Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 29
Greinar og viötöl tfugur Alþingis til hags- munamála verzlunariitnar • eftir Ellert B. Schram, alþingismann FRJÁLS VERZLUN hefur snúiS sér til Ellerts B. Schram alþm. og beðið hann um a3 lýsa viðhorfum sínum d afsíöðu Alþingis til þeirra mála, sem snerta hagsmuni verzlunarinnar í landinu. — Fer greinin hér á eftir: Af persónulegum ástæðum hef ég um alllangt skeið haft áhuga á að fylgjast með mál- efnum verzlunarinnar í land- inu Ég fylgdist með þeim breytingum, sem urðu á allri verzlun og viðskiptum, þegar úrelt og fornaldarleg skerðing- arákvæði voru afnumin í upp- hafi síðasta áratugs. Ég hef sömuleiðis fylgst með því, hvernig verzlunin í framhaldi þar af, hefur engu að síður orðið verulega afskipt í rekstr- arafkomu eða stöðu atvinnu- veganna almennt. Þannig hef- ur verzlunin verið skotspónn hvers konar efnahagsráðstaf- ana, og það virðist sígild og sjálfsögð afstaða stjórnvalda að taka lítið sem ekkert tillit til stöðu verzlunar og verzlunar- fyrirtækja, þegar kollsteypurn- ar eru teknar í darraðardansin- um við verðbólguna. Áróður þess efnis, að kaupsýslumenn hagnist á verðbólgu og gengis- fellingum eru einhver ófyrir- leitnustu ósannindi, sem á borð eru borin í hérlendum stjórn- málaumræðum. FURÐULEGT SKILNINGS- LEYSI OG FORDÓMAR. Áþreifanlegt dæmi um, hvernig hagsmunamál verzlun- arinnar eru höfð að leiksoppi, er meðferðin á frumvarpi fyrr- verandi ríkisstjórnar um verð- gæzlu og samkeppnishömlur. Er ekki vert að ergja sig frek- ar á því að rifja upp þau mála- lok. Með tilkomu svokallaðrar vinstri stjórnar er að sjálf- sögðu ekki að búast við sam- þykkt þess frumvarps á næst- unni, hvað þá heldur að gera megi ráð fyrir öðrum úrbót- um í átt til frjálsari og heil- brigðari verzlunarhátta. Þar kemur pólitíkin til. En afstaða manna gagnvart málefnum verzlunarinnar er ekki einasta af pólitískum toga spunnin. Furðulegt skilnings- leysi og fordómar ríkja í þess- um efnum. AFSTAÐA ALÞINGIS. Þessi fullyrðing mín, byggist á skoðun, sem mjög styrkist þegar dreginn er lærdómur af afgreiðslu eða réttara sagt með- ferð alþingis á liðnum vetri, á málefnum, sem snertu verzl- unina. í fyrsta lagi minni ég á, að sjónarmið forsvarsmanna verzl- unarinnar varðandi frekari af- greiðslu skattalagafrumvarp- anna í vetur, voru ekki rædd, frekar en þau hefðu alls ekki verið sett fram. í öðru lagi byggðist andstað- an gegn breytingum á mjólk- ursölunni á hleypidómum og blindri skoðun manna á ímynd- uðum gróðasjónarmiðum kaup- manna á kostnað bænda. Ég, sem fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um mjólkursöl- una, var vændur um að vera sérstaklega útsendur af kaup- mannavaldinu í Reykjavík, og því ætti frumvarpið ekkert gott skilið. í þriðja lagi gætti fullkom- ins tillitsleysis gagnvart verzl- unarmenntun og verzlunar- rekstri, þegar lagt var fram stjórnarfrumvarp þess efnis, að ráðherra gæti veitt hverjum og einum verzlunarleyfi, sam- kvæmt hans eigin mati, án minnsta skilyrðis um lágmarks- kröfur eða undirstöðuþekkingu í verzlun. Slík heimild, að hver sem er geti sótt um, og fengið verzlunarleyfi, er auðvitað í fullu ósamræmi við þróun á öllum sviðum, þar sem gerðar eru auknar kröfur um sér- menntun og þekkingu. í fjórða lagi fékk tillaga þriggja þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um könnun á stöðu verzlunarinnar engar undir- tektir og dagaði uppi í þing- inu. ÞÁTTUR GYLFA Þ. í fimmta og síðasta lagi var felld meinlaus og sjálfsögð til- laga sem flutt var sem breyt- ing á lögum um þingsköp, þar sem gert var ráð fyrir skipan verzlunar- og viðskiptanefnda í deildum Alþingis, til sam- ræmis við nefndir um aðra at- vinnuvegi. Sú breytingatillaga féll á jöfnu og réði þar úrslit- um atkvæði Gylfa Þ. Gislason- ar. Nú eru það ekki mín orð, að maðurinn hafi ekki í gegn- um árin sýnt verzluninni skiln- ing en það er engu að síður táknrænt, að sá maður, sem gegnt hefur embætti viðskipta- ráðherra í nær 15 ár samfleytt, skuli sýna þessum atvinnuvegi þá lítilsvirðingu, að leggjast gegn þessari tillögu. Nú er fjarri lagi, að mönn- um þurfi að fallast hendur við slíkar undirtektir, en hitt er ljóst, að málsvarar verzlunar- innar þurfa mjög að athuga sinn gang í allra næstu fram- tíð, ef verzlunin á ekki að traðkast undir í kapphlaupinu um hlutaskiptin í þjóðarbúinu. FV 8 1972 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.