Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 35
FV 8 1972 BLAÐAUKI I Keflavík: Mjög óveruleg áhrif varnarliðsins á fjárhag Keflvíkinga - Rætt við Steinþór Júlíusson, bæjarritara. Miklar byggingaframkvæmd- ir standa nú yfir í Keflavíkur- kaupstað og er verið að reisa nýtt íbúðarhúsahverfi ofan gamla bæjarins að suðvestan. Að sögn Steinþórs Júlíussonar, bæjarritara, hafa íbúðarhúsa- byggingar í Keflavík að miklu leyti legið niðri í 5 ár en nú er búið að úthluta 1 hinu nýja hverfi lóðum undir 65 einbýl- ishús, 45 íbúðum í raðhúsum og 22 garðhúsum. Gert er ráð fyrir, að lóðir á þessum slóð- um nægi í næstu 2-3 ár. Norður af þessu hverfi er svo farið að skipuleggja ann- að íbúðarhúsasvæði, sem tilbú- ið verður til úthlutunar á næsta ári. Er þar með séð fram á farsæla þróun í bygg- ingamálum Keflvíkinga, sem hafa eins og áður greinir, stað- ið nokkuð í stað um árabil með þeim afleiðingum, að fólk hefur ekki getað byggt eins og það vildi og því sett sig niður annars staðar, í ná- grannasveitarfélögunum eins og t. d. Njarðvíkunum. Iðnaðarlóðir hafa verið skipu- lagðar á svæði upp af efstu byggð í Keflavík, Iðavöllum, og er þar byrjað að byggja og öllum lóðum hefur verið úthlutað. Ekki er það áberandi að fyrirtæki flytjist til Kefla- víkur úr öðrum byggðarlögum en þó má nefna að fyrirtækið Kol og salt flutti starfsemi sína til Keflavíkur og rekur þar nú Saltsöluna sf., sem annast dreifingu á salti víðs- vegar. Saltsalan var sett á laggirnar í Keflavík fjrrir tveimur árum og hefur nú reist þar nýtt geymsluhús við höfnina. Háttar svo til, að hægt er að setja saltið niður um þak hússins og losa það svo að neðan. í Kefiavík greiða menn 178 kr. í gatnagerðargjöld fyrir hvern rúmmetra í einbýlishúsi. Fyrir raðhús, keðjuhús, tvíbýl- ishús og minni fjölbýlishús er gjaldið 111 kr. á hvern rúm- metra. Gjaldið fyrir stærri fjöl- býlishús er 45 kr. á rúmmetra. Fyrir verzlunarhús, iðnaðarhús Steinþór Júlíusson, bœjarritari í Keflavík. og annað atvinnuhúsnæði greiðast 25—150 kr. á rúm- metra. Miklar umbætur eru fyrir- sjáanlegar hjá fiskiðnaðarfyrir- tækjunum í Keflavík á næst- unni og ennfremur hjá Kefla- víkurbæ til að standast þær auknu kröfur, sem gerðar eru til hreinlætis og hollustuhátta hjá matvælaiðjum. Keflavík hf. hefur þegar gengið frá lóð sinni og niðri á Vatnsnesinu, þar sem fisk- iðjufyrirtækin hafa aðstöðu sína flest eru miklar fram- kvæmair framundan. Bærinn er að bjóða út gatnagerð þar, sem kosta á um þrjár milljónir með vatnsleiðslum og holræs- um. Ársgömul áætlun, sem fyr- ir liggur, gerir ráð fyrir 80-90 milljón króna kostnaði við þær endurbætur í þessu sam- bandi, sem bæjarfélagið þarf að standa undir. NÝTT FLÓÐAKÆSI. Af öðrum framkvæmdum, sem nú standa yfir hjá Kefla- víkurkaupstað má nefna nýtt flóðaræsi úr nýja íbúðahverf- inu, sem áður var nefnt, og niður í sjó. Verið er að grafa sex metra djúpan skurð fyrir ræsið eftir Aðalgötu og á það að flytja skolp og yfirborðs- vatn í tvöföldu kerfi. Vandamál hafa áður skap- azt í Keflavík vegna flóða, þar eð gamla holræsakerfið gat ekki tekið við öllu yfir- borðsvatni og þurfti bæjar- sjóður þá að borga hátt í eina milljón í tjónabætur vegna vatnsskaða, sem urðu á húsum. Þá er verið að bera olíumöl á þrjá kílómetra af gatnakerfi bæjarins. Er þá samtals búið að olíubera og malbika 11-12 kílómetra eða um helming af öllum götum í Keflavík. Alls verja Keflvíkingar tæpum níu milljónum til gatnagerðar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.