Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 46
XII BLAÐAUKI FV 8 1972 Ytri IMJarðvík: Staðlaðir gluggar myndu lækka framleiðslukostnað um 20 % Rætt við forsvarsmenn Ramma h.f. í Ytri—Njarðvík er starfandi hlutafélagið Rammi h.f., sem rekur þar gluggaverksmiðju. Eigendur fyrirtækisins eru átta talsins, en framkvæmda- stjóri Egill Jónsson, tækni- fræðingur. Rammi h.f. var stofnaður fyrir 8 árum og smíðar verksmiðjan samkværnt einkaleyfi frá Te-Tu glugga- verksmiðjunum í Noregi. Þær nota plastþéttilista á lausafög- um og hurðum, sem aðrir gluggaframleiðendur hafa ekki. Hjá Ramma starfa 14 menn og hafa nóg að gera. Verk- smiðjan gerir tilboð í glugga eftir hvaða teikningu sem er og selur framleiðslu sína út um allt land. Mikið er að sjálfsögðu selt til Reykjavíkuj- og árið 1969 gerði Ramrni hagstæðasta tilboðið í glugga og svalahurðir í byggingar Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar í Breiðholti og var sá samningur endurnýjað- ur í fyrra og svo aftur nú í ár. RAMMA-GLUGGAR í 250 HÚSUM í REYKJAVÍK. Alls telja forsvarsmenn Ramma, að gluggar frá þeim séu í 250 húsum í Reykjavík. Allt efni í gluggana flytur verksmiðjan inn sjálf og er eingöngu smíðað úr furu og Oregon-pine. Að sjálfsögðu hef- ur Rammi framleitt mikið í hús á Suðurnesjum en mestu telja framleiðendur skipta, að þéttilistinn, sem þeir hafa einkaleyfi fyrir, hentar afar- vel í íslenzkri veðráttu og sparar t. d. hitakostnað. Þá þykir það líka kostur, að Rammi flytur framleiðsluna sína á byggingarstaðinn. MEÐAL GLUGGAKOSTNAÐ- UR 100 ÞÚSUND Á EIN- BÝLISHÚS. Mest er að gera í glugga- smíðinni síðla sumars en verk- efnin eru nóg allt árið. Yfir- leitt er góður fyrirvari á pönt- unum hjá fólki en afgreiðslu- tími hjá verksmiðjunni er um einn mánuður. Reiknað er með að kostnaður við glugga í meðal einbýlishús sé um 100 þúsund krónur og sagði Egill Jónsson, framkvæmdastjóri, að svo virtist að húsbyggjendur almennt áttuðu sig ekki á því, hvað þarna er í rauninni um háan kostnað að ræða. Mjög ákveðin tízka gildir um útlit glugga en samt er val þeirra svo einstaklingsbundið og kannski í sumum tilfellum svo háð duttlungum arkitekta sem vilja byggja „módelhús'*, að ekki er hægt að koma við stöðlun, sem gera myndi gluggakostnaðinn lægri. Rammi h.f. hefur gert tilraun með framleiðslu staðlaðra glugga en hún tókst ekki vegna þess að markaðurinn fyrir þá reyndist ekki nægur. Aftur á móti segir Egill framkvæmda- stjóri, að kostnaðurinn myndi lækka um 20%, ef stöðlun færi fram, og unnt væri að framleiða 500-600 glugga af hverri tegund. NÝJUNG, SEM VAKIÐ HEFUR ATHYGLI. Núna er sú tízka í mestu gildi að hafa póstana sem fæsta og gera glerkaupin þann- ig hagstæðari. Léttara er yfir gluggunum og þeir eru mcð stóru gleri. Verksmiðjan Rammi hefur að vissu leyti skapað glugga- tízku með nýjung á þes>m sviði. Það eru gluggar með stórum falsmálum, 2x6 cm og standard lausafögum 5,8x5,8 cm að sverleika. Eins hafa verið notaðar ákveðnar lamir í gluggana, sem náð hafa mik- illi útbreiðslu. I samsetningarverkstœðinu hjá Ramma h.f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.