Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 69
SAMBÚÐ VIÐ ERLEMD FVRIRTÆKI REYIMSLAINI í ÖÐRLM LÖIMDUIVI Á undanförnum árum hafa orðið hér allmiklar umræður um það. hvort hleypa skuli er- lendum fyrirtækjum inn í land- ið, með rekstur sinn. Hafa margir talið það hættulegt og óttast uppivöðslusemi og yfir- gang þeirra. Umræður þessar hafa verið, að miklu leyti, ó- raunhæfar, þar sem eftirsókn erlendra fyrirtækja eftir starfs- aðstöðu hér á landi, hefur ekki reynzt vera mikil. Eina er- lenda fyrirtækið, sem hér starf- ar nú, er álverksmiðjan, og er- lent fyrirtæki á hlut í kísilgúr- verksmiðjunni. Aðrar eignir er- lendra aðila hér á landi eru hverfandi. Aðrar þjóðir hafa langa reynslu af starfsemi erlendra fyrirtækja í löndum sínum. Virðast vandamálin vera þau sömu, í öllum meginatriðum, hverrar þjóðar sem fyrirtækið er og hvaða land er um að ræða. Þá virðast allir óttast sömu vandamálin, áður en reynsla fæst. í umræðum um þessi mál, koma eftirfarandi fimm atriði ávallt fram: HRÁEFNI FLUTT ÚT I. Elzta mótbáran er sú, að er- lend fyrirtæki noti sér hráefni landsins, með því að flytja þau óunnin eða hálfunnin úr landi, til lokavinnslu annars staðar. Telja margir að æskilegt sé að vinna eigin hráefni heima fyrir, Þegar hægt er að gera það á hagkvæmari hátt heima fyrir, er ekki nokkur vafi að það á að gerast. Það verður líka gert svo lengi. sem fyrirtæki geta hagn- azt á því. Ef það er dýrara að vinna hráefni heima fyrir. borg- ar sig oftast ekki að gera það, þó að það kunni að skapa vinnu. Þá er harla ósennilegt að erlend fyrirtæki vilji stunda slíka vinnu. II. Annað atriði, skylt því fyrsta er útflutningur hagnaðar. Marg- ir líta svo á að hagnaður, sem fer úr landi, sé bein fjárútlát fyrir landið. Menn athuga ekki að hagn- aður verður til við framkvæmd- ir og er mælikvarði á hversu vel tekst til hjá fyrirtækinu. Oft er það þannig, að ef erlent fyrirtæki ræki ekki starfsem- ina, færi hún alls ekki fram, eins og t.d. er um álverksmiðj- una. Þá geta erlend fyrirtæki stundum rekið sín fyrirtæki á hagkvæmari hátt en innlend fyrirtæki. Hagnaður sem greiddur er úr landi er mæli- kvarði á það tillegg. sem fyrir- tæki hefur lagt í efnahagslíf landsins. Því meiri sem hagnað- urinn er. því meiri skatta- greiðslur, því hraðari uppbygg- ing og því betri þjónusta. Að sjálfsögðu verða stjórnarvöld hvers lands að fylgjast með fjármagnshreyfingum af þessu tagi. FRAMKOMA FYRIRTÆKIS III. Almenn framkoma erlendra fyrirtækja er mjög mikilvæg. Það er ekki óalgengt að þau veiti ekki fólki frá viðkomandi landi sömu tækifæri í vinnu, og fólki frá eigin landi, sérstak- lega í æðstu stöðum. Þá þykir oft brenna við að þau flytji inn vörur til eigin þarfa. sem eins mætti kaupa á staðnum. Ein algengasta kvörtunin er sú að þau leggi enga áherzlu á rannsóknarstörf utan eigin lands. Að sjálfsögðu verða stjórnvöld að tryggja að ekki sé um mis- munun að ræða hjá neinu fyr- irtæki. erlendu eða innlendu. Hvað rannsóknum viðvíkur, hefur það vandamál verið leyst með því, að minnsta kosti í einu landi, að semja um að- gang að niðurstöðum og aðferð- um við rannsóknir, landsmönn- um til handa, hjá aðalrannsókn- arstöð fyrirtækisins. IV. Vandamál skapast oft, þegar erlent fyrirtæki þarf að starfa í samræmi við landslög tveggja landa, sem stundum stangast á. Er þar um að ræða aðferðir við skattheimtu og margt fleira. Svarið við þessum vanda liggur í aukinni samvinnu þjóða, til að koma í veg fyrir vandræði af þessum sökum. Árekstrar af þessu tagi hafa oft valdið mikl- um illvilja og deilum. MEÐALVEGURINN V. Þegar allt hefur verið reikn- að. er venjulega fjárhagslega hagkvæmt fyrir land, að leyfa erlendum fyrirtækjum að starfa þar. Þá er enn eftir atriði, sem kann að vera grundvallaratriði málsins. Það er ósk hverrar þjóðar að vera sem minnst öðr- um háð. Þó að erlend fjárfesting geti veitt örari hagvöxt og betri lífs- kjör, er eðlilegt að fólk óttist það nokkuð, ef stór svið efna- hagslífsins lenda undir yfirráð- um erlendra manna. Jafnvel þó að óttanum sé sleppt, er það ' skiljanlegt að hver þjóð vilji eiga sem mest af framleiðslu- tækjum í landinu. Grundvallaratriði málsins er því það, hvort hægt er að taka tillit til þessara tilfinninga, án þess að setja svo miklar tak- markanir á erlent fjármagn, að ekkert fáist til landsins. Reynsla margra þjóða bendir til að svo sé. þegar nauðsynlegt eftirlit er haft með rekstri fyr- irtækja þessara. Enn mikilvægara er þó, að ýta undir eðlilega þróun og vöxt viðskiptalífsins í heild, stuðla að eðlilegum fjármagns- markaði og heilbrigðu skatta- kerfi. Undir slíkum kringum- stæðum hefur erlent fyrirtæki ekkert að vinna, með því að haga sér á þjóðfélagslega ó- heppilegan hátt. FV 8 1972 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.