Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 25

Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 25
Fjölmiðlar Sjónvarpstími til ráðstöfunar fyrir almenning í Bandaríkjunum Svo að lítið beri á og nœst- um óafvitandi hefur fjarskipta- nefnd Bandaríkjanna hrundið af stað tilraun, sem gerir al- menningi í landinu mögulegt að koma fram í sjónvarpi. í reglum nefndarinnar um hið svokallaða þráðsjónvarp, sem útvarpar um jarðstreng til fastra áskrifenda sjónvarps- sendinga og æ meira ryður sér til rúms vestan hafs, eiga fyr- irtækin, sem leyfi fá til rekst- urs sjónvarps með þessum hætti á helztu þéttbýlissvæð- um að leggja til að minnsta kosti eina rás, sem almenning- ur geti haft aðgang ^ að, þeg- ar hann vill koma sjálfum sér á framfæri í þessum áhrifa- mikla fjölmiðli. Árið 1977 verða allar sjónvarpsstöðvar, sem notast við þetta kerfi nú, samtals 3000 talsins, að opna slíka almenningsrás. Þar eiga allir að hafa aðgang eftir röð eða bókunum og þurfa ekkert að greiða fyrir. Engin ritskoð- un verður viðhöfð og engar auglýsingar leyfðar. Sjónvarp- ið á með þessum hætti að verða eins og blöðin, vettvang- ur hins frjálsa orðs. EIGA AÐ NÝTA AUKARÁSIRNAR. Ástæðan fyrir þessum al- menningsafnotum af þrápsjón- varpinu, sem ekki hafa tíðkazt áður í sjónvarpi eða útvarpi, er sú, að þráðsjónvarpið ræður yfir fleiri rásum en hvert fyr- irtæki um sig þarf að nota. Venjulegast senda þau um jarðstrengi sína endurvarp af sjónvarpsdagskrám, sem verða mun greinilegri, en í venju- legri notkun með loftneti, sér- staklega litasjónvarp. Áskrif- endur greiða 5 dali á mánuði fyrir þessa þjónustu. Strengina má nota til að flytja samtímis 12 eða 14 dagskrár á mismun- andi rásum og þess vegna ætl- ar fjarskiptanefndin að setja fram viss skilyrði um nýtingu þeirra í framtíðinni. Sem dæmi má nefna, að sjónvarpsfyrir- tækin verða að gefa sveita- stjórnum og skólum viðkom- andi bæja og sveita kost á sjónvarpstímum auk hinnar al- mennu notkunar, sem áður var nefnd. Frjáls aðgangur almennings að sjónvarpi til miðlunar er þegar við lýði — en þó rétt aðeins. Athyglin hefur aðallega beinzt að tveimur rásum, sem notaðar hafa verið í þessum tilgangi í New York síðan í ur aðeins til átta dagskrár- stundir á viku en nú eru þær orðnar 200. Dagskrárnar hafa allar verið teknar á myndseg- ulband fyrir útsendingu og er það sumpart sakir þess að sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki tæknilega aðstöðu til beinna útsendinga og ennfremur af því að þær óttast málshöfðun gegn sér fyrir meiðandi um- mæli eða hugsanlega klám- fengni, sem gæti komið fram Útsending þáttccr í almenningssjónvarpi í Bandaríkjunum. fyrrasumar. Arangur er óljós. Mörg dagskráratriðin eru léleg og aðeins lítill hluti þeirra 200 þús. áhorfenda. sem eru áskrif- endur að sendingum þessara stöðva, hafa sýnt málinu á- huga og fylgzt með. Af hálfu stöðvanna er ekki horft í kostnaðinn, því að þær leggja til upptökuherbergi, mynda- tökuvélar, myndsegulbands- tæki og að vissu marki leið- beiningar sérfræðinga í fag- inu. í fyrstu lagði almenning- í beinum útsendingum. ÁHRIFAMIKIÐ FYRIR FÉLAGSSHÓPA. Þjónusta af þessu tagi kem- ur áreiðanlega að beztum not- um fyrir skipulagðan félags- skap, sem vill koma sjónarmið- um á framfæri við ákveðinn hóp áhorfenda með jöfnu milli- bili. Þjálfunarstöð heyrnleys- ingja, sem opinber yfirvöld standa meðal annars að, hefur notað sér þessa aðstöðu frá FV 8 1972 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.