Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 53
við í spám Éfnahagsstofnunar- innar á sínum tíma. Það kappsmál, sem lagt hef- ur verið á að auka kaupmátt launa um 20% á 1—2 árum hjá þeim lægst launuðu, er hártogun í þjóðfélagi, eins og okkar, því vegna sveiflna verð- ur að líta til lengri tíma og taka meðaltöl. Þótt óskandi sé, að unnt verði með verðstöðvun- arlögunum að viðhalda núver- andi kaupmætti að mestu leyti, er undiraldan þung. Erfitt er að sjá, hvernig slík kaupmátt- araukning fær staðizt til lengd- ar, en eins og fram hefur kom- ið, er hún langt umfram vöxt þjóðartekna, og þótt allir fái ekki þessa aukningu, hafa flestir fengið umtalsverða hækkun, sem hlýtur að verða á kostnað stöðunnar út á við. Óljóst er, hvernig bregðast á við þeirri umsömdu 6% hækkun launa, sem koma á til framkvæda 1. marz 1973 skv. úrskurði Kjaradóms. Allir vita, að verðstöðvun getur ekki haldið öllum verð- hækkunum í skefjum. Yfir- borganir munu þróazt og und- anbrögðum verður beitt. Al- þýðusambandsþing er 1 haust og friður verður væntanlega fram yfir þann tíma til að bregðast við vandanum. Hætt er við, að erfitt verði að koma saman fjárlögum á hausti kom- anda og reyna muni á sam- starfsvilja stjórnmálaflokk- anna, þegar velja á næsta leik og ákveða hvaða mönnum eigi að hafa uppskipti á og hverj- um eigi að fórna. Lög og réttur: PRÓKÍRUIJMBOÐ Heimiidir og takmörk Yfirleitt geta menn því að- eins gert bindandi samninga fyrir hönd annars aðila við þriðja mann, að þeir hafi til þess sérstaka heimild, umboð. Verzlunarstjórar, forstjórar fyrirtækja og aðrir slíkir hafa stöðu sinni samkvæmt visst umboð, en það getur verið tak- markað á ýmsan hátt. Það er því ekki rétt í viðskiptum milli fyrirtækja eða í slciptum ein- staklinga við þau að gera aJ- mennt samninga, án þess, að viðkomandi hafi kynnt sér um- boð það, sem fyrirsvarsmaður fyrirtækis þess, er hann sem- ur við, hefur á hendi. Fari fyrirsvarsmaður fyrirtækisins út fyrir umboð sitt, kann samningur, sem við fyrirtækið er gerður, að reynast ógildur. Það er ekki hvað sízt á sviði verzlunar, sem þetta á við. En óvissa um þetta efni í við- skiptalífinu gæti vissulega orð- ið tilefni tortryggni, sem væri til baga. Úr þessu er bætt með sérstöku umboði, prókúru, sem ákveðnar reglur gilda um. Samkvæmt lögum um verzlun- arskrár, firmu og prókúruum- boð getur firmahafi (ka.upmað- ur, verksmiðjueigandi o.s.frv.) gefið einhverjum manni eða mönnum umboð, sem berum orðum er kallað prókúra eða prókúruumboð. í prókúruumboði felst það, að prókúruhafi hefur vald til þess fyrir hönd umbjóðanda síns að annast allt það, er snertir rekstur atvinnu hans og að rita firmað, það er að segja það nafn, sem viðkom- andi fyrirtæki er rekið undir og notað er við undirskrift undir skjöl þess, Þó má pró- kúruhafi hvorki selja né veð- setja fasteignir umbjóðanda síns, nema hann hafi til þess sérstakt umboð. Ekki má binda prókúruum- boð við ákveðinn tíma eða takmarka það á annan hátt en hér hefur verið frá greint. Sé það gert, er takmörkun ógild gagnvart öðrum mönnum, sem ekki vita um hana. Hins veg- ar hafa slíkar takmarkanir fullt gildi milli prókúruhafa og umbjóðanda hans. Brjóti pró- kúruhafi í bága við takmark- anir, sem gerðar hafa verið á umboði hans, t.d. með því að selja vörur fyrir lægra verð en umbjóðandi hans hefur fyr- ir mælt, er samningurinn þó samt gildur gagnvart kaup- anda, en prókúruhafa er skylt að bæta húsbónda sínum það tjón, sem hann bíður við það, að fyrirmælum hans var ekki hlýtt. PRÓKÚRUUMBOÐ ER AFTURKALLANLEGT. Prókúruhafi getur ekki af- hent öðrum umboð sitt. Þegar prókúruhafi ritar firmað, skal hann rita firmanafnið og bæta við það orðum eða stöfum, sem tákna umboð hans, svo sem „per prókúru“, „pr. pr.“ eða annarri skammstöfun þessara orða og skrifa auk þess nafn sitt. Ef prókúra er sameigin- leg, þ. e. á hendi fleiri manna sameiginlega, þarf að gæta þess, að svo margir skrifi undir, sem ákveðið var þegar prókúran vaf gefin, ella verð- ur undirskriftin ekki bindandi. Afturkalla má prókúruumboð hvenær sem er, en það fellur ekki niður af sjálfu sér við dauða umbjóðanda. Verzlun eða fyrirtæki getur tilkynnt prókúruveitingu til verzlunarskrár þeirrar sem firmað er ritað í eða ætti að ritast í, (hjá borgarfógeta, bæj- arfógetum og sýslumönnum), ef það væri tilkynnt. Skal pró- kúruhafi þá rita firmað og nafn sitt í verzlunarskrána, sé það ekki gert í tilkynningunni. Ef skrásett prókúra er tekin aftur, þá er nauðsynlegt að til- kynna afturköllunina til hlut- aðeigandi verzlunarskrár. Með- an það hefur ekki verið gert eða tilkynningin um afturköll- unina ekki auglýst, getur pró- kúruhafi eftir sem áður samið, svo að gilt sé gagnvart um- bjóðanda sínum, við þá, sem ekki vissu um afturköllunina. TAKMÖRK UMBOÐSINS. Alveg eins og það er nauð- synlegt fyrir aðila, sem semur við fyrirtæki, að gera sér grein fyrir umboði þess, sem hann semur við fyrir hönd fyrirtæk- isins, er það jafn nauðsynlegt fyrir þann mann, sem umboð- ið hefur á hendi að gera sér FV 8 1972 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.