Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 33
Samtíðarmaður: Tómcts við málverk ai œskustöðvunum að Jámgerðarstöðum. Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður í Grindavík — Kynni mín af útgerðar- málum hófust strax á bernsku- árunum heima á Járngerðar- stöðum, sem var vestasti bær- inn hér í byggðarlaginu. Þa.r var þríbýli og gert út frá öll- um bæjunum. Svo var einnig um aðra bæi í nágrenninu, alls staðar stunduð sjósókn þó að biiskapurinn væri líka talsverð- ur. Sjálfur fór ég á sjóinn á fermingaraldri og var það að mestu leyti í 11 ár, alla vetur og flest sumur. Þannig var reynsla Tómasar Þorvaldssonar, útgerðamanns 1 Grindavík, af sjávarútvegsmál- um sveitunga sinna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Nú er Grindavík með mestu verstöðv- um á landinu, og það er kannski einmitt þess vegna, sem Tómas viðurkennir kinn- roðalaust, að fyrir nokkrum áratugum hafi viðhorfið verið dálítið annað: — Það var nú svo, að feimn- ir unglingar úr sveit skömmuð- ust sín fyrir að viðurkenna, að þeir væru að fara til Grindavíkur í verið, segir Tómas. Þetta var allt fremur rislágt hér og menn voru með fleiður og marin bök eftir að setja upp skip hér kvölds og morgna við fiskhúsin. Það tíðk- aðist alveg fram að seinna stríði. Hér voru einvörðungu gerð út áraskip til ársins 1926 eða 28, en þá voru settar vélar í þau, og línuspil um sömu mundir. Þau voru notuð jöfn- um höndum á línuveiðum og til þess að draga net með þeim. — Hvaðan af landinu komu þessir feimnu unglingar til vertíðarstarfa hér í Grinda.vík? — Þeir voru alls staðar að, vestan úr Dölum, af Suður- landi og líka að norðan. Að sjálfsögðu voru þar ekki bara unglingar á ferðinni heldur líka fullorðnir menn. Verbúða- líf tíðkaðist hér fram í fyrri heimsstyrjöld en þá var farið að taka sjómennina inn á heim- ilin. Á þrem býlum á Járn- gerðarstöðum voru að jafnaði 15 menn yfir vertíðina og var tekin inn á heimilið kona til að þjóna þeim. Það voru 8—9 menn á hverj- um báti og var róið út í einn tíma og veiðarfæri lögð og stímt í annan klukkutíma á meðan. Fiskirí var gott á ár- unum 1928 til 1933, en upp úr því snarminnkaði aflinn og töldu menn, að fiskurinn væri algjörlega genginn til þurrðar. En í seinna stríðinu náði hann sér upo aftur. — Bátum hér í Grindavík hefur fjölgað mjög mikið á síð- ustu árum. Getur þú nefnt ein- hverjar tölur um þá þróun? — Já. Á árunum 1948—50 voru um tólf bátar í eigu Grind- víkinga, en eru núna yfir 40. Hér eru líka alltaf fjölmargir aðkomubátar, svo að algengt er að 78—80 bátar séu hér samtímis í höfninni. — Hér hefur stórgrýtið sóp- azt upp á bryggjur í stór- streymi og legið við, að skipin skemmdust eða ræki upp í fjöru. Eru hafnarbætur á fram- kvæmdaáætlun nú á næst- unni? — Það er búið að skipu- leggja höfnina. Það, sem vant- ar, er að framkvæma nokkuð veigamiklar aðgerðir til að verja pollinn betur og gera nokkrar bryggjur. Hér háttar svo til, að utan hafnarinnar er úthafið, opið alla leið á Suð- urpólinn. í flóðunum í vetur brotn- aði garðurinn og sjór óð inn FV 8 1972 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.