Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 49
bandi við sölu á freðfiskinum í Bandaríkjunum. Þar hafa ís- lendingar, Kanadamenn og Norðmenn samvinnu um að takmarka framboð ef þörf krefur, og tryggja þar með hátt markaðsverð á fiskinum. — Stundið þið „iðnaða.r- njósnir“ erlendis til að fylgjast með og búa ykkur undir átök- in á mörkuðunum? — Við reynum eftir beztu getu að fylgjast með því, hvað keppinautar okkar eru að að- hafast og fáum við um það nokkuð ýtarlegar upplýsingar. Það er líka reynt að sjá fyrir, hver verðlagsþróunin verður, svo að hægt sé að haga fram- leiðslunni í samræmi við hana í fyrra fengum við upplýsing- ar, sem leiddu til þess, að við framleiddum mikið, en útlitið núna er ekki alveg eins gott og það hefur verið síðustu tvö eða þrjú árin. Norðmenn hafa aukið sína framleiðslu að und- anförnu og það hefur sitt að segja. — Verðið þið varir við, að alþjóðapólitík setji mark siít á afstöðu ráðamanna í einstök- um ríkjum til viðskiptasam- bandanna við ykkur? —Já. Þetta á sérstaklega við um Portúgali núna upp á síð- kastið. Þeir og aðrir, fylgjast greinilega vel með, hvaða af- stöðu við tökum í málefnum þeirra. Við seldum saltfisk til Portúgals fyrir um einn miljarð kr. á síðasta ári, svo að um mikilvægan markað er að ræða fyrir okkur, enda borðar hvert mannsbarn í Portúgal að meðaltali 11 kíló af fiski á ári. Við erum óneitanlega hrædd- ir um, að eindregin afstaða gegn Portúgal í nýlendumálun- um geti skaðað hagsmuni okk- ar þar suður frá. Oft má satt kyrrt liggja, og ég get ekki séð, að þarna sé um að ræða mál, sem beinlínis snerta okk- ur. Svíar hafa haldið uppi mót- mælum gegn Portúgölum, og í eitt skipti voru viðbrögðin af þeirra hálfu þau, að Portú- galskir hafnarverkamenn neit- uðu að skipa upp sænskum bílum, sem selja átti í Portú- gal. Portúgalar hafa látið í ljós óskir um, að við keyptum meira frá þeim, en nú er gert. Spánverjar hafa gert slíkt hið sama, en mega nú allvel við una eftir samningana um skut- togarakaupin og aukinn ferða- mannastraum, sem liggur frá íslandi til þeirra. Árið 1968, þegar ástandið var hvað verst í saltfisksölumálum okkar, fór ég ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni viðskiptamálaráðherra, Guð- mundi í. Guðmundssyni sendi- herra í London og Helga Þór- arinssyni, framkvæmdastjóra S. í. F. suður til Spánar að semja, og þó að mjög strang- ar reglur giltu um innflutn- ingsleyfi, fengum við betri fyrirgreiðslu en margir aðrir, þrátt fyrir að við keyptum lít- ið af þeim og iíka þótt þeir lægju sjálfir með óseldan fisk. Neyzla Spánverja sjálfra er að meðaltali um 100 þús. tonn af saltfiski á ári en 1968 fram- leiddu þeir um 140 þús. tonn. Það var í þessari ferð við- skiptaráðherra íslands, sem ræddir voru möguleikar á, að Spánverjar smíðuðu fyrir okk- ur skuttogara. — Þú minntist á það áðan, Tómas, að hér fyrr á áruin hefði vertíðarfólkið verið tekið inn á heimilin hér í Grindavík. Nú er þetta fyrir Iöngu breytt aftur og þú ert búinn að reisa nýjar verbúðir, sem gefa nýju sumarhótelunum ekkert eftir. — Við höfum húsnæði fyr- ir verkafólkið hér í tveimur timburhúsum, Bræðraborg og Hrafnabjörgum, en í fyrra fluttum við í nýtt hús. Þar er svefnpláss fyrir 54 og mötu- neyti. Herbergi eru fyrir tvo, í þeim eru fataskápar og heitt og kalt vatn. Baðherbergi eru mjög nýtízkuleg og um allt húsið er kallkerfi. í samvinnu við Flugfélag ís- lands og Ferðaskrifstofuna Úr- val hefur verið gerð tilraun með ferðir frá Bretlandi til sjóstangaveiða héðan úr Grindavík með gistingu í ver- búðunum. Þetta er frumtil- raun, sem hefur tekizt allbæri- lega, en einn af bátunum okk- ar fer með fólkið á veiðar. — Að endingu la.ngar mig að spyrja þig um hugmyndir, sem þú hefur áður sett á fram- færi um þjónustu- 02 menntun- armiðstöð Suðurnesja. Hafa viðbrögð ma.nna við þeim verið slík, að þú gerir þér vonir um að þeim verði hrundið í fram- kvæmd bráðlega? — Um það get ég ekki dæmt. En ég hef bent á þær stórfelldu breytingar, sem orð- ið hafa hér á Suðurnesjum. Þegar ég var orðinn fulltíða maður, þótti það enn vel af sér vikið að fara til Keflavík- ur einu sinni eða tvisvar á ári. Upp úr aldamótunum var fimm tíma verið að fara þessa leið, sem nú tekur 15—20 mín- útur að keyra. Nú er samgangur barna og unglinga á Suðurnesjum svo mikill í leikjum, skemmtunum og skólum, að mér finnst tíma- bært, að við förum að líta á okkur sem eina heild. Við gæt- um í sameiningu byggt upp menntamiðstöð í líkingu við skólamiðstöð Suðurlands að Laugarvatni. Hér eru fjarlægð- ir svo litlar, að með skólabíl- um mætti fara daglega milli heimila og skóla í stað þess að nú fara börnin í heimavist- arskólana úti á landi eða leigja herbergi yfir veturinn í Reykjavík. Framtíðarsjúkra- hús, slökkvilið og lögregla ættu líka heima í þjónustu- og mermtamiðstöðinni. Ég vil, að könnun fari fram á því, hvaða staðsetning myndi henta bezt, en til hennar yrði mjög að vanda. Um þetta mál þurfa Suðurnesjamenn að sam- einast, sagði Tómas Þorvalds- son að lokum. FV 8 1972 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.