Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 74

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 74
ritstjórn IMú árið er liðið.... Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að Ól-afur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, myndaði ríkisstjórn liinna þriggja svokölluðu vinstri flokka. A jáfniöngum tíma lilýtur að liafa komið veruleg reynsla á hæfni einnar ríkisstjórn- ar og einstakra ráðherra til að takast á við vandamálin, sem við hafa blasað. Núverandi ríkisstjórn tilkynnti það með pompi og ])ragt í dæmalausum málefna- samningi sínum, sem menn eiga að lesa kvölds og morgna, að hún ætlaði sér ekk- ert minna hlutverk en algjöra stefnubylt- ingu, að hreinsa út, hyggja íslenzkt efna- hagslíf upp frá grunni, móta sjálfstæða islenzka -utanríkisstefnu o. s. frv., o. s. frv. Af vinnuhrögðum núverandi ríkisstjórn- ar má hins vegar telja, að á öllum þessum sviðum hafi Iítið verið eftir óunnið, þegar viðreisnarstjórnin fór frá, því að í engu hafa Ólafur Jóhannesson og félagar sýnt það frumkvæði og þá stjórnvizku, sem jieir sögðu að sér væru í rikara mæli gefin en öðrum stjórnmálamönnum á landi hér. Þó að ríkisstjórnin minntist ekki á það einu orði við gerð málefnasamningsins, að þörf væri sérstakra bráðabirgðaráðstafana í efnahagsmáiunum, er nú svo komið að hún verður að verja Iangverulegustum hluta orku sinnar i að fleyta skútunni spölkorn áfram, ])ó ekki sé nema framhjá næsta skeri. Hvað framundan er veit hún ekki eins og hinar síðustu efnahagsaðgerð- ir til skamms tíma bera með sér. Það er ekki aðeins að þessu leyti sem ríkisstjórnin hefur á herfilegasta hátt svipt sjálfa sig öllu trúnaðartrausti fólks- ins í landinu. Sjáldan eða aldrei hefur rík- isstjórn á íslandi þurft að kúvenda jafn- rækilega frá Iþeim grundvallarmálum, sem myndun liennar var byggð á, og gert hef- ur verið í stjórnartið þessarar vinstri stjórnar. Hún hét því, að kaupmáttur launa ykist um 20% á tveimur árum. Samkvæmt þessu höguðu forystumenn verkalýðshrejdingar- innar sér í samningunum í vetur. Nú fyrir fáeinum vikum beittu sömu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sér fyrir þvi, að Verka- mannasamband Islands gaf yfirlýsingu um 66 að kaupmátturinn hel'ði aldrei verið meiri. Aðeins örskömmu síðar grípur ríkisstjórn- in til sérstakra efnahagsaðgerða vegna ])ess að kaupmátturinn er stórlega farinn að rýrna eins og hún viðurkennir nú sjálf. „Um landhelgi Islands verður aldrei sam- ið við útlendinga” sögðm forystumenn stjórnarfokkanna fvrir síðustu kosningar. Eins og kunnugt er voru ís'lenzkir stjórn- málamenn ekki á einu máli um það, hvort ræða skvldi landhelgismálið við Breta og Þjóðverja. Núverandi ráðherrar fullyrtu þó margsinnis, að þeir myndu aldrei semja um þetta mikla sjálfstæðismál við fulltrúa erlendra rikja. Það er því kald- hæðni örlaganna að eftir margháttaðar samningaviðræðiur íslenzkra ráðherra um landhelgina í Bonn og London kom hing- að brezk barónessa að semja um land- helgismálið á eins árs afmæ'li ríkisstjórn- arinnar. Samningar tókust ekki en haldið er opinni leið fyrir frekari viðræður. Rikisstjórnin tilkynnti í fyrrahaust, að viðræður við Bandaríkjamenn um dvöl varnaríiðsins á Islandi myndu hefjast eft- ir áramót. Þessar viðræður eru enn ekki hafnar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom hingað í heimsókn i vor og sam- kvæmt tilkynningum ríkisstjórnarinnar átti að ræða varnarmálin við hann. Það var hins vegar landhelgismálið, sem ráð- herrarnir töluðu um við bandaríska utan- ríkisráðherrann, og minnt-ust tæpast á varnarmálin. Utanríkisráðherra skýrði hálíðlega frá því í sjónvarpi í vetur, að hin margumtal- aða flugbrautarlenging á Keflavikurflug- velli yrði framkvæmd fyrir innlent fjár- magn. Skömmu siðar féllst ríkisstjórnin á að ])iggja bandarískt fé til flugbrautar- gerðarinnar, þó að í því fælist frávik frá sjálfstæðri íslenzkri utanríkisstefnu eins og kommúnistarnir í ríkisstjórninni sögðu. Hér hefiur verið stiklað á stóru, en dreg- in fram áberandi dæmi um það, hvernig lýðræðislega kjörin ríkisstjórn í frjálsu landi hefur fyrirgert rétti sínum til að fara með umboð fólksins til landsstjórnar með því að haga gerðum sínum í þveröf- uga átt við stefnuyfirlýsingar sínar og op- iniher uinmæli einstakra ráðherra. FV 6-7 1972

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.