Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 17
Bankamál Myndskreyttar ávísanir — koma þær ■ veg fyrir falsanir? Allmargir ba.nkar í Banda- ríkjunum hafa tekið upp nýj- ung, sem á að gera viðskipta- vinunum auðveldara að inn- leysa ávísun og jafnframt á hún að draga úr ávísanafalsi. Nýjungin: Ljósmynd af reikningshafa ávísanareiknings á öllum eyðublöðunum í ávís- anahefti. Rúmlega eitt hundrað bank- ar hafa brugðið á þetta ráð ýmist með þeim hætti að birta ljósmynd af eiganda ávís- anaheftis á eyðublöðunum eða leyfa eiganda að velja sér ein- hverja ákveðna hönnun á eyðublaðinu. Fyrirspurnir um þessi mál streyma til viðkom- andi banka frá bankastofnun- um um öll Bandaríkin og enn fremur frá útlöndum. Hug- myndin hefur einnig hlotið lof löggæzluyfirvalda, þar sem hún hefur verið reynd. Helztu kostirnir eru þessir: Persónuskilríki — Þeir, er mæla með nýjunginni segja, að það sé auðveldara fyrir fólk að innleysa ávisanir, sem beri myndir af þeim, einkan- lega á ferðalögum. Hindrar afbrot — Það væri ekki auðvelt fyrir þjóf að falsa ávísanir, ef blöðin í heftinu væru skreytt ljósmynd af eig- andanum. Hjálpa.rtæki löggæzlumanna — Ef reikningshafi sem ætti slíkt hefti, hyrfi skyndilega og færi að gefa út gúmmítékka, gæti lögreglan komizt miklu fyrr á sporið, ef myndir af kauða væru á öllum ávísunum. Verzlunarmenn myndu líka hafa samband við lögreglu þegar í stað, ef myndin á ávís- un væri greinilega ekki af þeim, sem skrifaði hana út. Vissir annmarkar á þessu kerfi hafa líka verið til um- ræðu: meiri kostnaður fyrir viðskiptamenn bankanna, meira umstang fyrir bankana, m.a. að láta taka myndirnar. Nú þegar eru ávísanir í Banda- ríkjunum greinilega merktar nafni, heimilisfangi og nafn- númeri reikningshafa. FRUMTILRAUN. Tvenns konar fyrirkomulag er á frekari auðkenningu ávís- ana nú. Annað er kallað „Pic- ture Check“ og er það upp- runnið frá Louisiana, tæplega ársgamalt en hitt er nefnt ,,Design-a-Check“, sem hófst í Nevada 1970. Fyrirtæki í Minnesota hefur enn nýja að- ferð til athugunar. „Picture Check“ notar and- litsmynd af reikningshafa eða tvær myndir, ef um sameigin- legan reikning hjóna t.d. er að ræða. Myndirnar eru prent- aðar í horni efst vinstra meg- in á ávísuninni og eru frum- myndirnar teknar hjá bankan- um. Hefti með 200 myndskreytt- um ávísunum samkvæmt þessu kerfi kostar sem svarar rúm- um 300 íslenzkum krónum. Fimmtíu bandarískir. bankar hafa það á boðstólum. Segja bankayfirvöld, að fjórðungur allra þeirra er opna ávísana- reikning kjósi þessa þjónustu, sem ekki er skylda að kaupa. Ennfremur halda þau því fram, að þegar hafi dregið úr ó- löglegri notkun ávísana. FRJÁLST MYNDAVAL. „Design-a-Check“ gefur við- skiptavinum sínum kost á að velja myndir eða teikningar eftir eigin höfði á ávísanir. Þetta geta verið myndir af byggingum, heimiliskettinum, barnabörnunum — eða reikn- ingshafa sjálfum. Banki í Nevada tók upp á þessu fyrir tveimur árum og hefur eftirspurn verið lang- mest eftir myndum af reikn- ingshöfum. Banki í Kaliforníu hefur þó lagt höfuðáherzlu á hið „sköpunarlega" gildi í sam- bandi við skreytingu ávísana. Samt vill helmingur allra þeirra, er þjónustuna kaupa, fá m.yndir af sjálfum sér á ávísanirnar. ,,Design-a-Check“ kostar um 440 krónur, 200 eyðublöð. Venjuleg ávísanahefti, ómynd- skreytt, kosta um 225 krónur, 200 blöð, en hefti með svoköll- uðum „lands'lagsmyndum", sem hafa náð miklum vinsæld- um og útbreiðslu vestan hafs, kosta um 250 krónur. Þær eru afsprengi þeirrar miklu sam- keppni, sem bandarískir bank- ar heyja með sér. Bankamálasérfræðingar í Bandaríkjunum telja, að í framtíðinni verði eiginhandar- undirskrift reikningshafa prentuð á ávísanablöð hans á- samt Ijósmynd. Þannig gæti viðtakandi ávísunar borið saman prentuðu undirskriftina og þá rituðu. W8. ‘t; iq 10*0 170«: JaMBS f. ÍM-ilABBK O.t. S0Sí.682U-7Rl8-9sn Shíki.b-í a. Bcmmvt úx. sídi imotiKsniK in.vt). pn. tti.Mi4in KAS’SAS CtTV. Mtssount 84HS ,,, >oio . . $. . tHlVKAIÍN MID GONTINENT NATIONA k.NAAIÍ. tv «13 2 7’F Sýnishorn úr myndskreyttu ávísanahefti hjóna. FV 6-7 1972 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.