Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 17

Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 17
Bankamál Myndskreyttar ávísanir — koma þær ■ veg fyrir falsanir? Allmargir ba.nkar í Banda- ríkjunum hafa tekið upp nýj- ung, sem á að gera viðskipta- vinunum auðveldara að inn- leysa ávísun og jafnframt á hún að draga úr ávísanafalsi. Nýjungin: Ljósmynd af reikningshafa ávísanareiknings á öllum eyðublöðunum í ávís- anahefti. Rúmlega eitt hundrað bank- ar hafa brugðið á þetta ráð ýmist með þeim hætti að birta ljósmynd af eiganda ávís- anaheftis á eyðublöðunum eða leyfa eiganda að velja sér ein- hverja ákveðna hönnun á eyðublaðinu. Fyrirspurnir um þessi mál streyma til viðkom- andi banka frá bankastofnun- um um öll Bandaríkin og enn fremur frá útlöndum. Hug- myndin hefur einnig hlotið lof löggæzluyfirvalda, þar sem hún hefur verið reynd. Helztu kostirnir eru þessir: Persónuskilríki — Þeir, er mæla með nýjunginni segja, að það sé auðveldara fyrir fólk að innleysa ávisanir, sem beri myndir af þeim, einkan- lega á ferðalögum. Hindrar afbrot — Það væri ekki auðvelt fyrir þjóf að falsa ávísanir, ef blöðin í heftinu væru skreytt ljósmynd af eig- andanum. Hjálpa.rtæki löggæzlumanna — Ef reikningshafi sem ætti slíkt hefti, hyrfi skyndilega og færi að gefa út gúmmítékka, gæti lögreglan komizt miklu fyrr á sporið, ef myndir af kauða væru á öllum ávísunum. Verzlunarmenn myndu líka hafa samband við lögreglu þegar í stað, ef myndin á ávís- un væri greinilega ekki af þeim, sem skrifaði hana út. Vissir annmarkar á þessu kerfi hafa líka verið til um- ræðu: meiri kostnaður fyrir viðskiptamenn bankanna, meira umstang fyrir bankana, m.a. að láta taka myndirnar. Nú þegar eru ávísanir í Banda- ríkjunum greinilega merktar nafni, heimilisfangi og nafn- númeri reikningshafa. FRUMTILRAUN. Tvenns konar fyrirkomulag er á frekari auðkenningu ávís- ana nú. Annað er kallað „Pic- ture Check“ og er það upp- runnið frá Louisiana, tæplega ársgamalt en hitt er nefnt ,,Design-a-Check“, sem hófst í Nevada 1970. Fyrirtæki í Minnesota hefur enn nýja að- ferð til athugunar. „Picture Check“ notar and- litsmynd af reikningshafa eða tvær myndir, ef um sameigin- legan reikning hjóna t.d. er að ræða. Myndirnar eru prent- aðar í horni efst vinstra meg- in á ávísuninni og eru frum- myndirnar teknar hjá bankan- um. Hefti með 200 myndskreytt- um ávísunum samkvæmt þessu kerfi kostar sem svarar rúm- um 300 íslenzkum krónum. Fimmtíu bandarískir. bankar hafa það á boðstólum. Segja bankayfirvöld, að fjórðungur allra þeirra er opna ávísana- reikning kjósi þessa þjónustu, sem ekki er skylda að kaupa. Ennfremur halda þau því fram, að þegar hafi dregið úr ó- löglegri notkun ávísana. FRJÁLST MYNDAVAL. „Design-a-Check“ gefur við- skiptavinum sínum kost á að velja myndir eða teikningar eftir eigin höfði á ávísanir. Þetta geta verið myndir af byggingum, heimiliskettinum, barnabörnunum — eða reikn- ingshafa sjálfum. Banki í Nevada tók upp á þessu fyrir tveimur árum og hefur eftirspurn verið lang- mest eftir myndum af reikn- ingshöfum. Banki í Kaliforníu hefur þó lagt höfuðáherzlu á hið „sköpunarlega" gildi í sam- bandi við skreytingu ávísana. Samt vill helmingur allra þeirra, er þjónustuna kaupa, fá m.yndir af sjálfum sér á ávísanirnar. ,,Design-a-Check“ kostar um 440 krónur, 200 eyðublöð. Venjuleg ávísanahefti, ómynd- skreytt, kosta um 225 krónur, 200 blöð, en hefti með svoköll- uðum „lands'lagsmyndum", sem hafa náð miklum vinsæld- um og útbreiðslu vestan hafs, kosta um 250 krónur. Þær eru afsprengi þeirrar miklu sam- keppni, sem bandarískir bank- ar heyja með sér. Bankamálasérfræðingar í Bandaríkjunum telja, að í framtíðinni verði eiginhandar- undirskrift reikningshafa prentuð á ávísanablöð hans á- samt Ijósmynd. Þannig gæti viðtakandi ávísunar borið saman prentuðu undirskriftina og þá rituðu. W8. ‘t; iq 10*0 170«: JaMBS f. ÍM-ilABBK O.t. S0Sí.682U-7Rl8-9sn Shíki.b-í a. Bcmmvt úx. sídi imotiKsniK in.vt). pn. tti.Mi4in KAS’SAS CtTV. Mtssount 84HS ,,, >oio . . $. . tHlVKAIÍN MID GONTINENT NATIONA k.NAAIÍ. tv «13 2 7’F Sýnishorn úr myndskreyttu ávísanahefti hjóna. FV 6-7 1972 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.