Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 55

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 55
fulla grein fyrir umboðinu, hvaða heimild það felur í sér og hvar takmörk þess eru. Þetta á ekki síður við um pró- kúruumboð en önnur umboð. Þannig segir í lögum um samningsgerð, umboð og ó- gilda löggerninga, að sá, sem kemur fram sem umboðsmaður annars manns, ábyrgist, að hann hafi nægilegt umboð. Sanni hann ekki, að hann hafi slíkt umboð eða að löggerning- ur sá, sem hann hefur gert, hafi verið samþykktur af þeim manni eða aðila, sem hann taldi sig hafa umboð frá eða að löggerningurinn af öðrum ástæðum sé skuldbindandi fyr- ir þann mann eða aðila, skal hann bæta það tjón, sem þriðji maður, það er að segja við- semjandi hans, verður fyrir við það, að löggerningnum verður ekki beitt gegn þeim manni eða aðila, sem sagður var vera umbjóðandi þar eða sá, sem umboðsmaðurinn hefði heimild sína frá. Þetta gildir þó ekki, ef þriðji maður vissi eða mátti vita, að sá maður, sem lög- gerninginn gerði, hafði ekki nægilegt umboð, né heldur, ef sá maður, sem löggerninginn gerði, fór eftir umboði, sem var ógilt af ástæðum, sem honum var ókunnugt um og þriðji maður gat ekki búizt við, að honum væri kunnugt um. í víxillögum er ennfremur mjög mikilvægt og athyglis- vert ákvæði þess efnis, að sá, sem ritar nafn sitt á víxil fyr- ir hönd annars manns, en hef- ur ekki umboð til þess, verður sjálfur skuldbundinn sam- kvæmt víxlinum. SKORTUR Á PRÓKÚRUUMBOÐI — HÆSTARÉTTARDÓMUR. Á þetta síðastnefnda ákvæði reyndi einmitt í hæstaréttar- dómi frá árinu 1965, þar sem málsatvik voru þau, að olíu- félag krafðist greiðslu á víxli fyrir olíu, sem seld hafði ver- ið fyrirtæki einu, er var hluta- félag. S, sem taldi sig hafa verið framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, hafði samþykkt fram- angreindan víxil per prókúru. Hélt S því fram, að við sam- þykkt víxilsins hefði hann haft prókúruumboð fyrirtækis síns, enda hefði hann á þeim tíma samþykkt fyrir fyrirtækið bæði víxla og gefið út ávísanir per prókúru með vitund og samþykki stjórnar fyrirtækis- ins, enda falli slíkt beint und- ir verkahring framkvæmda- stjóra. Ágreiningslaust væri, að olíukaupin hefðu verið gerð í þágu fyrirtækisins og að þau hefðu komið fyrirtækinu að fullum notum. Af hálfu fyrirtækisins sjálfs var krafizt sýknu með þeim rökum, að S hefði aldrei verið veitt prókúruumboð á löglegan hátt og hann því ekki getað skuldbundið fyrirtækið með því að samþykkja fyrrgreindan víxil fyrir þess hönd. Skýrði formaður stjórnar fyrirtækis- ins svo frá fyrir dómi, að hann sjálfur ásamt öðrum manni hefði sérstakt prókúru- umboð á hendi og kæmi ekki til mála, að S hefði haft sér- staka heimild stjórnar fyrir- tækisins eða formanns hennar til þess að samþykkja víxil þann, sem um væri deilt í málinu. Dómsniðurstaðan varð sú, að ósannað væri, að S hefði haft umboð til þess að samþykkja víxilinn fyrir hönd fyrirtækis- ins og var hann því sjálfur dæmdur skuldbundinn greið- andi víxilsins sem samþykkj- andi hans. Dómi þessum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómarinn og staðfesti dóminn. Af dómi þessum verður helzt ráðið, að það sé sönnunaratriði hverju sinni, hvort um löglegt prókúruumboð sé að ræða. En sönnun um þetta efni verður naumast einhlýt fyrr en við- komandi hefur fengið prókúru- umboð sitt skráð í verzlunar- skrá og auglýst í Lögbirtinga- blaðinu. Þá fyrst getur enginn leyft sér að draga í efa, að löglega hafi verið frá prókúru- umboðinu gengið. , (Heimildir: Isleifui Árnason, Islenzkur verzlunarréttur; Hæstaréttardómar o. fl.). Skortur á upplýsingum um íslenzk fyrirtæki? ÍSLENZK FYRIRTÆKI 72 gefur nú víðtækari upplýsingar um ís- lenzk fyrirtæki en fáanlegar eru á einum stað. Uppsláttarrit — vöru- og viðskiptahandbók. Bók, sem stjórnendur og starfsmenn velja. FRJÁLST FRAMTAK HF. LAUGAVEGI 178. — SÍMI 82700 - 82302. FV 8 1972 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.