Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 65

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 65
AUGLÝSINGAR auglVsingar og sölustarf Venjulegar auglýsingaher- ferðir eru hluti sölustarfs. Þess vegna þurfa fyrirtæki að sam- ræma vel alla þætti sölustarfs- ins. Það ber t.d. ekki vott um góða heildarsýn, þegar ný aug- lýsingaherferð fer af stað í blöðum og sjónvarpi, en sam- tímis eru gamlar auglýsingar í bíóum og útstillingum í verzl- unum og gamlir og úr sér gengnir bæklingar í umferð. Það er áreiðanlega mjög mikils virði, að auglýsingastofan og sölumenn fyrirtækis hafi með sér gott samstarf, þannig t.d., að sölumennirnir fylgist vel með, hvernig varan selzt, og hvernig auglýsingaherferðir verka á sölu vörunnar. Þá er stofunnar að fylgjast náið með þeim aðferðum, sem keppinaut- urinn beitir Ijóst og leynt. í könnun, sem gerð vai í október 1967 í Bretlandi, kom í ljós, að forstjórar nærri helm- ings þeirra fyrirtækja, er tóku átt í könnuninni, vissu ekki vað helztu framleiðsluvörur þeirra áttu stóran hlut að markaðnum. Það þarf ekki mikið hugvit til að snúa á slíka keppinauta. STÖÐUGRI AUGLÝSINGAR — LENGRA LÍF! Það hefur komið sumum spanskt fyrir sjónir, að á síð- ustu árum hafa allmörg gömul og gróin fyrirtæki hér heima orðið að hætta rekstri. Það væri barnaskapur að segja, að forstöðumenn þessara fyrir- tækja hafi ekki kunnað sitt fag, en hér er enn ein dæmi- sagan, sem a. m. k. vekur á- kveðnar grunsemdir um, að þeir hafi ekki skynjað mátt stöðugra og skapandi auglýs- inga. Af þeim 100 fyrirtækjum, sem mest bar á í heiminum árið 1909, voru aðeins 36 með- al 100 stærstu fyrirtækjanna árið 1948, en 65 af 75 leiðandi auglýsendum árið 1914 aug- lýstu enn af krafti árið 1953. Þau fyrirtæki, sem auglýsa jafnt og mikið, hafa áberandi lengra líf en þau, sem aug- lýsa lítið. Þetta er sérstaklega athyglisvert, þegar jafnframt er tekið tillit til mjög örra breytinga á rekstri fyrirtækja og þjóðfélagsháttum. En aðgát skalhöfð: Skemmti- leg auglýsing getur haft tíu sinnum meiri áhrif en venju- leg söluauglýsing, en það er líka tíu sinnum erfiðara að koma slíkri auglýsingu saman, þannig að hún verki ekki öf- ugt. Andlausar auglýsingar Þessi auglýsing birtist í þýzku tímariti. Israelsku ferðaskrifstof- unni bárust 6000 fyrirspumir af þessu tilefni. GRÍN í AUGLÝSINGUM. Þeir, sem lengi hafa fengizt við auglýsingagerð, vita að grínagtugar auglýsingar geta verið mjög tvíbent vopn. Það er þó að sjálfsögðu þakkarvert að reyna að laða fram bros hjá viðskiptavinunum á þessum síðustu og verstu tímum kjarn- orku, fjöldamorða og mengun- ar. vekja litla eftirtekt og þær auka því ekki sölu, nema að vissu marki, en þær gera vör- unni kannski ekkert tjón. Aft- ur á móti getur misheppnuð „svakalega sniðug“ auglýsing gert út um fyrirtæki á stutt- um tíma. Skemmtilegar auglýsingar verka bezt, þegar tónninn er vingjarnlegur og húmorinn FV 8 1972 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.