Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 21
Guðmundur H. Garðarsson og Markús Örn Antonsson, ritstjóri FV, í miðjum klíðum með við- talið, sem hér birtist. lands. Árið 1966 stofnaði starfs- fólk félagsins hlutafélagið Starfsmenn hf. en megintil- gangur þess er að vinna að því, að starfsfólk F.í. verði hluthafar í félaginu. Nú á starfsfólkið líka 12—13% af hlutafénu og hefur þessi þróun mála haft mjög góð áhrif. Þetta er fyrirtækjalýðræði í raun. Einnig má nefna Kristján Skagfjörð hf. Þar geta starfs- menn, sem unnið hafa ákveð'- inn árafjölda, eignast hlut í fyrirtækinu. Þetta er mjög til fyrirmyndar. Annað dæmi um samvinnu innan verzlunarinnar var stofn- un Verzlunarsparisjóðsins og síðar Verzlunarbankans. Sem heild stendur verzlunin að bankanum. FV: — Undirbúningur er hafinn að byggingu sameigin- legs húsnæðis bankans, lífeyr- issjóðs verzlunarmanna og V.R. ásamt skrifstofum fyrir sam- tök kaupmanna. Menn hafa líka nefnt sameiginlegt átak allra þessara aðila til að reisa hér stórmarkað. Hvað líður því máli? GG: — Það hefur verið far- ið fram á að fá lóð fyrir hús af þessu tagi í nýja miðbæn- um. Við höfum dæmi um þess háttar samstarf annars staðar. Samband byggingariðnaðar- manna hefur ásamt meistur- um og Félagi ísl. iðnrekenda byggt hús í Ingólfsstrætinu. Stjórn V.R. hefur fyrir sitt leyti samþykkt að taka þátt í könnun á því, hvort hagkvæmt sé að sameinast um þessa byggingu. Málið er enn í at- hugun og ákvörðun um það verður tekin á almennum fé- lagsfundi. FV: — Hvað ræður lífeyris- sjóður verzlunarmanna yfir miklu fjármagni núna? GG: — Sjóðurinn, sem er 16 ára, er orðinn rúmar 500 millj- ónir. Á árinu gerum við ráð fyrir að veita meir en 200 milljónir í lán. Að auki hefur lifeyrissjóðurinn keypt skulda- bréf Byggingarsjóðs ríkisins fyrir 17 milljónir. Lánin, sem sjóðurinn veitir, eru vegna íbúðakaupa sjóðsfélaga annars vegar og svo til atvinnuveg- anna, annað hvort beint til fyrirtækja eða til fjárfestingar- sjóða eða stofnlánasjóða, og að mjög takmörkuðu leyti með hlutabréfakaupum. FV: — Hvaða áhrif hefur þróunin í efnahagsmálum síð- ustu ára og nú að undanförnu haft á stöðu lífeyrissjóðanna? GG: — Ef litið er til reynslu hinna eldri sjóða eins og líf- eyrissjóðs opinberra starfs- manna, fer ekki á milli mála, að þeir hafa ekki getað stað- ið undir skuldbindingum sín- um, og er verðbólgunni þar um að kenna. Höfuðstóll sjóðanna og greiðslugeta hefur rýrnað með kauphækkunum og það hefur orðið að borga með líf- eyrissjóðunum. Þannig er á fjárlögum gert ráð fyrir tug- um milljóna til lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna. Inn í það dæmi kemur líka verðtrygg- ingin. FV: — Nú er það svo, að lífeyrissjóður verzlunarmanna veitir ekki verðtryggingu líf- eyris, þannig að hann helzt ó- breyttur í krónutölu þrátt fyr- ir verðbólgu og almennar kauphækkanir. Er þetta boð- legt? GG: — Persóulega finnst mér það koma fyllilega til at- hugunar, að hefja samræmdar aðgerðir lífeyrissjóðanna og hins almenna tryggingakerfis, þannig að þegar fólk kemst á ellilífeyrisaldur fái það greidd ákveðin eftirlaun með greiðslu annars vegar úr lífeyrissjóði og hins vegar úr trygginga- kerfinu, en greiðslur miðist við kaupgjald hjá viðkomandi stéttum, eins og það er á hverjum tíma. Með þessu ætti að vera hægt að komast hjá því misræmi sem verður, þeg- ar ein starfsstétt fær verð- tryggingu á lifeyri en önnur ekki. Tilfærsla milli sjóða er líka vandamál. Þeir eru misjafn- lega sterkir og flutningur úr einum sjóði í annan getur leitt til þess að réttur einstaklings- ins rýrni eða aukist. Þess vegna verður stundum vart tregðu hjá sterkari sjóðunum til að taka við félögum, sem hafa átt aðild að hinum veik- ari. FV: — Það er geysimikið fé, sem lífeyrissjóðurinn ræður yf- ir. Er líklegt, að ráðizt verði í FV 6-7 1972 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.