Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 12
að til tíðinda dragi á lands- fundinum, hefur það ekki sett þau merki á samstarf helztu framámanna flokksins og flokksmanna almennt, sem margir virðast hafa búizt við. „Jú. Það kunna að verða gerðar einhverjar breytingar, þegar landsfundurinn kemur saman,“ sagði einn af eldri mönnum í flokknum fyrir nokkru. „Hverjar veit ég ekki. Við getum valið milli svo margra mikilhæfra manna. Það eru ekki bara Jóhann, Gunnar og Geir. Við eigum líka Ingólf og Magnús.“ „BÚROKRATINN“ MAGNÚS TORFI. Sárrar gremju gætir hjá fé- lögunum í Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna vegna skerfs þingmanns þeirra og ritstjóra Bjarna Guðnasonar til sjónvarpsþáttarins um „Breiðu bökin“ ekki alls fyrir löngu. Þótti hann ekki beysinn. Finnst þeim, að Bjarni hafi af- hjúpað sig illilega sem skrýt- inn og lélegan stjórnmálamann. Hefur Bjarni þegar fallið nokkrar tröppur í mannvirð- ingastiganum innan samtak- anna fyrir bragðið og óvíst að honum og formanni Mennta- málaráðs, fr. Ingu Birnu Jóns- dóttur, gangi jafnvel og áður aðförin að hinni öldnu kempu, Hannibal Valdimarssyni. Huldumaður samtakanna á ráðherrastól, Magnús Torfi Ól- afsson, lætur jafnlítið á sér kræla og áður. Embættismönn- um fellur vel við þennan prúða og hlédræga yfirboðara en hinir sjálfskipuðu menning- arvitar og sjálfumglöðu eðal- steinar í kúltúrlífinu eru ó- sparir á gagnrýni á aðgerðar- leysi ráðherrans. Eitt músík- séníið hefur látið hafa þetta eftir sér: „Magnús Torfi er alltaf að lesa einhver skjöl. Hann sýnir ekkert frumkvæði en hefur á skömmum tíma orð- ið fyrirmyndar búrokrat.“ Iðnaður: Stóraukinn innflutningur gólfteppa Leggst íslenzk teppaframleiðsla niður, þegar EFTA-tollar lækka næst? Innflutningur á gólfteppum hefur farið mjög vaxandi síðan ísland gerðist aðili a.ð EFTA. Einn teppainnflytjandi tjáði FV, að allar horfur væru á að teppasalan hjá honum yk- ist um 200% á þessu ári mið- að við sölu í fyrra. Tollur á innfluttum teppum frá EFTA-löndunum er nú 65 % en lækkar niður í 56% árið 1974. Innlendir teppaframleið- endur eru svartsýnir og sjá fram á afar kröpp kjör, þegar enn frekari tollalækkun kemur til framkvæmda. Hefur heyrzt, að Álafoss h.f. muni algjörlega leggja sína teppaframleiðslu niður og fleiri kunna að gera slíkt hið sama. TEPPI FYRIR RÚMAR 45 MILLJ. 1971. Innflutningur á teppum er í tveim tollskrárflokkum. Ann- ars vegar eru hnýtt teppi og hins vegar „önnur gólfteppi“. í fyrra voru flutt inn „önnur gólfteppi“ þar á meðal ofin gólfteppi fyrir 45 millj. 265 þús. Árið 1970 nam innflutn- ingur þeirra 18 millj. 356 þús. og 1969 var hann 7 millj. 326 þús. Langmest er flutt inn af gólfteppum frá Bretlandi eða fyrir 30 millj. 905 þús í fyrra. 12 Danmörk var í öðru sæti með 4 millj. 62 þús. og írland í þriðja með 2 millj. 308 þús. Á tímabilinu janúar—júní í ár voru flutt inn gólfteppi í þessum tollskrárflokki fyrir rúmar 25 milljónir. Og hvað segja teppaframleið- endur á íslandi um samkeppn- ina við síaukinn innflutning? VTÐBRÖGÐ FRAMLEIÐENDA. Hjá Vefaranum h.f. fékk FV þær upplýsingar, að fram- FV 8 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.