Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 11
Áburðarverksmiftjan:
Stækkuð fyrir 350-
400 millj. króna
f haust er ráðgert að hefja
áburðarframleiðslu í nýjum
áfanga, sem reistur hefur ver-
ið við Áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi. Verður þar fram-
leiddur þrígildur hlandaður
áburður í nýjum vélum, sem
verksmiðjan hefur nú fengið,
og er þetta í fyrsta skipti, sem
slík framleiðsla fer fram hjá
verksmiðjunni.
Þessi viðbót, sem er verk-
smiðjuhús með nýja tækjabún-
aðinum, hráefnageymsla og
sekkjunarstöð kostar 350—400
milljónir króna.
Að sögn Hjálmars Finnsson-
ar, forstjóra Aburðarverksmiðj-
unnar mun það mestu máli
skipta við þessa stækkun, að
hægt verður að framleiða
blandaðan áburð í stað þess,
Stjómmál:
Hættir Hannibal í
haust?
Hannibal Valdimarsson, sam-
göngumálaráðherra, er sagður
munu láta af embætti í haust
og Iijörn Jónsson, alþingismað-
ur taka við af honum, að því
er áreiðanlegar heimildir í
innsta hring í Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna
herma.
Ástæður fyrir þessari breyt-
ingu eru ekki tilgreindar aðrar
en þær, að Hannibal muni
vilja lausn frá embætti af
heilsufarsástæðum.
Nú er unnið að undirbún-
ingi Alþýðusambandsþings,
sem fram fer í haust og má
búast við að verði hið þýðing-
ajmesta. Kommúnistar hafa
sig mjög í frammi við að
treysta stöðu sína á þessu
þingi og ætla að reyna að
rotta sig saman við krata. Hef-
ur Svavar Gestsson, ritstjóri
Þjóðviljans að undanförnu ver-
ið að ferðast á ströndinni með
einu af skipum Eimskipafélags
íslands, og átt viðræður við
flokksbræður sína og aðra um
ASÍ-þingið.
Boðskapur ritstjórans er
þessi: Það er tilgangslaust að
endurkjósa Björn Jónsson sem
forseta ASÍ. Hann verður hvort
eð er ráðherra í stað Hannibals
í haust.
My flugstöð
í Reykjavík
Hönnun á nýju flugstöðv-
arhúsi fyrir Reykjavíkur-
flugvöll er hafin hjá Teikni-
stofunni sf. Ármúla 6. Verð-
ur þetta um 2000 fermetra
bygging, sem valinn hefur
verið staður sunnan við nýja
flugturninn og norðan aust-
ur—vestur flugbrautarinnar.
Þarna verður flugaf-
greiðsla fyrir Flugfélag ís-
lands en ekki er vitað hvort
Loftleiðir flytja afgreiðslu
sína þangað úr Loftleiðahót-
elinu. Flugfélagið mun taka
þessa aðstöðu á leigu af
flugmálastjórninni eins og
gert er úti um land, þar
sem flugstöðvarbyggingar
hafa verið reistar undanfar-
in ár.
Bygging flugstöðvarinnar
í Reykjavík mun væntan-
lega hefjast þegar á næsta
ári.
að hingað til hafa viðskiptavin-
ir verksmiðjunnar orðið sjálfir
að blanda hann úr kjarna
(köfnunarefni), sem verksmiðj-
an hefur framleitt sjálf, og
fosfór og kalí, sem er innflutt.
Verður kjarninn framvegis
framleiddur í grófgerðara
formi en áður. Þá er einnig
möguleiki á framleiðslu á
kalkblönduðum áburði eftir
þessa stækkun.
Reiknað er með að fram-
leiðslugeta Áburðarverksmiðj-
unnar verði 65 þús. tonn af
blönduðum áburði á ári. Á-
burðarnotkunin var áætluð 66
—69 þús. tonn á þessu ári en
mun hafa reynzt minni. Á-
burðarverksmiðjan í Gufunesi
á að geta fullnægt áburðar-
þörf landsmanna til ársins
1980.
AF HVERJU
KOIVE
FISCHER?
Þegar mesta óvissan stóð
um það, hvort Robert Fisch-
Ier kæmi til Islands a,ð taka
þátt í heimsmeistaraeinvíg-
inu, voru málin rædd á
„æðstu stöðum“, eins o? for-
maður Skáksambands ís-
lands komst að orði í út-
varpsviðtali.
Eftir því sem FV hefur
fregnað kallaði Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
handaríska. sendifulltrúann í
Reykjavík á sinn fund þeg-
ar útlitið var verst og bað
bandarísk stjórnvöld að
gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að skákeinvígið I
færi fram.
Skilaboð þessa efnis voru
send héðan til Washington
og lenti málið í höndum
Hernry Kissingers, aðalráð-
gjafa Nixons forseta. Tók
Kissinger málið persónulega
upp við lögfræðing Fischers
og hvatti eindregið til þess
að umbjóðandi hans flygi
til íslands og settist við
skákborðið gegnt Boris
Spassky.
FV 6-7 1972
11