Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 36
II BLAÐAUKI FV 8 1972 þessu ári samkvæmt fjárhags- áætlun. IÐNSKÓLI í BYGGINGU. í samvinnu við önnur sveit- arfélög á Suðurnesjum var nú í júlímánuði hafin bygging iðn- skólahúss í Keflavík og reikn- að með að kennsla hefjist þar um áramót. Iðnskólinn hefur verið starfræktur í leiguhús- næði fram að þessu. Þá er verið að stækka gagn- fræðaskólann, svo að hann geti með eðlilegu móti tekið við öllum nemendum á ungl- inga og gagnfræðaskólastigi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess, hvenær kennsla á námsstig: menntaskóla verður hafin í Keflavík, en ef skóla- húsnæði er fyrir hendi getur menntamálaráðherra ákveðið, að slík kennsla skuli hafin. Fólki fjölgar tiltölulega ört í Keflevík, og þegar húsnæði eykst búast bæjaryfirvöld við örari fjölgun en hingað til. Veldur þessu gott atvinnuá- stand með aukinni útgerð og meiri vinnslu á aflanum. Fyrir nokkrum árum fundust rækju- mið suðvestanlands og varð það til þess að auka atvinnu í landi. Leggja bátarnir nú upp allt árið í Keflavík, á vetrarvertíð, og humar- og rækjuvertíð á sumrin. BANDARÍKJAMENN DÝRIR BÆJARFÉLAGINU. Aðspurður um áhrif dvalar varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli á efnalega afkomu fólks í Keflavík, sagði bæjarritarinn, að þau væri hverfandi. Mikið hefði dregið úr atvinnu fyrir Islendinga hjá varnarliðinu en hins vegar hefði starfsmönnum hjá íslenzku flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli og eins hjá Loftleiðum fjölgað mikið. Þeir Bandaríkjamenn, sem búa í Keflavíkurkaupstað, eru bæj- arfélaginu frekar dýrir, því að þeir borga enga skatta en fá sömu þjónustu og aðrir bæjar- búar. Þeir verzla töluvert í Keflavík en sækja allar skemmtanir upp á Keflavík- urflugvöll. Þeir varnarliðs- menn, sem dveljast á Kefla- víkurflugvelli, fara allt annað en til Keflavíkur, þegar þeir fá heimild til að yfirgefa völl- inn og því má segja, að sam- neyti við Bandaríkjamenn sé mjög lítið áberandi í Keflavik Grafið fyrir nýja flóðarœsinu í Aðalgötu í Keflavík. Ofan „gamla bœjarins'' í Keflavík hefur risið nýtt einbýlishúsa- hverfi. Fjörkippur er nú kominn í byggingaframkvœmdir eftir nœrri fimm ára hlé. miðað við að herstöðin er þar alveg á næstu grösum. Sveitarfélögin í kring, ems og Njarðvíkur, Miðnes-, Hafna- og Garðahreppur hafa haft all- drjúgar tekjur í aðstöðugjöld frá þeim verktökum, sem á vellinum hafa unnið, en flug- vallarsvæðið er innan marka þessara hreppa. Þessar tekjur fara þó minnkandi vegna breyttra tekjustofna sveitafé- laga. Sagði Steinþór Júlíusson, að þó varnarliðið færi á nokk- urra ára bili, t. d. smám saman á fimm árum, myndi þess alls ekki verða vart í at- vinnulegu eða fjárhagslegu til- liti hjá Keflvíkingum, en ef það færi hins vegar mjög skyndilega mætti búast við, að nokkur hundruð manns misstu atvinnu um stundarsakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.