynningar um komur
og brottför, niðurstöður
Tölvusamstœða af gerðinni 370-135. Skýrsluvélar fá hana
síðar á þessu ári. Verður þetta langöflugasta tölva á landinu.
rannsókna. Allar þessar
upplýsingar þarf að skrá
og geyma í langan tíma.
Meðferð upplýsinga í
sjúkrahúsum er nú víða að
færast í það horf, að tölv-
ur eru notaðar til að safna
þeim, geyma og dreifa. Ber
til þess ýmsar ástæður og
má nefna tvær:
í fyrsta lagi eru gerðar
mjög strangar kröfur um
nákvæmni og réttleika.
Þessar kröfur er torvelt að
uppfylla þegar t.d. eitt upp-
lýsingaatriði þarf að fara
milli þó ekki sé nema 2—3
manna. í tölvu má minnka
þessa hættu m.a. með því
að láta hana prófa uppiýs-
ingarnar.
Onnur ástæða er sú, að
brýna nauðsyn ber til að
létta þessari vinnu af hinu
faglærða starfsfólki sjúkra-
húsanna, sem þegar er 01 ð-
inn mikill skortur á og fer
vaxandi.
Meðal þeirra verkefna,
sem tölvur eru notaðar við
á sjúkrahúsum hér á landi
eru til dæmis rannsóknar-
Tölvukerfið geymir í sér
spurningar og leiðbeining-
ar og skrifar út viðkomandi
atriði á endastöð nemand-
ans. Nemandinn svarar;
tölvan athugar svarið og
gefur til kynna hvort svar-
ið sé rétt. Hún ákveður síð-
an hvað næst skuli gera og
svo koll af kolli. Með þessu
má létta miklu starfi af
kennurum og jafnframt
stilla nemendur námshraða
sinn eftir getu. Kennarinn
verður engu að siður að út-
búa og aðhæfa námsefnið,
en tölvan gefur honum upp-
lýsingar um gengi hvers
nemanda.
Til dæmis má nefna að
fræðsluyfirvöld í Glasgow
hafa skipulagt tölvukennslu
í reikningi fyrir 12 og 13
ára gömul börn og efna-
fræði fyrir 12 til 16 ára ald-
ursflokka.
Þar er tilgangurinn með
tölvukennslunni að minnka
kennslukostnað en jafn-
framt að bæta kennsluna.
FV 6-7 1972
fil