Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 39
FV 6-7 1972
BLAÐAUKI V
slitlag en málning, áferðarfall-
egt og auðvelt að þrífa. Hrein-
lætiskröfur verða miklar í hús-
inu. Vatnskranar allir þannig
gerðir, að þeir verða ekki
snertir með höndunum heldur
stjórnað með hnérofum. Þess
má líka geta að heitt vatn mun
alltaf koma 40 stiga heitt úr
krananum. Allt vatn til þvotta
og þrifa verður klórblandað og
ætlar frystihúsið sjálft að taka
að sér allan þvott á hlífðarföt-
um starfsfólksins, þannig að
það mun fara í hreinan slopp
á hverjum morgni. Fatnaður-
inn, sem notaður verður við
störfin fer því aldrei út úr
húsi og sérstök fatageymsla
verður til afnota fyrir fólkið.
Þá mun það fá sérstakan skó-
fatnað til að ganga á og fær
ein starfsstúlka það verkefni
eitt að sjá um að reglum um
hreinlæti sé fylgt.
Enginn starfsmaður á að fara
inn í pökkunarsal frystihúss-
ins án þess að hafa fyrst difið
skónum í klórblöndu en hún
verður sett í gúmmímottu, sem
stigið verður á, áður en geng-
ið er í pökkunarsalinn.
GANGA LENGRA EN REGLU-
GERÐIN SEGIR FYRIR UM.
Húsið er allt hannað með
það fyrir augum að gera þrif
í því auðveld. Hafa eigendur
hússins jafnvel gengið enn
lengra en reglugerðin banda-
ríska ætlast til og hafa t.d.
ákveðið að setja hlífar utan
um allar vatnskerfis- og hita-
lagnarpípur utan á veggjum,
svo að komið verði í veg fyrir
rykmyndun á þeim. Þá er á-
berandi í nýju reglunum,
hverjar kröfur eru gerðar til
Ijósaútbúnaðar og um ljós-
magn. Er útilokað að óþrifin
geti falið sig lengur og segja
sumir gárungarnir að fiskiðjan
verði að flytja inn sólarolíu í
tunnum handa stúlkunum, sem
framvegis verða baðaðar í ljós-
inu við vinnuna.
Þeir forstöðumenn fiskiðj-
unnar Freyju h.f. telja það
mjög auka líkur á hagkvæm-
um rekstri þessa nýja frysti-
húss, að það er byggt á einum
fleti, og að vinnslulínan skuli
vera svo bein sem raun ber
vitni, þ.e. fiskurinn kemur sem
hráefni inn í annan enda húss-
ins og fer út unninn um hinn.
Tilfærsla efnis er því alltaf í
rétta framleiðsluátt, ef svo
mætti segja.
Páll Friðbertsson, íramkvœmdastjóri íiskiðjunnar Freyju (t. v.);
Páll Þórðarson, verkstjóri, í miðið.
VAXANDI LÖNDUN
í FISKKÖSSUM.
Reiknað er með að löndun
fisks í kössum fari mjög vax-
andi á næstunni. Þegar er einn
bátur á Suðureyri kominn með
kassa. Er þeim ekið frá bátn-
um rétt yfir þvera bryggjuna
inn í fiskgeymslur frystihúss-
ins, sem eru kældar, þannig
að hitastig helzt alltaf stöðugt
0—2 gráður. í fiskgeymslunni
rúmast um 2000 tonn. Sá fisk-
ur, sem settur er laus í geymsl-
una, er látinn í stórar stíur,
þar sem ískældur, klórbland-
aður sjór umlykur hann. Úr
stíunum er fiskinum síðan
fleytt að slægingarkerfi og
svo áfram í þvott og beint í
vinnslu eða kæligeymslu.
Allar tegundir fisks nema
flatfiskur verða vélflakaðar. Ef
einhverjar tafir verða á því,
að unnt sé að taka við flökum
inni í pökkunarsalnum, verða
þau geymd um stund í kældri
flakageymslunni. í pökkunar-
sal verða 20 snyrtiborð fyrir
fiskinn og eiga 3 stúlkur að
starfa við hvert þeirra.
VÉLAR OG ÁHÖLD
EFTIR SIGMUND.
Margar vélar og áhöld, sem
notuð eru við vinnsluna hefur
Sigmund Jóhannsson í Vest-
mannaeyjum hannað. Sömu-
leiðis hefur hann smíðað
bakkaþvottavél, playtkassa-
þvottavél og stálkassaþvotta-
vél, sem keyptar hafa verið í
frystihúsið á Súgandafirði.
Færibönd og önnur tæki eru
gerð úr ryðfríu stáli, sem ger-
ir endingu betri og þrifin auð-
veldari.
Frystiklefinn hjá Freyju h.f.
verður rúmir 300 fermetrar að
stærð og þar á að vera hægt
að geyma 20 þús. kassa af
flökum. Möguleikar eru á að
framleiða 3-—4000 tonn af flök-
um á ári í húsinu miðað við
það hráefni, sem fiskiðjan á
kost á. Eru það fimm til sex
bátar, sem leggja upp hjá
henni.
Fiskiðjan Freyja h. f. er
hlutafélag 25 aðila. Fram-
kvædastjóri er Páll Friðberts-
son. Páll Þórðarson er verk-
stjóri í frystihúsinu, þar sem
120 manns munu starfa.
Landsinis grdður
- yðar liróðnr
BÚNAMRBANKI
ÍSLANDS