Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 11

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 11
Stfórnmál: Tíðinda að vænta úr herbúðum allra flokka á næstunni HÖrð átök Lúðvíks og IVIagnúsar valda mikilli ólgu innan Alþýðubandalagsins Tilraunir samstarfsflokka Framsóknarmanna í ríkis- stjórninni til að hvítþvo sig af mistökunum, sem orðið hafa. í sambandi við gerð nýju skatta- laganna, hafa valdið mikilli gremju meðal Framsóknar- manna. Þeir, sem teljast vera á hægra kanti í flokknum, ítreka það nú við hvert tækifæri, að eðlilegt samstarf við kommún- ista í ríkisstjórn sé óhugsandi. Tíminn hefur reynt að halda uppi vörnum fyrir hönd fjár- máiaráðherra en „línan“ hjá ritstjórn Tímans er sú, að fara mjög gætilega og hefja ekki gagnsókn á hendur kommúnist- um og hætta þar með á að ganga af vinstri stjórninni dauðri strax. MAGNÚS GEGN LÚÐVÍK. En það er ekki einungis að snurða hafi enn einu sinni hlaupið á þráðinn í viðskiptum ráðherra hinna ólíku flokka innan ríkisstjórnarinnar. Sam- búðin er ekki upp á það bezta hjá þeim Lúðvík Jósepssyni og Magnúsi Kjartanssyni um þess- ar mundir. Þessir hinir „sterku menn“ í ríkisstjórninni eiga í strangri baráttu um völd og mannvirðingar í Alþýðubanda- laginu. Magnús hefur verið tal- inn standa betur að vígi m.a. vegna meira fylgis úr röðum hinna yngri og róttækari. Þó hefur að undanförnu borið á síaukinni gagnrýni á Magnús frá þessum spöku skósveinum hans. Ástæðan: Jú, Magnús Kjartansson hefur gerzt sekur um „borgaralegt athæfi“, sem ekki fellur í kramið hjá hin- um róttæku bandamönnum hans. Það fer í taugarnar á þeim, að Magnús skuli keyra Mercedes Benz, að hann bauð gestum sínum í flugtúr upp á Bárðarbungu í sumar og ekki sízt, að hann sem heilbrigðis- ráðherra hefur veitt viðtöku ýmsum þörfum tækjum, sem þjónustuklúbbar eins og Rot- ary, Lions og Kiwanis hafa fært heilbrigðisyfirvöldum að gjöf. Það er hneisa að dómi hins róttækasta arms Alþýðu- bandalagsins, að Magnús Kjartansson skuli hafa látið birta af sér myndir í kompaníi við fulltrúa þessara mjög svo „borgaralegu samtaka“. ARNALDS ÚTI í KULDANUM. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, er í hlut- verki áhorfandans meðan þessu fer fram. Hann er víst dæmdur til að horfa á, um stundarsakir í það minnsta, og á engra annarra kosta völ. For- mannsembættið er hvorki fugl né fiskur og til höfuðs Ragnari hafa aðrir áhrifameiri sett Ólaf R. Einarsson, sagnfræðing, son Einars Olgeirssonar. Hann er formaður svonefndrar fram- kvæmdanefndar bandalagsins og á að hafa eftirlit með Ragn- ari. Unir Ragnar því afar illa, hve leiðin til vegs og virðingar hefur reynzt honum torfær í Alþýðubandalaginu. Á AÐ SPARKA GYLFA? í Alþýðuflokknum er útlit fyrir talsverðar sviptingar með haustinu. Flokksþing er þar í undirbúningi og vinstri fylk- ingin vill svipta Gylfa Þ. Gíslason forystuhlutverkinu. „En hver skal koma í stað- inn?“, spyrja menn. Benedikt Gröndal þykir eng- an veginn sjálfkjörinn og vitna menn til óefnilegrar frammi- stöðu hans sem leiðtoga Al- þýðuflokksins á þingi, þegar Gylfi var við nám í Kaup- mannahöfn á s.l. vetri. Stuðn- ingsmenn flokksins eru margir þeirrar skoðunar, að stjórnar- andstaða flokks þeirra hafi fyrst byrjað, þegar Gylfi sneri heim. Sumir forkólfar ungra jafn- aðarmanna, þeir sem lengst eru til vinstri, eru víst eitt- hvað að bralla fyrir þetta flokksþing og hafa jafnvel í hyg'gju að fá menn úr mið- stjórn Alþýðubandalagsins til að vera á oddinum í þessum innanflokksátökum. Nafn Kjartans Jóhannssonar, verk- fræðings í Hafnarfirði, hefur borið á góma í umræðum um þá sem líklegir eru til að verða í sviðsljósinu hjá krötum á hausti komanda. FIMMAN í SJÁLF- STÆÐISFLOKKNUM. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins mun fara fram snemma á næsta ári. Forysta flo’kksins virðist ekki njóta jafn óskoraðs trausts og fyrri leiðtogar hans gerðu, og á meðal flokksmanna er allt eins gert ráð fyrir breytingum á forystuliðinu á þessum næsta landsfundi. Enginn telur sig þó geta fullyrt, hvernig málum lykti og sakna þess margir að línur skuli ekki hafa skýrzt nú þegar. Þótt búizt sé við, FV 8 1972 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.