Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 38
IV BLAÐAUKI FV 8 1972 það gifurlega fjármagn, sem bundið er í nauðsynlegustu tækjum til flughafnarreksturs. NÝ FLUGSTÖÐ EFTIR 5 ÁR? Áform um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli hafa margoft verið til umræðu. Það mál er nú í undirbúningi með aðstoð franskra sérfræðinga. Telur Grétar Kristjánsson að vonir hinna bjartsýnustu standi til þess, að ný flugstöð verði tek- in í notkun eftir fimm ár. Gamla byggingin, sem nú er í notkun, getur rúmað 1500 farþega samtímis sem algjört hámark. Mikil aukning er fyr- irsjáanleg í flugi um Kefla- víkurflugvöll og þá sérstak- lega í áætlunarflugi til íslands og frá því. Grétar sagði, að gera mætti ráð fyrir því, að hingað kæmu á næstu árum fullhlaðnar risaþotur með_ far- þega til ráðstefnuhalds á ís- landi og myndi sú þróun sem og hin almenna aukna ferða- mennska á íslandi krefjast mjög bættrar aðstöðu til mót- töku farþega á Keflavíkur- flugvelli. Þá væri ekki síður ástæða til að huga að öryggis- málum, en nú væri Kefla- víkurflugvöllur á góðri leið með að ná því marki að verða fullkominn alþjóðlegur ^ flug- völlur og myndi það tvímæla- laust margefla gildi hans sem varaflugvallar fyrir flug yfir Norður-Atlantshaf. Hann yrði því ofar á blaði sem vara- völlur hjá erlendum flugfélög- um en nú er og myndi það vafalaust leiða til meiri um- ferðar. GÓÐ SAMVINNA FLUGFÉLAGANNA. Nýlega var endurnýjaður til fimm ára samningur milli Loftleiða og ríkisstjórnarinnar um rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. í þessum samningi eru endurskoðunar- ákvæði, ef Flugfélag íslands óskar að taka þátt í rekstrin- um og eins er erlendum flug- félögum heimilt að afgreiða vélar sínar sjálf, ef þau vilja. Grétar tók fram, að samvinna við flugfélögin, sem Keflavík- urflugvöll nota auk Loftleiða væri mjög góð og sérstaklega við Flugfélag íslands. 2000 MÁLTÍÐIR Á DAG. Á Keflavíkurflugvelli annast Loftleiðir alla almenna af- greiðslu flugvéla, þjónustu við farþega og áhafnir, viðgerðir flugvéla og flugumsjón, auk matargerðar. Við þetta starfa rúmlega 240 manns, þegar mest ex að gera, en talan fer niður í 160 yfir veturinn. Starfsliðið er fyrst og fremst ráðið með tilliti til áætlunar- flugsins, en völlurinn verður alltaf að vera opinn og viss þjónusta á boðstólum. Þess vegna er reksturinn dýr. Það verður að vera hægt að af- greiða 5 flugvélar í einu og afgreiðslutíminn á hverja vél má ekki vera meira en 45 mín- útur til klukkutími. Svo koma dauðir kaflar inn á milli. Nú er hins vegar í ráði að tak- marka þjónustu að næturlagi yfir vetrarmánuðina. Launagreiðslur til starfs- manna Loftleiða á vellinum eru áætlaðar 86.146.000 og eru það um 60% heildargjalda. í haust mun væntanlega liggja fyrir ákvörðun um stað- setningu nýju flugstöðvarinr.ar á Keflavíkurflugvelli. Þá munu Loftleiðir hefja undirbúning að smíði nýs eldhúss, því að of þröngt er orðið í því eld- húsi, sem nú er notað til að útbúa mat fyrir flugfarþega. Að meðaltali eru á sumrin lagaðar máltíðir daglega handa 2000 manns í flugeldhúsinu. Er það fyrst og fremst fyrir Loft- leiðafarþega, en British Europ- ean Airways, sem heldur uppi tveim ferðum í viku til íslands er líka kostgangari hjá Loft- leiðaeldhúsinu, ef svo mætti segja, og danska flugfélagið Sterling hefur keypt þar mat sömuleiðis fyrir Ameríkuflug sitt. Félagið hefur haft við- komu í 60 ferðum í sumar á leið irjilli Danmerkur og Bandaríkjanna. Lausleg athug- un hefur verið gerð á rekstri sameiginlegs eldhúss fyrir Loftleiðir og Flugfélagið og eru umræður um það mál enn á byrjunarstigi. LÁG AFGREIÐSLUGJÖLD. Hvað kostar það svo að fá flugvél afgreidda hjá Loftleið- um á Keflavíkurflugvelli? Fram á þetta ár höfðu verið óbreytt afgreiðslugjöld miðað við Bandaríkjadollar frá ár- inu 1968. Loftleiðir vildu hætta rekstrinum á Keflavík- urflugvelli en fengu þá við- unandi hækkun. Fyrir 250 manna vél er afgreiðslugjald- ið kr. 22.242.00 og er það langt undir því, sem gerist annars staðar, að sögn Grétar Krist- jánssonar. Ekki er fjarri lagi að áætla að heildareyðsla er- lends flugfélags og farþega nemi hálfri milljón króna í hvert sinn vegna viðkomu á fslandi. Næsta haust er ráðgert að Ijúka lengingu þverbrautarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Frá og með þeim tíma verður hann með fullkomnari alþjóðlegum flugvöllum, og sagði Grétar að lokum, að enginn vafi væri á því að hann ætti mikla framtíð fyrir sér sem aðal- millilandaflugvöllur íslendinga og ákjósanlegur lendingarstað- ur þeirra fjölmörgu flugvéla, sem þurfa að koma við í stuttri áningu á ferðum sínum. Þota Loftleiða kemur til Keflavíkurflugvallar með 250 farþega Afgreiða má fimm slíkar vélar í einu á flugvellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.