Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 36

Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 36
II BLAÐAUKI FV 8 1972 þessu ári samkvæmt fjárhags- áætlun. IÐNSKÓLI í BYGGINGU. í samvinnu við önnur sveit- arfélög á Suðurnesjum var nú í júlímánuði hafin bygging iðn- skólahúss í Keflavík og reikn- að með að kennsla hefjist þar um áramót. Iðnskólinn hefur verið starfræktur í leiguhús- næði fram að þessu. Þá er verið að stækka gagn- fræðaskólann, svo að hann geti með eðlilegu móti tekið við öllum nemendum á ungl- inga og gagnfræðaskólastigi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess, hvenær kennsla á námsstig: menntaskóla verður hafin í Keflavík, en ef skóla- húsnæði er fyrir hendi getur menntamálaráðherra ákveðið, að slík kennsla skuli hafin. Fólki fjölgar tiltölulega ört í Keflevík, og þegar húsnæði eykst búast bæjaryfirvöld við örari fjölgun en hingað til. Veldur þessu gott atvinnuá- stand með aukinni útgerð og meiri vinnslu á aflanum. Fyrir nokkrum árum fundust rækju- mið suðvestanlands og varð það til þess að auka atvinnu í landi. Leggja bátarnir nú upp allt árið í Keflavík, á vetrarvertíð, og humar- og rækjuvertíð á sumrin. BANDARÍKJAMENN DÝRIR BÆJARFÉLAGINU. Aðspurður um áhrif dvalar varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli á efnalega afkomu fólks í Keflavík, sagði bæjarritarinn, að þau væri hverfandi. Mikið hefði dregið úr atvinnu fyrir Islendinga hjá varnarliðinu en hins vegar hefði starfsmönnum hjá íslenzku flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli og eins hjá Loftleiðum fjölgað mikið. Þeir Bandaríkjamenn, sem búa í Keflavíkurkaupstað, eru bæj- arfélaginu frekar dýrir, því að þeir borga enga skatta en fá sömu þjónustu og aðrir bæjar- búar. Þeir verzla töluvert í Keflavík en sækja allar skemmtanir upp á Keflavík- urflugvöll. Þeir varnarliðs- menn, sem dveljast á Kefla- víkurflugvelli, fara allt annað en til Keflavíkur, þegar þeir fá heimild til að yfirgefa völl- inn og því má segja, að sam- neyti við Bandaríkjamenn sé mjög lítið áberandi í Keflavik Grafið fyrir nýja flóðarœsinu í Aðalgötu í Keflavík. Ofan „gamla bœjarins'' í Keflavík hefur risið nýtt einbýlishúsa- hverfi. Fjörkippur er nú kominn í byggingaframkvœmdir eftir nœrri fimm ára hlé. miðað við að herstöðin er þar alveg á næstu grösum. Sveitarfélögin í kring, ems og Njarðvíkur, Miðnes-, Hafna- og Garðahreppur hafa haft all- drjúgar tekjur í aðstöðugjöld frá þeim verktökum, sem á vellinum hafa unnið, en flug- vallarsvæðið er innan marka þessara hreppa. Þessar tekjur fara þó minnkandi vegna breyttra tekjustofna sveitafé- laga. Sagði Steinþór Júlíusson, að þó varnarliðið færi á nokk- urra ára bili, t. d. smám saman á fimm árum, myndi þess alls ekki verða vart í at- vinnulegu eða fjárhagslegu til- liti hjá Keflvíkingum, en ef það færi hins vegar mjög skyndilega mætti búast við, að nokkur hundruð manns misstu atvinnu um stundarsakir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.