Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 71
Sportver endurskipulagt 40 manns starfa hjá fyrirtækinu Fyrirtækið Sportver h.f. í Reykjavík hóf fataframleiðslu fyrir átta árum. Þá var feng- inn hingað til Iands á þess veg- um sérfræðingur frá Pfaff- verksmiðjunum, sem sá um skipulagningu á fyrirtækinu. Árið 1965 opnuðu svo' eig- endur Sportvers verzlunina Herrahúsið og nokkru síðar lccypti það Herrabúðina í Aust- urstræti. Verzlunin Adam í Vesturveri er einnig í þess eigu. Björn Guðmundsson, einn af forstöðumönnum Sportvers, tjáði FV, að fyrir hálfu öðru ári hafi verið byrjað á hag- ræðingu innan fyrirtækisins samkvæmt skýrslu þeirra norsku sérfræðinga, sem gerðu úttekt á fataiðnaðinum ís- lenzka. Hefur framleiðslan því verið í endurskipulagningu í rúmt ár og standa vonir til að hún skili verulegum ár- angri. Áður en norsku sérfræðing- arnir gerðu athugun sína hafði Sportver tekið upp samvinnu við danskt fataframleiðslufyr- irtæki, sem aðstoðað hef- ur í tæknilegu tilliti og lét ennfremur í té viðskipta- sambönd, sem létt hafa róð- urinn. Efni, sem Snortver not- Björn Guðmundsson og GuS- geir Þórarinsson. ar í föt, eru aðallega flutt inn frá Bretlandi, Þýzkalandi og Svíþjóð. Nú eru starfandi 40 manns í fataverksmiðjunni og 15 í verzlununum. Sportver selur vörur sínar til verzlana víða um land, en hins vegar geta tiltölulega fáir aðilar haft stór- an lager af fatnaði, enda um dýra vöru að ræða. Sportver framleiðir ein- göngu karlmannaföt og staka jakka og buxur. Nam ársfram- leiðslan í fyi’ra um 6000 sett- um, en gert er ráð fyrir tals- verðri framleiðsluaukningu á næstu árum í kjölfar hagræð- ingar. A hverju hausti og vori er endurnýjað talsvert af módel- um, og kemur sænskur sér- fræðingur til þess að vinna það verk. Með því hefur Sport- veri tekizt að fylgjast náið með þeim straumum, sem einkanlega setja svip sinn á fataframleiðsluna í helztu sam- keppnislöndunum. Um samkeppni við erlenda framleiðendur sagði Björn Guðmundsson, að málin væru í viðunandi horfi enn sem komið er, meðan tollverndar gætir, en ef tollar féllu alveg niður, eins og gert var ráð fyr- ir í EFTA-samningum, væri eina úrlausnin fyrir íslenzka fataframleiðendur að auka framleiðni sína með hagræð- ingu. Gabana romm Rommið var samkvæmt lög- um skilgreint í Bretlandi á þennan hátt árið 1904: „áfeng- ur vökvi, sem framleiddur er úr sykurreyr í sykurræktar- löndunum.“ Uppruni romm- nafnsins er óljós. Það er á ensku rum, sem sumir telja að sé komið af „rumbustion“, er eitt sinn þýddi: sterkt áfengi. Aðrir töldu þó að nafnið væri komið af latneska orðinu: sac- cahrum, sem þýðir sykur en líklegast þykir að það sé kom- ið úr spænsku, Ron. Snemma á 18. öld hafði romrmð þegar náð vinsældum í Evrópu meðal manna af öll- um stéttum. Svo hefur verið ætíð síðan, þó að framleiðsl- an hafi tekið minniháttar breytingum til að falla betur í smekk neytenda. Romm frá Demerara í Guyana, áður Brezku Guiana, hefur haft á sér viðurkenningarorð og þá ekki sízt tegundin Cabana Blanca. Demerararommið er upp; runnið í aðalhéraði Guyana. í verksmiðjum í Diamond eru Cabana-rommtegundirnar fram- leiddar. Cabana Blanca er sérstakt ljóst romm, sem var sent á Evrópumarkað vegna mikillar eftirspurnar eftir ljósu rommi, þó að í Demerara hafi jafnan verið framleitt sterkara romm. Ljósa rommið Cabana Blanca hlaut þegar í stað hinar beztu viðtökur. Það kemur frá landi, þar sem íbúarnir hafa alda- langa reynslu í framleiðslu áfengra drykkja, en sýna þó mikla hæfni í að fá fram það bragð, sem mönnum fellur bezt í geð nú á tímum. Þó að ljósa rommið njóti mikilla vinsælda er enn mik- il eftirspurn eftir hinu hefð- bundna, sterka dökka rommi. Cabana dökkt romm sam- kvæmt ströngustu gæðakröf- um, hæfir mjög vel, eins og reyndar ljósa rommið líka, í alls kyns vínblöndur. FV 8 1972 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.