Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 11
Stfórnmál: Tíðinda að vænta úr herbúðum allra flokka á næstunni HÖrð átök Lúðvíks og IVIagnúsar valda mikilli ólgu innan Alþýðubandalagsins Tilraunir samstarfsflokka Framsóknarmanna í ríkis- stjórninni til að hvítþvo sig af mistökunum, sem orðið hafa. í sambandi við gerð nýju skatta- laganna, hafa valdið mikilli gremju meðal Framsóknar- manna. Þeir, sem teljast vera á hægra kanti í flokknum, ítreka það nú við hvert tækifæri, að eðlilegt samstarf við kommún- ista í ríkisstjórn sé óhugsandi. Tíminn hefur reynt að halda uppi vörnum fyrir hönd fjár- máiaráðherra en „línan“ hjá ritstjórn Tímans er sú, að fara mjög gætilega og hefja ekki gagnsókn á hendur kommúnist- um og hætta þar með á að ganga af vinstri stjórninni dauðri strax. MAGNÚS GEGN LÚÐVÍK. En það er ekki einungis að snurða hafi enn einu sinni hlaupið á þráðinn í viðskiptum ráðherra hinna ólíku flokka innan ríkisstjórnarinnar. Sam- búðin er ekki upp á það bezta hjá þeim Lúðvík Jósepssyni og Magnúsi Kjartanssyni um þess- ar mundir. Þessir hinir „sterku menn“ í ríkisstjórninni eiga í strangri baráttu um völd og mannvirðingar í Alþýðubanda- laginu. Magnús hefur verið tal- inn standa betur að vígi m.a. vegna meira fylgis úr röðum hinna yngri og róttækari. Þó hefur að undanförnu borið á síaukinni gagnrýni á Magnús frá þessum spöku skósveinum hans. Ástæðan: Jú, Magnús Kjartansson hefur gerzt sekur um „borgaralegt athæfi“, sem ekki fellur í kramið hjá hin- um róttæku bandamönnum hans. Það fer í taugarnar á þeim, að Magnús skuli keyra Mercedes Benz, að hann bauð gestum sínum í flugtúr upp á Bárðarbungu í sumar og ekki sízt, að hann sem heilbrigðis- ráðherra hefur veitt viðtöku ýmsum þörfum tækjum, sem þjónustuklúbbar eins og Rot- ary, Lions og Kiwanis hafa fært heilbrigðisyfirvöldum að gjöf. Það er hneisa að dómi hins róttækasta arms Alþýðu- bandalagsins, að Magnús Kjartansson skuli hafa látið birta af sér myndir í kompaníi við fulltrúa þessara mjög svo „borgaralegu samtaka“. ARNALDS ÚTI í KULDANUM. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, er í hlut- verki áhorfandans meðan þessu fer fram. Hann er víst dæmdur til að horfa á, um stundarsakir í það minnsta, og á engra annarra kosta völ. For- mannsembættið er hvorki fugl né fiskur og til höfuðs Ragnari hafa aðrir áhrifameiri sett Ólaf R. Einarsson, sagnfræðing, son Einars Olgeirssonar. Hann er formaður svonefndrar fram- kvæmdanefndar bandalagsins og á að hafa eftirlit með Ragn- ari. Unir Ragnar því afar illa, hve leiðin til vegs og virðingar hefur reynzt honum torfær í Alþýðubandalaginu. Á AÐ SPARKA GYLFA? í Alþýðuflokknum er útlit fyrir talsverðar sviptingar með haustinu. Flokksþing er þar í undirbúningi og vinstri fylk- ingin vill svipta Gylfa Þ. Gíslason forystuhlutverkinu. „En hver skal koma í stað- inn?“, spyrja menn. Benedikt Gröndal þykir eng- an veginn sjálfkjörinn og vitna menn til óefnilegrar frammi- stöðu hans sem leiðtoga Al- þýðuflokksins á þingi, þegar Gylfi var við nám í Kaup- mannahöfn á s.l. vetri. Stuðn- ingsmenn flokksins eru margir þeirrar skoðunar, að stjórnar- andstaða flokks þeirra hafi fyrst byrjað, þegar Gylfi sneri heim. Sumir forkólfar ungra jafn- aðarmanna, þeir sem lengst eru til vinstri, eru víst eitt- hvað að bralla fyrir þetta flokksþing og hafa jafnvel í hyg'gju að fá menn úr mið- stjórn Alþýðubandalagsins til að vera á oddinum í þessum innanflokksátökum. Nafn Kjartans Jóhannssonar, verk- fræðings í Hafnarfirði, hefur borið á góma í umræðum um þá sem líklegir eru til að verða í sviðsljósinu hjá krötum á hausti komanda. FIMMAN í SJÁLF- STÆÐISFLOKKNUM. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins mun fara fram snemma á næsta ári. Forysta flo’kksins virðist ekki njóta jafn óskoraðs trausts og fyrri leiðtogar hans gerðu, og á meðal flokksmanna er allt eins gert ráð fyrir breytingum á forystuliðinu á þessum næsta landsfundi. Enginn telur sig þó geta fullyrt, hvernig málum lykti og sakna þess margir að línur skuli ekki hafa skýrzt nú þegar. Þótt búizt sé við, FV 8 1972 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.