Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 33

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 33
Samtíðarmaður: Tómcts við málverk ai œskustöðvunum að Jámgerðarstöðum. Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður í Grindavík — Kynni mín af útgerðar- málum hófust strax á bernsku- árunum heima á Járngerðar- stöðum, sem var vestasti bær- inn hér í byggðarlaginu. Þa.r var þríbýli og gert út frá öll- um bæjunum. Svo var einnig um aðra bæi í nágrenninu, alls staðar stunduð sjósókn þó að biiskapurinn væri líka talsverð- ur. Sjálfur fór ég á sjóinn á fermingaraldri og var það að mestu leyti í 11 ár, alla vetur og flest sumur. Þannig var reynsla Tómasar Þorvaldssonar, útgerðamanns 1 Grindavík, af sjávarútvegsmál- um sveitunga sinna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Nú er Grindavík með mestu verstöðv- um á landinu, og það er kannski einmitt þess vegna, sem Tómas viðurkennir kinn- roðalaust, að fyrir nokkrum áratugum hafi viðhorfið verið dálítið annað: — Það var nú svo, að feimn- ir unglingar úr sveit skömmuð- ust sín fyrir að viðurkenna, að þeir væru að fara til Grindavíkur í verið, segir Tómas. Þetta var allt fremur rislágt hér og menn voru með fleiður og marin bök eftir að setja upp skip hér kvölds og morgna við fiskhúsin. Það tíðk- aðist alveg fram að seinna stríði. Hér voru einvörðungu gerð út áraskip til ársins 1926 eða 28, en þá voru settar vélar í þau, og línuspil um sömu mundir. Þau voru notuð jöfn- um höndum á línuveiðum og til þess að draga net með þeim. — Hvaðan af landinu komu þessir feimnu unglingar til vertíðarstarfa hér í Grinda.vík? — Þeir voru alls staðar að, vestan úr Dölum, af Suður- landi og líka að norðan. Að sjálfsögðu voru þar ekki bara unglingar á ferðinni heldur líka fullorðnir menn. Verbúða- líf tíðkaðist hér fram í fyrri heimsstyrjöld en þá var farið að taka sjómennina inn á heim- ilin. Á þrem býlum á Járn- gerðarstöðum voru að jafnaði 15 menn yfir vertíðina og var tekin inn á heimilið kona til að þjóna þeim. Það voru 8—9 menn á hverj- um báti og var róið út í einn tíma og veiðarfæri lögð og stímt í annan klukkutíma á meðan. Fiskirí var gott á ár- unum 1928 til 1933, en upp úr því snarminnkaði aflinn og töldu menn, að fiskurinn væri algjörlega genginn til þurrðar. En í seinna stríðinu náði hann sér upo aftur. — Bátum hér í Grindavík hefur fjölgað mjög mikið á síð- ustu árum. Getur þú nefnt ein- hverjar tölur um þá þróun? — Já. Á árunum 1948—50 voru um tólf bátar í eigu Grind- víkinga, en eru núna yfir 40. Hér eru líka alltaf fjölmargir aðkomubátar, svo að algengt er að 78—80 bátar séu hér samtímis í höfninni. — Hér hefur stórgrýtið sóp- azt upp á bryggjur í stór- streymi og legið við, að skipin skemmdust eða ræki upp í fjöru. Eru hafnarbætur á fram- kvæmdaáætlun nú á næst- unni? — Það er búið að skipu- leggja höfnina. Það, sem vant- ar, er að framkvæma nokkuð veigamiklar aðgerðir til að verja pollinn betur og gera nokkrar bryggjur. Hér háttar svo til, að utan hafnarinnar er úthafið, opið alla leið á Suð- urpólinn. í flóðunum í vetur brotn- aði garðurinn og sjór óð inn FV 8 1972 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.