Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 14
voru á þá leið, að 42% voru
því meðmælt, 42% á móti en
16% hcfðu ekki ákveðna skoð-
un. Þannig eru þeir jafnmarg-
ir, sem eru með og á móti.
Almennt er það yngra fólk-
ið, sem tekur beinum auglýs-
ingum á jákvæðan hátt, 55%
þeirra, sem yngri eru en 30
ára, eru með en 36% þeirra,
sem komnir eru yfir fimmtugt.
Þessar niðurstöður eru þó
ekki taldar sanna að svörin í
þessum tilfellum segi endan-
lega til um afstöðu fólksins til
beinu auglýsinganna.
Þegar betur er litið á afstöðu
almennings kemur nefnilega í
ljós að matið á auglýsingum
er mjög ólíkt. Þannig vilja 8
af hverjum 10 fá kynningar-
lista frá ríki eða bæ. Yfir
helmingur allra eru með því
að fá auglýsingablöð frá vöru-
húsum, verzlanakeðjum eða
bílasölum. En aðeins 2 af 10
vilja fá auglýsingaefni frá
bókabúðum eða áskriftartilboð
frá blöðum og tímaritum í
gegnum bréfarifuna.
Jafnvei þeir, sem almennt
talað eru á móti beinum aug-
lýsingum líta afar jákvætt á
þær í vissum tilvikum.
Niðurstöður þessarar könn-
unar í Svíþjóð leiddu sem sé í
ljós, að almenningur skiptist í
tvo nokkurn veginn jafnstóra
hópa í afstöðunni til beinna
auglýsinga. Innan beggja hópa
gætir þó sérafstöðu til vissra
tegunda af auglýsingum. Þá er
augljóst, að ungt fólk er mun
opnara fyrir beinu auglýsing-
unum en hinir eldri.
fyrir margs konar hreyfingu
Velferð:
Volvo-starfsmenn
siappa af
Félagsheimili VOLVO, Sörresgárden.
Stærsta félagsheimili, sem
fyrirtæki í Svíþjóð hefur reist
fyrir starfsmenn sína, stendur
nú tilbúið til notkunar. Hinn
8. júní var vígt félagsheimili
Volvo-starfsmanna og fjöl-
skyldna þeirra í nágrenni
Volvo-verksmiðjanna i Tors-
landa, skammt fyrir utan
Gautaborg.
í féiagsheimilinu er aðstaða
til líkamsræktar, náms og all-
mennrar afþreyingar. Það hef-
ur kostað alls um 13 milljónir
sænskra króna, þar af nam
byggingarkostnaður um 11
milljónum. í heimilinu eru
meðal annars sundlaug, bowl-
ing-salur, íþróttasalur, böð, 17
kennslustofur, þar af tveir fyr-
irlestrarsalir, sem taka 100
manns hvor, og að auki stór
sameiginiegur samkomusalur
og veitingastofa.
Þegar byggingaframkvæmdir
hófust í júní 1970, hafði verið
unnið í heilt ár að skipulagn-
ingu húsakynnanna. Voru full-
trúar starfsmanna hjá Volvo
hafðir með í ráðum frá upp-
hafi.
FIMM EININGAR.
Félagsheimilið er fimm bygg-
ingaeiningar. f einni er sund-
höllin með 25 metra laug og
sex brautum. Tengt sundhöll-
inni er þjálfunarherbergi, þar
sem menn geta hjólað, róið
eða sippað. A svölum ofan við
sundlaugina er veitingastofa
fyrir baðgesti.
í annarri einingu er íþrótta-
saulurinn fyrirferðarmestur.
Hann er af alþjóðlegri stærð,
42x23 metrar, og þar geta all-
ir áhugamenn um handbolta,
tennis, badminton, volleybolta
og frjálsar íþróttir hjá Volvo
æft sig og keppt. í íþróttasaln-
um er líka áhorfendasvæði.
Undir salnum eru bowling-
brautir, átta talsins með sjálf-
virkum búnaði. Og í bowling-
salnum er líka veitingaaðstaða
og_ áhorfendasvæði.
í tengiálmu milli sundhallar
og íþróttasalar eru búningsher-
bergi og baðherbergi, sem
rúma 50 manns í einu. Þar
er þjálfunarsalur með tækjum
fyrir margs konar hreyfingu
og áreynslu og þar geta fim-
leikamenn og ræðarar líka æft
sig.
17 KENNSLUSTOFUR.
í kennsluálmunni eru 17
stofur, mismunandi stórar. Þær
tvær stærstu rúma 100 manns
hvor en þær minni taka allt
að 16 manns. Stofurnar eru
byggðar með það fyrir augum
að þær megi nota í mjög marg-
vislegum tilgangi. Þær henta
vel fyrir fundi og ráðstefnur
og eru útbúnar ýmsum tækj-
um til myndsýninga og hljóm-
burðar.
Aðalveitingastofa hússins er
í því miðju og er aðalsam-
14
FV 6-7 1972